Lítil dæmisaga Davíð Gíslason skrifar 28. september 2018 07:00 Af ákveðnu tilefni hafa gömul atvik komið upp í huga minn, frá því ég var ungur drengur vestur í Dýrafirði. Ég er yngstur níu systkina og á heimili mínu var afar gestkvæmt. Móðir mín hafði því í mörg horn að líta. Þrátt fyrir það var hún beðin að taka að sér miðaldra, þroskaheftan mann frá Þingeyri, sem orðið hafði fyrir einelti af unglingum og einstaka fullorðnum í þorpinu. Okkur systkinunum brá illa í brún þegar hann birtist eitt kvöldið með móður minni. Þetta breyttist þó fljótt og brátt var þessi nýi heimilismaður öllum hugljúfi og gleðigjafi. Hann gekk alltaf undir gælunafninu Dúddi. Hann var á óræðum aldri, hávaxinn og afar feitlaginn. Hann talaði tungumál, sem enginn annar talaði, og sem við vorum nokkrar vikur að tileinka okkur. Öll æðri tölfræði var honum ókunn og hann kunni skil á aðeins tveimur tölum. Því var hann að eigin sögn níu ára gamall og fimm pund að þyngd. Dúddi varð eins konar lukkutröll á bænum, sem allir sveitungarnir þekktu og umgengust eins og vin og félaga. Einn góður fjölskylduvinur, sem Dúddi hafði miklar mætur á, gerði það eitt sinn að gamni sínu að leggja á borðið fyrir framan hann tveggja krónu pening og fimm hundruð króna seðil og láta Dúdda velja hvort hann vildi heldur. Dúddi var fljótur að velja og hann tók túkallinn. Nokkru seinna, þegar nokkuð margmennt var á heimilinu, lagði sami maður tveggja krónu pening og fimm hundruð krónu seðil á borðið fyrir Dúdda og sagði að hann mætti eiga hvort tveggja. En svo dró hann stóran brjóstsykurspoka upp úr vasa sínum og sagði að Dúddi gæti fengið hann með því að borga hann, annaðhvort með peningnum eða seðlinum. Dúddi var skjótur til og rétti fram seðilinn og tók til sín sælgætispokann og peninginn og ljómaði af gleði, en viðstaddir hlógu hjartanlega, allir nema móðir mín, sem sagði að það væri ljótt að spila með aumingjann. Þetta tiltölulega lítilvæga atvik kom upp í huga minn eftir 65 ár, þegar ég las um þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að senda sjúklinga með ónýta mjaðmaliði til útlanda í aðgerðir, þrátt fyrir þær þjáningar, sem það hlýtur að valda þeim, nýkomnum úr erfiðum aðgerðum, að þurfa að ferðast með flugvélum milli landa. Þetta gerir ráðherrann þótt kostnaður við aðgerðirnar sé þrisvar sinnum meiri erlendis, en ef þær væru gerðar á Íslandi, og ríkissjóður verður af skatttekjum, sem myndi svara til þriðjungs kostnaðarins væru aðgerðirnar gerðar hér heima. Þegar ráðherrann var spurður um þetta háttalag í Kastljósi útvarpsins þann 5. september síðastliðinn svaraði hann þáttarstjórnandanum: „Þú talar eins og ég sé með rassvasann fullan af peningum.“ Þarna virðist ráðherrann bera svipað skynbragð á peninga og Dúddi sem lagði ekkert verðgildi á þá peninga, sem honum áskotnuðust, en fannst túkallinn fallegri og fara betur í hendi. Þeir sem hafa vondan málstað að verja reyna oft að breiða yfir það með mælgi. Dúddi höndlaði með eigin peninga, en ráðherrann er að sólunda skattfé okkar borgaranna. Þar í liggur munurinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Sjá meira
Af ákveðnu tilefni hafa gömul atvik komið upp í huga minn, frá því ég var ungur drengur vestur í Dýrafirði. Ég er yngstur níu systkina og á heimili mínu var afar gestkvæmt. Móðir mín hafði því í mörg horn að líta. Þrátt fyrir það var hún beðin að taka að sér miðaldra, þroskaheftan mann frá Þingeyri, sem orðið hafði fyrir einelti af unglingum og einstaka fullorðnum í þorpinu. Okkur systkinunum brá illa í brún þegar hann birtist eitt kvöldið með móður minni. Þetta breyttist þó fljótt og brátt var þessi nýi heimilismaður öllum hugljúfi og gleðigjafi. Hann gekk alltaf undir gælunafninu Dúddi. Hann var á óræðum aldri, hávaxinn og afar feitlaginn. Hann talaði tungumál, sem enginn annar talaði, og sem við vorum nokkrar vikur að tileinka okkur. Öll æðri tölfræði var honum ókunn og hann kunni skil á aðeins tveimur tölum. Því var hann að eigin sögn níu ára gamall og fimm pund að þyngd. Dúddi varð eins konar lukkutröll á bænum, sem allir sveitungarnir þekktu og umgengust eins og vin og félaga. Einn góður fjölskylduvinur, sem Dúddi hafði miklar mætur á, gerði það eitt sinn að gamni sínu að leggja á borðið fyrir framan hann tveggja krónu pening og fimm hundruð króna seðil og láta Dúdda velja hvort hann vildi heldur. Dúddi var fljótur að velja og hann tók túkallinn. Nokkru seinna, þegar nokkuð margmennt var á heimilinu, lagði sami maður tveggja krónu pening og fimm hundruð krónu seðil á borðið fyrir Dúdda og sagði að hann mætti eiga hvort tveggja. En svo dró hann stóran brjóstsykurspoka upp úr vasa sínum og sagði að Dúddi gæti fengið hann með því að borga hann, annaðhvort með peningnum eða seðlinum. Dúddi var skjótur til og rétti fram seðilinn og tók til sín sælgætispokann og peninginn og ljómaði af gleði, en viðstaddir hlógu hjartanlega, allir nema móðir mín, sem sagði að það væri ljótt að spila með aumingjann. Þetta tiltölulega lítilvæga atvik kom upp í huga minn eftir 65 ár, þegar ég las um þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að senda sjúklinga með ónýta mjaðmaliði til útlanda í aðgerðir, þrátt fyrir þær þjáningar, sem það hlýtur að valda þeim, nýkomnum úr erfiðum aðgerðum, að þurfa að ferðast með flugvélum milli landa. Þetta gerir ráðherrann þótt kostnaður við aðgerðirnar sé þrisvar sinnum meiri erlendis, en ef þær væru gerðar á Íslandi, og ríkissjóður verður af skatttekjum, sem myndi svara til þriðjungs kostnaðarins væru aðgerðirnar gerðar hér heima. Þegar ráðherrann var spurður um þetta háttalag í Kastljósi útvarpsins þann 5. september síðastliðinn svaraði hann þáttarstjórnandanum: „Þú talar eins og ég sé með rassvasann fullan af peningum.“ Þarna virðist ráðherrann bera svipað skynbragð á peninga og Dúddi sem lagði ekkert verðgildi á þá peninga, sem honum áskotnuðust, en fannst túkallinn fallegri og fara betur í hendi. Þeir sem hafa vondan málstað að verja reyna oft að breiða yfir það með mælgi. Dúddi höndlaði með eigin peninga, en ráðherrann er að sólunda skattfé okkar borgaranna. Þar í liggur munurinn.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun