Stjórnarmenn í RÚV hissa á orðum Lilju Sighvatur Arnmundsson skrifar 28. september 2018 07:00 Samkeppnisrekstur RÚV hefur verið aðskilinn frá almannaþjónustu í bókhaldi og ársreikningi félagsins síðan 2015. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Stjórn RÚV mun hitta Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, á mánudaginn til að ræða samkeppnisrekstur félagsins og mögulega stofnun dótturfélaga um hann. „Það eru misjafnar skoðanir á þessu máli. Við þurfum að átta okkur betur á þessu og hvað ráðherrann vill. Svo tökum við afstöðu til þess. Ég vona að hún vinni þetta í samvinnu við okkur. Þetta skýrist eftir fundinn á mánudaginn,“ segir Kári Jónasson, formaður stjórnar RÚV. „Það sem haft var eftir ráðherra kom mörgum stjórnarmönnum í opna skjöldu. Ástæðan er sú að samkeppnisreksturinn hefur verið aðskilinn í bókum félagsins í á þriðja ár. Við töldum það vera samkvæmt bókinni.“ Lilja sagði nýverið að það væri brýnt að hrinda stofnun dótturfélaga um samkeppnisrekstur RÚV í framkvæmd. Stjórn RÚV og stjórnendur hafi verið að vinna í því og það væri stjórnarinnar að fylgja málinu eftir. Samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið frá 2013 ber félaginu að stofna dótturfélög um samkeppnisrekstur sinn. Það ákvæði átti að taka gildi í ársbyrjun 2014 en var í sparnaðarskyni frestað til 2016. Gildistökunni var svo aftur frestað til byrjunar þessa árs með þeim rökum að meiri tíma þyrfti til undirbúnings. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, varaformaður stjórnar RÚV, segir að á síðasta kjörtímabili hafi verið athugun í gangi í ráðuneytinu um að breyta lögunum þannig að RÚV væri ekki skylt að stofna umrædd dótturfélög heldur væri félaginu það heimilt. Ekkert hafi hins vegar orðið úr þeim hugmyndum. Hún segist hafa talað gegn stofnun dótturfélaga á sínum tíma en hún átti sæti á Alþingi þegar lögin voru samþykkt. „Mér fannst að með því væri verið að bæta við báknið. RÚV gæti þannig fært út kvíarnar og stofnað dótturfélög um ýmislegt í samkeppni við einkarekna fjölmiðla. Ég er enn þeirrar skoðunar.“ Ragnheiður bendir á að samkeppnisrekstur RÚV hafi verið aðskilinn í bókhaldi félagsins og ársreikningi frá 2015. „Það er alveg í takt við ríkisstyrkjareglur ESA. Ég sem formaður stjórnar á þeim tíma taldi og tel enn að við séum að uppfylla það sem löggjafinn var að kalla eftir. Það þarf að pæla í því hver ætlunin var í upphafi.“ Umræðan snúist fyrst og fremst um stöðu RÚV á auglýsingamarkaði. „Ef löggjafinn vill með einum eða öðrum hætti draga úr umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði, þarf hann einfaldlega að setja skýrari lög og reglur um það. Það er að mínu mati miklu heiðarlegri nálgun heldur en að heimila RÚV að stofna dótturfélög.“ Annað sem hafa þurfi í huga sé að með því að stofna dótturfélög þurfi að setja sérstakar stjórnir yfir þau með tilheyrandi kostnaði. „Þá er komin armslengd frá stjórn RÚV sem er kosin af Alþingi og ber ábyrgð ásamt stjórnendum félagsins á rekstrinum og þar með þessum dótturfélögum.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stjórnarmanni RÚV blöskrar tillögur ráðherra Mörður Árnason, stjórnarmaður RÚV, telur að stjórn RÚV þurfi að koma saman sem allra fyrst til þess að fjalla um tillögur menntamálaráðherra sem kynntar voru í dag. Hann segir vinnubrögð ráðherra vera "skrýtin“ 12. september 2018 18:38 Stefna að því að bæta RÚV upp tekjutapið Endurgreiða á hluta ritstjórnarkostnaðar einkarekinna fjölmiðla og minnka umsvif RÚV á auglýsingamarkaði um 560 milljónir á ári samkvæmt tillögum mennta- og menningarmálaráðherra. 13. september 2018 06:00 Stjórnvöld ættu að styðja rannsóknarblaðamenn beint Formaður blaðamannafélagsins segir að stjórnvöld ættu að styrkja rannsóknarblaðamenn með beinum hætti, ekki bara fyrirtæki sem reka fjölmiðla. Hann fagnar því að stigið sé skref í þá átt að auðvelda rekstur einkarekinna fjölmiðla. 13. september 2018 13:15 RÚV vinni að því að framfylgja lögum Samtök iðnaðarins sendu stjórn RÚV nýverið bréf þar sem hvatt er til þess að allur samkeppnisrekstur RÚV verði settur í dótturfélög. 26. september 2018 08:30 Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Stjórn RÚV mun hitta Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, á mánudaginn til að ræða samkeppnisrekstur félagsins og mögulega stofnun dótturfélaga um hann. „Það eru misjafnar skoðanir á þessu máli. Við þurfum að átta okkur betur á þessu og hvað ráðherrann vill. Svo tökum við afstöðu til þess. Ég vona að hún vinni þetta í samvinnu við okkur. Þetta skýrist eftir fundinn á mánudaginn,“ segir Kári Jónasson, formaður stjórnar RÚV. „Það sem haft var eftir ráðherra kom mörgum stjórnarmönnum í opna skjöldu. Ástæðan er sú að samkeppnisreksturinn hefur verið aðskilinn í bókum félagsins í á þriðja ár. Við töldum það vera samkvæmt bókinni.“ Lilja sagði nýverið að það væri brýnt að hrinda stofnun dótturfélaga um samkeppnisrekstur RÚV í framkvæmd. Stjórn RÚV og stjórnendur hafi verið að vinna í því og það væri stjórnarinnar að fylgja málinu eftir. Samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið frá 2013 ber félaginu að stofna dótturfélög um samkeppnisrekstur sinn. Það ákvæði átti að taka gildi í ársbyrjun 2014 en var í sparnaðarskyni frestað til 2016. Gildistökunni var svo aftur frestað til byrjunar þessa árs með þeim rökum að meiri tíma þyrfti til undirbúnings. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, varaformaður stjórnar RÚV, segir að á síðasta kjörtímabili hafi verið athugun í gangi í ráðuneytinu um að breyta lögunum þannig að RÚV væri ekki skylt að stofna umrædd dótturfélög heldur væri félaginu það heimilt. Ekkert hafi hins vegar orðið úr þeim hugmyndum. Hún segist hafa talað gegn stofnun dótturfélaga á sínum tíma en hún átti sæti á Alþingi þegar lögin voru samþykkt. „Mér fannst að með því væri verið að bæta við báknið. RÚV gæti þannig fært út kvíarnar og stofnað dótturfélög um ýmislegt í samkeppni við einkarekna fjölmiðla. Ég er enn þeirrar skoðunar.“ Ragnheiður bendir á að samkeppnisrekstur RÚV hafi verið aðskilinn í bókhaldi félagsins og ársreikningi frá 2015. „Það er alveg í takt við ríkisstyrkjareglur ESA. Ég sem formaður stjórnar á þeim tíma taldi og tel enn að við séum að uppfylla það sem löggjafinn var að kalla eftir. Það þarf að pæla í því hver ætlunin var í upphafi.“ Umræðan snúist fyrst og fremst um stöðu RÚV á auglýsingamarkaði. „Ef löggjafinn vill með einum eða öðrum hætti draga úr umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði, þarf hann einfaldlega að setja skýrari lög og reglur um það. Það er að mínu mati miklu heiðarlegri nálgun heldur en að heimila RÚV að stofna dótturfélög.“ Annað sem hafa þurfi í huga sé að með því að stofna dótturfélög þurfi að setja sérstakar stjórnir yfir þau með tilheyrandi kostnaði. „Þá er komin armslengd frá stjórn RÚV sem er kosin af Alþingi og ber ábyrgð ásamt stjórnendum félagsins á rekstrinum og þar með þessum dótturfélögum.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stjórnarmanni RÚV blöskrar tillögur ráðherra Mörður Árnason, stjórnarmaður RÚV, telur að stjórn RÚV þurfi að koma saman sem allra fyrst til þess að fjalla um tillögur menntamálaráðherra sem kynntar voru í dag. Hann segir vinnubrögð ráðherra vera "skrýtin“ 12. september 2018 18:38 Stefna að því að bæta RÚV upp tekjutapið Endurgreiða á hluta ritstjórnarkostnaðar einkarekinna fjölmiðla og minnka umsvif RÚV á auglýsingamarkaði um 560 milljónir á ári samkvæmt tillögum mennta- og menningarmálaráðherra. 13. september 2018 06:00 Stjórnvöld ættu að styðja rannsóknarblaðamenn beint Formaður blaðamannafélagsins segir að stjórnvöld ættu að styrkja rannsóknarblaðamenn með beinum hætti, ekki bara fyrirtæki sem reka fjölmiðla. Hann fagnar því að stigið sé skref í þá átt að auðvelda rekstur einkarekinna fjölmiðla. 13. september 2018 13:15 RÚV vinni að því að framfylgja lögum Samtök iðnaðarins sendu stjórn RÚV nýverið bréf þar sem hvatt er til þess að allur samkeppnisrekstur RÚV verði settur í dótturfélög. 26. september 2018 08:30 Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Stjórnarmanni RÚV blöskrar tillögur ráðherra Mörður Árnason, stjórnarmaður RÚV, telur að stjórn RÚV þurfi að koma saman sem allra fyrst til þess að fjalla um tillögur menntamálaráðherra sem kynntar voru í dag. Hann segir vinnubrögð ráðherra vera "skrýtin“ 12. september 2018 18:38
Stefna að því að bæta RÚV upp tekjutapið Endurgreiða á hluta ritstjórnarkostnaðar einkarekinna fjölmiðla og minnka umsvif RÚV á auglýsingamarkaði um 560 milljónir á ári samkvæmt tillögum mennta- og menningarmálaráðherra. 13. september 2018 06:00
Stjórnvöld ættu að styðja rannsóknarblaðamenn beint Formaður blaðamannafélagsins segir að stjórnvöld ættu að styrkja rannsóknarblaðamenn með beinum hætti, ekki bara fyrirtæki sem reka fjölmiðla. Hann fagnar því að stigið sé skref í þá átt að auðvelda rekstur einkarekinna fjölmiðla. 13. september 2018 13:15
RÚV vinni að því að framfylgja lögum Samtök iðnaðarins sendu stjórn RÚV nýverið bréf þar sem hvatt er til þess að allur samkeppnisrekstur RÚV verði settur í dótturfélög. 26. september 2018 08:30