Siðfræðistofnun þyrfti aukinn styrk til að ráðleggja stjórnvöldum Kristín Ýrr Gunarsdóttir skrifar 7. september 2018 18:51 Formaður stjórnar Siðfræðistofnunar segir að ráða þurfi inn starfsmenn og auka fjármagn til stofnunarinnar eigi hún að vera ráðgefandi um siðferðileg álitamál fyrir stjórnvöld eins lagt er til í skýrslu um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. Starfshópur á vegum forsætisráðherra sendi frá sér skýrsluna fyrr í vikunni. Ein af tillögum hópsins er að Siðfræðistofnun Háskóla Íslands taki að sér að veita stjórnvöldum ráðgjöf um siðferðileg álitamál. Formaður hópsins sagði í fréttum Stöðvar 2 á miðvikudag að verði þetta að veruleika gæti það falið í sér jákvæðar breytingar á kerfinu. Vilhjálmur Árnason, formaður stjórnar Siðfræðistofnunar segir aukið fjármagn þurfa að koma til eigi stofnunin að geta sinnt verkefni sem þessu. „Þetta er mjög algengt í nágrannalöndum okkar þar sem hafa verið starfandi einskonar landsiðaráð. Þar sem að stofnun á borð við Siðfræðistofnun er þá stjórnvöldum til ráðgjafar í undirbúningi löggjafar sem varðar siðferðileg álitamál sem síðan getur orðið grundvöllur fyrir almenna umræðu og jafnvel efnt til málþinga þannig að það verði upplýst umræða í samfélaginu í aðdraganda löggjafar,” segir Vilhjálmur. Siðfræðistofnun heyrir undir hugvísindasvið háskólans og fær rekstrafé þaðan. Stofnunin er hins vegar fjármögnuð að stórum hluta með sjálfsaflafé og styrkjum til sérstakra verkefna. „Hér er fagleg þekking til staðar en Siðfræðistofnun hefur staðið mjög höllum fæti fjárhagslega. Það er til dæmis enginn starfandi forstöðumaður hjá okkur núna. Þannig að það þarf að koma til að við getum ráðið starfsmann eða starfsmenn sem geta helgað sig þessu,” bendir hann á.Hefur eitthvað verið rætt við ykkur? „Nei, ekki af hálfu stjórnvalda. Mér var kunnugt um þessa tillögu og hún borin stuttlega undir mig í aðdragandanum. En ekki verið rætt við okkur á neinn formlegan hátt,” segir hann. Tengdar fréttir Minna hugað að vörnum gegn spillingu á Íslandi Formaður starfshóps sem kannaði hvernig auka mætti traust á stjórnmálum og stjórnsýslu segir að tryggja verði að almenningur hafi trú á að stjórnkerfið leysi mál þess af hæfni. 5. september 2018 17:42 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Formaður stjórnar Siðfræðistofnunar segir að ráða þurfi inn starfsmenn og auka fjármagn til stofnunarinnar eigi hún að vera ráðgefandi um siðferðileg álitamál fyrir stjórnvöld eins lagt er til í skýrslu um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. Starfshópur á vegum forsætisráðherra sendi frá sér skýrsluna fyrr í vikunni. Ein af tillögum hópsins er að Siðfræðistofnun Háskóla Íslands taki að sér að veita stjórnvöldum ráðgjöf um siðferðileg álitamál. Formaður hópsins sagði í fréttum Stöðvar 2 á miðvikudag að verði þetta að veruleika gæti það falið í sér jákvæðar breytingar á kerfinu. Vilhjálmur Árnason, formaður stjórnar Siðfræðistofnunar segir aukið fjármagn þurfa að koma til eigi stofnunin að geta sinnt verkefni sem þessu. „Þetta er mjög algengt í nágrannalöndum okkar þar sem hafa verið starfandi einskonar landsiðaráð. Þar sem að stofnun á borð við Siðfræðistofnun er þá stjórnvöldum til ráðgjafar í undirbúningi löggjafar sem varðar siðferðileg álitamál sem síðan getur orðið grundvöllur fyrir almenna umræðu og jafnvel efnt til málþinga þannig að það verði upplýst umræða í samfélaginu í aðdraganda löggjafar,” segir Vilhjálmur. Siðfræðistofnun heyrir undir hugvísindasvið háskólans og fær rekstrafé þaðan. Stofnunin er hins vegar fjármögnuð að stórum hluta með sjálfsaflafé og styrkjum til sérstakra verkefna. „Hér er fagleg þekking til staðar en Siðfræðistofnun hefur staðið mjög höllum fæti fjárhagslega. Það er til dæmis enginn starfandi forstöðumaður hjá okkur núna. Þannig að það þarf að koma til að við getum ráðið starfsmann eða starfsmenn sem geta helgað sig þessu,” bendir hann á.Hefur eitthvað verið rætt við ykkur? „Nei, ekki af hálfu stjórnvalda. Mér var kunnugt um þessa tillögu og hún borin stuttlega undir mig í aðdragandanum. En ekki verið rætt við okkur á neinn formlegan hátt,” segir hann.
Tengdar fréttir Minna hugað að vörnum gegn spillingu á Íslandi Formaður starfshóps sem kannaði hvernig auka mætti traust á stjórnmálum og stjórnsýslu segir að tryggja verði að almenningur hafi trú á að stjórnkerfið leysi mál þess af hæfni. 5. september 2018 17:42 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Minna hugað að vörnum gegn spillingu á Íslandi Formaður starfshóps sem kannaði hvernig auka mætti traust á stjórnmálum og stjórnsýslu segir að tryggja verði að almenningur hafi trú á að stjórnkerfið leysi mál þess af hæfni. 5. september 2018 17:42