Þriðjungi fleiri aldraðir fá aðstoð til að geta búið á eigin heimili Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. september 2018 19:31 Stórauka á möguleika aldraðra sem þurfa mikinn stuðning og þjónustu til að búa á eigin heimili með nýrri þjónustu á Akureyri. Framkvæmdastjóri öldrunarþjónustunnar í bænum telur að með breytingunni geti um þriðjungi fleiri nýtt sér þjónustuna en áður. Kynningarfundur um nýja þjónustuform var haldinn í velferðarráðuneytinu í dag. Umbreyta og aðlaga á þjónustu sem nú er veitt með skammtímadvöl í svokölluðum hvíldarrýmum og bjóða þess í stað upp á fjölbreytta dagþjónustu þar sem unnt er að mæta ólíkum þörfum notenda. Boðið verður uppá þjónustuna alla daga ársins. Halldór S. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Öldrunarþjónustunnar á Akureyri, segir að mun fleiri fái notið þjónustunnar en áður. „Með þessari breytingu sem við förum í núna reiknum við með að við förum frá 65 og upp í kannski 95 eða 100 einstaklinga ári sem geta komið og notið þjónustunnar. Það sem skiptir öllu máli er að við gerum ráð fyrir að fólk sé í þjónustu sem hentar því í þann tíma sem það þarf á henni að halda,“ segir hann. Þjónustan verður tekin í gagnið um næstu áramót. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, telur að formið verði tekið upp á öðrum hjúkrunarheimilum ef vel tekst til. „Mér finnst það sérstaklega ánægjulegt að við getum hér í ráðuneytinu stutt við þetta frumkvæði sem kemur að norðan og ég sé fyrir mér að fleiri aðilar geti tekið þetta upp vegna þess að væntingar og kröfur aldraðra eru eins fjölbreyttar og þar eru margir einstaklingar,“ segir hún. Halldór Gunnarsson, varaformaður Félags eldri borgara á Akureyri, er afar sáttur við breytinguna. „Mér líst mjög vel á þessa breytingu og tel að við getum hlakkað til, við sem erum orðin eldri borgarar á Akureyri.“ Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Stórauka á möguleika aldraðra sem þurfa mikinn stuðning og þjónustu til að búa á eigin heimili með nýrri þjónustu á Akureyri. Framkvæmdastjóri öldrunarþjónustunnar í bænum telur að með breytingunni geti um þriðjungi fleiri nýtt sér þjónustuna en áður. Kynningarfundur um nýja þjónustuform var haldinn í velferðarráðuneytinu í dag. Umbreyta og aðlaga á þjónustu sem nú er veitt með skammtímadvöl í svokölluðum hvíldarrýmum og bjóða þess í stað upp á fjölbreytta dagþjónustu þar sem unnt er að mæta ólíkum þörfum notenda. Boðið verður uppá þjónustuna alla daga ársins. Halldór S. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Öldrunarþjónustunnar á Akureyri, segir að mun fleiri fái notið þjónustunnar en áður. „Með þessari breytingu sem við förum í núna reiknum við með að við förum frá 65 og upp í kannski 95 eða 100 einstaklinga ári sem geta komið og notið þjónustunnar. Það sem skiptir öllu máli er að við gerum ráð fyrir að fólk sé í þjónustu sem hentar því í þann tíma sem það þarf á henni að halda,“ segir hann. Þjónustan verður tekin í gagnið um næstu áramót. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, telur að formið verði tekið upp á öðrum hjúkrunarheimilum ef vel tekst til. „Mér finnst það sérstaklega ánægjulegt að við getum hér í ráðuneytinu stutt við þetta frumkvæði sem kemur að norðan og ég sé fyrir mér að fleiri aðilar geti tekið þetta upp vegna þess að væntingar og kröfur aldraðra eru eins fjölbreyttar og þar eru margir einstaklingar,“ segir hún. Halldór Gunnarsson, varaformaður Félags eldri borgara á Akureyri, er afar sáttur við breytinguna. „Mér líst mjög vel á þessa breytingu og tel að við getum hlakkað til, við sem erum orðin eldri borgarar á Akureyri.“
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira