Tiger Woods í „Living La Vida Loca“ formi á BMW Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2018 08:00 Tiger Woods á hringnum í gær. Vísir/Getty Tiger Woods og Rory McIlroy eru efstir og jafnir eftir fyrsta daginn á BMW Championship mótinu sem er þriðja mótið af fjórum í úrslitakeppni FedEx bikarsins. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2013 sem Tiger Woods er í forystu eftir fyrsta dag á móti en hann átti frábæran hring í gær. Tiger lék á 62 höggum eða átta höggum undir pari. Þetta er hans besti upphafshringur síðan árið 1999. Þegar Tiger var síðast á -8 eftir fyrstu átján holurnar á PGA-móti þá var vinsælasta lagið í Bandaríkjunum „Living La Vida Loca“ með Ricky Martin.Tiger's back on the prowl He shot a today, his lowest opening round since 1999! (via @PGATOUR)pic.twitter.com/ACKWXCDYg8 — Yahoo Sports (@YahooSports) September 6, 2018 Það er líka hægt að setja þetta í samanburð með því að nefna það að þetta er aðeins í fjórða sinn á sautján mótum Tigers á árinu 2018 þar sem hann er undir parinu eftir fyrsta hring. Það voru einkum fyrri níu holurnar sem kveiktu í þessu hjá honum en Tiger lék þær á aðeins 29 höggum þar sem hann fékk einn örn og fjórar fugla. Tiger var því -6 eftir aðeins níu holur.Tiger Woods is the co-leader of the BMW Championship with Rory McIlroy, marking his first time holding the 1st-round lead (outright or shared) since the 2013 WGC-Cadillac Championship. Woods won that event by 2 strokes. pic.twitter.com/OoQ2vIx5Wl — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) September 6, 2018 Þrátt fyrir þessa stórbrotnu spilamennsku þá er Tiger Woods ekki einn í efsta sætinu því Norður-Írinn Rory McIlroy spilaði hringinn líka á 62 höggum. Xander Schauffele er síðan einu höggi á eftir og Justin Thomas í 4. sætinu tveimur höggum á eftir efstu mönnum. Um tíma leit meira að segja út að Rory McIlroy ætlaði að gera betur því McIlroy náði meðal annars sex fuglum í röð og komst níu höggum undir par. Rory var alls með tíu fugla á hringnum á móti sjö hjá Tiger en fékk engan örn eins og Tiger og einum fleiri skolla. Hringurinn í gær var besti hringur Tigers síðan að hann lék á 61 höggi á WGC-Bridgestone Invitational mótinu árið 2013. Það er einmitt 79. og síðasta PGA-mótið sem hann vann. Tiger Woods var að nota sinn þriðja pútter í þremur mótum en sá sem hann notaði í gær var Scotty Cameron púttarinn. Hann hefur einmitt unnið 13 af 13 risamótum sínum með honum. Þessi spilamennska boðar líka gott því Tiger hefur unnið síðustu þrjú mót þar sem hann hefur spilað á -8 eða betur á fyrstu átján holunum.Tiger Woods finishes 8-under in the first round at the BMW Championship. He has won the last 3 events when shooting 8-under or better in the first round. — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) September 6, 2018 Þrjátíu efstu kyflingarnir á FedEx stigalistanum að þessu móti loknu fá þáttökurétt á síðasta móti ársins. Útsending frá öðrum hring hefst klukkan 18:00 á Golfstöðinni í kvöld. Golf Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Sjá meira
Tiger Woods og Rory McIlroy eru efstir og jafnir eftir fyrsta daginn á BMW Championship mótinu sem er þriðja mótið af fjórum í úrslitakeppni FedEx bikarsins. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2013 sem Tiger Woods er í forystu eftir fyrsta dag á móti en hann átti frábæran hring í gær. Tiger lék á 62 höggum eða átta höggum undir pari. Þetta er hans besti upphafshringur síðan árið 1999. Þegar Tiger var síðast á -8 eftir fyrstu átján holurnar á PGA-móti þá var vinsælasta lagið í Bandaríkjunum „Living La Vida Loca“ með Ricky Martin.Tiger's back on the prowl He shot a today, his lowest opening round since 1999! (via @PGATOUR)pic.twitter.com/ACKWXCDYg8 — Yahoo Sports (@YahooSports) September 6, 2018 Það er líka hægt að setja þetta í samanburð með því að nefna það að þetta er aðeins í fjórða sinn á sautján mótum Tigers á árinu 2018 þar sem hann er undir parinu eftir fyrsta hring. Það voru einkum fyrri níu holurnar sem kveiktu í þessu hjá honum en Tiger lék þær á aðeins 29 höggum þar sem hann fékk einn örn og fjórar fugla. Tiger var því -6 eftir aðeins níu holur.Tiger Woods is the co-leader of the BMW Championship with Rory McIlroy, marking his first time holding the 1st-round lead (outright or shared) since the 2013 WGC-Cadillac Championship. Woods won that event by 2 strokes. pic.twitter.com/OoQ2vIx5Wl — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) September 6, 2018 Þrátt fyrir þessa stórbrotnu spilamennsku þá er Tiger Woods ekki einn í efsta sætinu því Norður-Írinn Rory McIlroy spilaði hringinn líka á 62 höggum. Xander Schauffele er síðan einu höggi á eftir og Justin Thomas í 4. sætinu tveimur höggum á eftir efstu mönnum. Um tíma leit meira að segja út að Rory McIlroy ætlaði að gera betur því McIlroy náði meðal annars sex fuglum í röð og komst níu höggum undir par. Rory var alls með tíu fugla á hringnum á móti sjö hjá Tiger en fékk engan örn eins og Tiger og einum fleiri skolla. Hringurinn í gær var besti hringur Tigers síðan að hann lék á 61 höggi á WGC-Bridgestone Invitational mótinu árið 2013. Það er einmitt 79. og síðasta PGA-mótið sem hann vann. Tiger Woods var að nota sinn þriðja pútter í þremur mótum en sá sem hann notaði í gær var Scotty Cameron púttarinn. Hann hefur einmitt unnið 13 af 13 risamótum sínum með honum. Þessi spilamennska boðar líka gott því Tiger hefur unnið síðustu þrjú mót þar sem hann hefur spilað á -8 eða betur á fyrstu átján holunum.Tiger Woods finishes 8-under in the first round at the BMW Championship. He has won the last 3 events when shooting 8-under or better in the first round. — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) September 6, 2018 Þrjátíu efstu kyflingarnir á FedEx stigalistanum að þessu móti loknu fá þáttökurétt á síðasta móti ársins. Útsending frá öðrum hring hefst klukkan 18:00 á Golfstöðinni í kvöld.
Golf Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Sjá meira