Kominn til meðvitundar eftir stunguárás á framboðsfundi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. september 2018 06:15 Bolsonaro á framboðsfundinum í gær. vísir/epa Jair Bolsonaro, frambjóðandi öfgahægrimanna í brasilísku forsetakosningum sem fram fara eftir mánuð, var stunginn á framboðsfundi sem hann kom fram á í ríkinu Minas Gerais í gær. Hann slasaðist alvarlega en er nú kominn til meðvitundar eftir stóra aðgerð sem hann undirgekkst á sjúkrahúsi í Rio de Janeiro. Bolsonaro er ansi umdeildur stjórnmálamaður en er þó með mest fylgi samkvæmt könnunum. Hann hefur vakið reiði margra samlanda sinna fyrir rasíska og hómófóbíska orðræðu og kalla margir Brasilíumenn hann hinn brasilíska Trump. Bolsonaro var í miðjum hópi stuðningsmanna sinna í gær þegar ráðist var hann. Árásarmaðurinn hljóp inn í þvöguna þar sem stuðningsmenn frambjóðandans báru hann á öxlunum til að fagna honum. Stakk hann svo Bolsonaro sem særðist alvarlega og missti mikið blóð. Þannig rauf stungan æð í kvið hans og olli öðrum innvortis meiðslum. Óljóst er hversu lengi Bolsonaro þarf að dvelja á spítalanum. Hann er á gjörgæslu og segja læknar hans ómögulegt að segja til um hvenær hann verði útskrifaður. Það gæti orðið eftir nokkra daga eða eftir nokkrar vikur. Myndbönd sem deilt var á samfélagsmiðlum sýndu augnablikið þegar Bolsonaro var stunginn. Hann veifar til stuðningsmanna sinna en grípur svo allt í einu um kviðinn í miklum sársauka. Bolsonaro var í skotheldu vesti innan undir stuttermabol sínum en hnífurinn gekk undir vestið. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem breska blaðið Guardian deilir af atvikinu en rétt er að vara við myndskeiðinu. Brasilía Tengdar fréttir Lula með forystu í könnunum þrátt fyrir spillingardóm Skoðanakannanir benda til þess að Lula da Silva hafi aukið forskot sitt á aðra frambjóðendur. Ólíklegt er þó talið að hann fái að bjóða sig fram. 20. ágúst 2018 15:29 Brasilískur forsetaframbjóðandi stunginn með hníf Myndband náðist af því þegar Jair Bolsonaro var stunginn þar sem stuðningsmenn hans báru hann í gegnum fjölmenni á götum Juiz de Fora. 6. september 2018 20:26 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Jair Bolsonaro, frambjóðandi öfgahægrimanna í brasilísku forsetakosningum sem fram fara eftir mánuð, var stunginn á framboðsfundi sem hann kom fram á í ríkinu Minas Gerais í gær. Hann slasaðist alvarlega en er nú kominn til meðvitundar eftir stóra aðgerð sem hann undirgekkst á sjúkrahúsi í Rio de Janeiro. Bolsonaro er ansi umdeildur stjórnmálamaður en er þó með mest fylgi samkvæmt könnunum. Hann hefur vakið reiði margra samlanda sinna fyrir rasíska og hómófóbíska orðræðu og kalla margir Brasilíumenn hann hinn brasilíska Trump. Bolsonaro var í miðjum hópi stuðningsmanna sinna í gær þegar ráðist var hann. Árásarmaðurinn hljóp inn í þvöguna þar sem stuðningsmenn frambjóðandans báru hann á öxlunum til að fagna honum. Stakk hann svo Bolsonaro sem særðist alvarlega og missti mikið blóð. Þannig rauf stungan æð í kvið hans og olli öðrum innvortis meiðslum. Óljóst er hversu lengi Bolsonaro þarf að dvelja á spítalanum. Hann er á gjörgæslu og segja læknar hans ómögulegt að segja til um hvenær hann verði útskrifaður. Það gæti orðið eftir nokkra daga eða eftir nokkrar vikur. Myndbönd sem deilt var á samfélagsmiðlum sýndu augnablikið þegar Bolsonaro var stunginn. Hann veifar til stuðningsmanna sinna en grípur svo allt í einu um kviðinn í miklum sársauka. Bolsonaro var í skotheldu vesti innan undir stuttermabol sínum en hnífurinn gekk undir vestið. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem breska blaðið Guardian deilir af atvikinu en rétt er að vara við myndskeiðinu.
Brasilía Tengdar fréttir Lula með forystu í könnunum þrátt fyrir spillingardóm Skoðanakannanir benda til þess að Lula da Silva hafi aukið forskot sitt á aðra frambjóðendur. Ólíklegt er þó talið að hann fái að bjóða sig fram. 20. ágúst 2018 15:29 Brasilískur forsetaframbjóðandi stunginn með hníf Myndband náðist af því þegar Jair Bolsonaro var stunginn þar sem stuðningsmenn hans báru hann í gegnum fjölmenni á götum Juiz de Fora. 6. september 2018 20:26 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Lula með forystu í könnunum þrátt fyrir spillingardóm Skoðanakannanir benda til þess að Lula da Silva hafi aukið forskot sitt á aðra frambjóðendur. Ólíklegt er þó talið að hann fái að bjóða sig fram. 20. ágúst 2018 15:29
Brasilískur forsetaframbjóðandi stunginn með hníf Myndband náðist af því þegar Jair Bolsonaro var stunginn þar sem stuðningsmenn hans báru hann í gegnum fjölmenni á götum Juiz de Fora. 6. september 2018 20:26