Fjörutíu prósent félaga yfir sextíu ára aldri: Alvarleg staða blasir við verði ekki gripið til aðgerða til að auka fjölda lífeindafræðinga á landinu. Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. nóvember 2018 08:00 Það tæki HÍ sjö til tíu ár að mennta fólk í staðinn fyrir þá lífeindafræðinga sem gætu hætt strax. Vísir/vilhelm Nýliðunarvandi ríkir hjá lífeindafræðingum og nú er svo komið að bregðast þarf við ef ekki á illa að fara. Tæplega fjörutíu prósent, 112 af 289, virkra félagsmanna í Félagi lífeindafræðinga (FL) er yfir sextíu ára aldri. Formaður FL segir að fyrst hafi verið varað við stöðunni fyrir tæpum áratug. „Vandinn er mjög margþættur, bæði hvað varðar orsakir og lausnir. Langvarandi ráðningabann var hjá ríkinu á ákveðnu tímabili sem olli því að lífeindafræðingar streymdu inn á almenna markaðinn. Heilu árgangana vantar því í störf hjá ríkinu,“ segir Alda M. Hauksdóttir, formaður FL. Samtímis hafi tækniframfarir verið miklar í geiranum og framlegð hvers starfsmanns aukist í samræmi við það. Það hafi valdið því að ráðamenn hafi látið viðvörunarorð um nýliðunarvanda og skort á mannafla sem vind um eyru þjóta. „Þó að ríkið nái öllum nýútskrifuðum til sín næstu fimmtán árin væri það enn í halla. Stærstur hluti þeirra sem eru yfir sextugu er í B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og gætu hætt á morgun ef þeir kysu svo. Það tekur Háskóla Íslands sennilega um sjö til tíu ár að mennta fólk í staðinn,“ segir Alda. Hvað menntunina varðar eru einnig hindranir. Til að geta hlotið réttindi sem lífeindafræðingur þarf að ljúka starfsnámi sem er ólaunað. Þá vantar rannsóknarstofurnar oft fjármagn til að geta tekið á móti fleiri nemum þar sem ekki eru til nægilega margir leiðbeinendur.Alda Margrét Hauksdóttir, formaður FL.„Ríkið er alls ekki samkeppnishæft um launakjör við almenna markaðinn auk þess sem vinnutími og binding hjá stofnunum er ekki aðlaðandi fyrir yngri kynslóðina. Hún sættir sig ekki við að vinna alla daga, allar nætur og hátíðisdaga,“ segir Alda. Verði ekkert að gert blasir við að ráða þurfi erlent starfsfólk. Sá möguleiki er tækur en Alda segir að tungumálaörðugleikar og mismunandi menntunarstig milli landa geti haft áhrif. Mikilvægt sé að lífeindafræðingur skilji bæði það sem fram fer á rannsóknarstofunni og sjúklinginn sjálfan. „Það er nauðsynlegt að auka fjármagn til verklegs og klínísks náms lífeindafræðinga svo að að lágmarki fimmtán á ári útskrifist með diplómagráðu. Þá þyrfti einnig að setja hvata í háskólanámið til að liðka fyrir lausninni. Mögulega væri hægt að bjóða nemanda styrk í stað láns sýni hann eðlilega námsframvindu á meðan verið er að mæta brýnustu þörfinni,“ segir Alda. Einnig leggur hún til að diplómaárið verði styrkhæft og með því myndist hvatning fyrir þá sem lokið hafa BS-prófi til að fara í diplómanámið til að öðlast starfsréttindi sem lífeindafræðingur. Að endingu þurfi að bæta starfskjörin hjá ríkinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Nýliðunarvandi ríkir hjá lífeindafræðingum og nú er svo komið að bregðast þarf við ef ekki á illa að fara. Tæplega fjörutíu prósent, 112 af 289, virkra félagsmanna í Félagi lífeindafræðinga (FL) er yfir sextíu ára aldri. Formaður FL segir að fyrst hafi verið varað við stöðunni fyrir tæpum áratug. „Vandinn er mjög margþættur, bæði hvað varðar orsakir og lausnir. Langvarandi ráðningabann var hjá ríkinu á ákveðnu tímabili sem olli því að lífeindafræðingar streymdu inn á almenna markaðinn. Heilu árgangana vantar því í störf hjá ríkinu,“ segir Alda M. Hauksdóttir, formaður FL. Samtímis hafi tækniframfarir verið miklar í geiranum og framlegð hvers starfsmanns aukist í samræmi við það. Það hafi valdið því að ráðamenn hafi látið viðvörunarorð um nýliðunarvanda og skort á mannafla sem vind um eyru þjóta. „Þó að ríkið nái öllum nýútskrifuðum til sín næstu fimmtán árin væri það enn í halla. Stærstur hluti þeirra sem eru yfir sextugu er í B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og gætu hætt á morgun ef þeir kysu svo. Það tekur Háskóla Íslands sennilega um sjö til tíu ár að mennta fólk í staðinn,“ segir Alda. Hvað menntunina varðar eru einnig hindranir. Til að geta hlotið réttindi sem lífeindafræðingur þarf að ljúka starfsnámi sem er ólaunað. Þá vantar rannsóknarstofurnar oft fjármagn til að geta tekið á móti fleiri nemum þar sem ekki eru til nægilega margir leiðbeinendur.Alda Margrét Hauksdóttir, formaður FL.„Ríkið er alls ekki samkeppnishæft um launakjör við almenna markaðinn auk þess sem vinnutími og binding hjá stofnunum er ekki aðlaðandi fyrir yngri kynslóðina. Hún sættir sig ekki við að vinna alla daga, allar nætur og hátíðisdaga,“ segir Alda. Verði ekkert að gert blasir við að ráða þurfi erlent starfsfólk. Sá möguleiki er tækur en Alda segir að tungumálaörðugleikar og mismunandi menntunarstig milli landa geti haft áhrif. Mikilvægt sé að lífeindafræðingur skilji bæði það sem fram fer á rannsóknarstofunni og sjúklinginn sjálfan. „Það er nauðsynlegt að auka fjármagn til verklegs og klínísks náms lífeindafræðinga svo að að lágmarki fimmtán á ári útskrifist með diplómagráðu. Þá þyrfti einnig að setja hvata í háskólanámið til að liðka fyrir lausninni. Mögulega væri hægt að bjóða nemanda styrk í stað láns sýni hann eðlilega námsframvindu á meðan verið er að mæta brýnustu þörfinni,“ segir Alda. Einnig leggur hún til að diplómaárið verði styrkhæft og með því myndist hvatning fyrir þá sem lokið hafa BS-prófi til að fara í diplómanámið til að öðlast starfsréttindi sem lífeindafræðingur. Að endingu þurfi að bæta starfskjörin hjá ríkinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent