Tugþúsundir flýja skógarelda í Kaliforníu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. nóvember 2018 23:15 Eldarnir hafa farið mjög hratt yfir. AP/Brian Little Yfirvöld í norðurhluta Kaliforníu-ríkis í Bandaríkjunum hafa skipað tugþúsund íbúa ríkisins að að flýja skógarelda sem fara hratt yfir. Sumir þurfti beinlínis að aka í gegnum eldtungurnar til þess að komast í burtu. Öllum 27 þúsund íbúum Paradise Town var skipað að yfirgefa heimili sín en bærinn er í um 300 kílómetra fjarlægð frá San Fransisco. Í samtali við fréttastofu AP sagði Gina Oviedo að ástandið í bænum hafi verið skelfilegt. Fólk hafi þurft að flýja undan eldinum með hraði, sumir haldandi á börnum og gæludýrum. Fyrstu fregnir af eldunum bárust í morgunsárið en á aðeins sex tímum náðu eldarnir yfir 69 ferkílómetra svæði. Lítill raki er í loftinu þessa dagana auk þess sem mjög hvasst hefur verið en það eru kjöraðstæður fyrir skógarelda að sögn talsmanns slökkviliðsins á svæðinu. Shari Bernacett, sem rekur húsbílasvæði í Paradise Town, segir að hún hafi aðeins fengið nokkrar mínútur til þess að láta íbúa á svæðinu vita af eldunum og að yfirgefa þyrfti svæðið. „Eiginmaðurinn reyndi að vara sem flesta við. Öll hæðin var logandi. Guð hjálpi okkur,“ sagði hún. Þau hafi síðan rétt náð að komast í bílinn áður en þeim tókst að aka í gegnum eldtungurnar og á öruggt svæði. Bandaríkin Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Innlent Fleiri fréttir Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Sjá meira
Yfirvöld í norðurhluta Kaliforníu-ríkis í Bandaríkjunum hafa skipað tugþúsund íbúa ríkisins að að flýja skógarelda sem fara hratt yfir. Sumir þurfti beinlínis að aka í gegnum eldtungurnar til þess að komast í burtu. Öllum 27 þúsund íbúum Paradise Town var skipað að yfirgefa heimili sín en bærinn er í um 300 kílómetra fjarlægð frá San Fransisco. Í samtali við fréttastofu AP sagði Gina Oviedo að ástandið í bænum hafi verið skelfilegt. Fólk hafi þurft að flýja undan eldinum með hraði, sumir haldandi á börnum og gæludýrum. Fyrstu fregnir af eldunum bárust í morgunsárið en á aðeins sex tímum náðu eldarnir yfir 69 ferkílómetra svæði. Lítill raki er í loftinu þessa dagana auk þess sem mjög hvasst hefur verið en það eru kjöraðstæður fyrir skógarelda að sögn talsmanns slökkviliðsins á svæðinu. Shari Bernacett, sem rekur húsbílasvæði í Paradise Town, segir að hún hafi aðeins fengið nokkrar mínútur til þess að láta íbúa á svæðinu vita af eldunum og að yfirgefa þyrfti svæðið. „Eiginmaðurinn reyndi að vara sem flesta við. Öll hæðin var logandi. Guð hjálpi okkur,“ sagði hún. Þau hafi síðan rétt náð að komast í bílinn áður en þeim tókst að aka í gegnum eldtungurnar og á öruggt svæði.
Bandaríkin Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Innlent Fleiri fréttir Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Sjá meira