Raunvextir enn lágir á Íslandi í sögulegu samhengi Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. nóvember 2018 20:15 Már Guðmundsson seðlabankastjóri í pontu á peningamálafundi Viðskiptaráðs Íslands í morgun. Vísir/Einar Árnason Seðlabankastjóri segir raunvexti enn lága á Íslandi í sögulegu samhengi þrátt fyrir vaxtahækkunina í gær en þeir eru núna rúmlega eitt prósent miðað við forsendur sem Seðlabankinn styðst við. Könnun Seðlabankans meðal starfsmanna á fjármálamarkaði leiddi í ljós flestir þeirra bjuggust við vaxtahækkun. Sú ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að hækka meginvexti Seðlabankans um 0,25 prósentur í 4,5% vakti mjög hörð viðbrögð hjá forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar gær. „Við megum ekki gleyma því að raunvextir eru núna í sögulegu samhengi, sérstaklega langtímavextirnir, enn lágir á Íslandi. Hæpið er hins vegar að tæplega 1% raunvextir dugi til í þjóðarbúi sem er við fulla atvinnu og rúmlega það, verðbólga er þegar yfir markmiði en á leiðinni upp, spenna er enn til staðar og hagvöxtur er að nálgast jafnvægisvöxt en ofan frá,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri í ræðu á peningamálafundi Viðskiptaráðs Íslands í morgun. Seðlabankinn kannar reglulega væntingar svokallaðra markaðsaðila til verðbólgu. Hér er í raun um að ræða starfsfólk fjármálafyrirtækja en þátttakendur eru rekstrarfélög, greiningardeildir, lífeyrissjóðir, verðbréfamiðlanir og eignastýringarfyrirtæki. „Ekki er hægt að segja að vaxtahækkunin hafi komið markaðsaðilum á óvart. Samkvæmt könnun á væntingum markaðsaðila sem Seðlabankinn birti á mánudaginn þá bjuggust þeir flestir við því að vextir yrðu hækkaðir um 0,25 prósentur fyrir áramót,“ sagði Már. Greint var frá niðurstöðum könnunarinnar á vef Seðlabankans á mánudag, daginn áður en peningastefnunefnd tók ákvörðun um vextina. Miðað við miðgildi svara í könnuninni bjuggust markaðsaðilar við að meginvextir Seðlabankans myndu hækka um 0,25 prósentur í 4,5%. Íslenska krónan Tengdar fréttir Gengi hinnar sveiflukenndu krónu vart haggast þrátt fyrir stórar fréttir úr viðskiptalífinu Sveiflur á gengi krónunnar í október voru miklar en gengið hefur verið stöðugt það sem af er nóvembermánuði. 8. nóvember 2018 16:00 Frekari vaxtahækkanir í kortunum Aðalhagfræðingur Kviku segir ekki ólíklegt að fleiri vaxtahækkanir fylgi í kjölfarið á vaxtahækkun Seðlabankans í gær. Forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins segir hækkunina til þess fallna að hraða kólnun hagkerfisins. 8. nóvember 2018 08:00 Formaður VR segir Seðlabankann lýsa yfir stríði við verkalýðshreyfinguna Miðstjórn Alþýðusambandsins lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að hækka stýrivexti. 7. nóvember 2018 18:30 Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Sjá meira
Seðlabankastjóri segir raunvexti enn lága á Íslandi í sögulegu samhengi þrátt fyrir vaxtahækkunina í gær en þeir eru núna rúmlega eitt prósent miðað við forsendur sem Seðlabankinn styðst við. Könnun Seðlabankans meðal starfsmanna á fjármálamarkaði leiddi í ljós flestir þeirra bjuggust við vaxtahækkun. Sú ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að hækka meginvexti Seðlabankans um 0,25 prósentur í 4,5% vakti mjög hörð viðbrögð hjá forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar gær. „Við megum ekki gleyma því að raunvextir eru núna í sögulegu samhengi, sérstaklega langtímavextirnir, enn lágir á Íslandi. Hæpið er hins vegar að tæplega 1% raunvextir dugi til í þjóðarbúi sem er við fulla atvinnu og rúmlega það, verðbólga er þegar yfir markmiði en á leiðinni upp, spenna er enn til staðar og hagvöxtur er að nálgast jafnvægisvöxt en ofan frá,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri í ræðu á peningamálafundi Viðskiptaráðs Íslands í morgun. Seðlabankinn kannar reglulega væntingar svokallaðra markaðsaðila til verðbólgu. Hér er í raun um að ræða starfsfólk fjármálafyrirtækja en þátttakendur eru rekstrarfélög, greiningardeildir, lífeyrissjóðir, verðbréfamiðlanir og eignastýringarfyrirtæki. „Ekki er hægt að segja að vaxtahækkunin hafi komið markaðsaðilum á óvart. Samkvæmt könnun á væntingum markaðsaðila sem Seðlabankinn birti á mánudaginn þá bjuggust þeir flestir við því að vextir yrðu hækkaðir um 0,25 prósentur fyrir áramót,“ sagði Már. Greint var frá niðurstöðum könnunarinnar á vef Seðlabankans á mánudag, daginn áður en peningastefnunefnd tók ákvörðun um vextina. Miðað við miðgildi svara í könnuninni bjuggust markaðsaðilar við að meginvextir Seðlabankans myndu hækka um 0,25 prósentur í 4,5%.
Íslenska krónan Tengdar fréttir Gengi hinnar sveiflukenndu krónu vart haggast þrátt fyrir stórar fréttir úr viðskiptalífinu Sveiflur á gengi krónunnar í október voru miklar en gengið hefur verið stöðugt það sem af er nóvembermánuði. 8. nóvember 2018 16:00 Frekari vaxtahækkanir í kortunum Aðalhagfræðingur Kviku segir ekki ólíklegt að fleiri vaxtahækkanir fylgi í kjölfarið á vaxtahækkun Seðlabankans í gær. Forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins segir hækkunina til þess fallna að hraða kólnun hagkerfisins. 8. nóvember 2018 08:00 Formaður VR segir Seðlabankann lýsa yfir stríði við verkalýðshreyfinguna Miðstjórn Alþýðusambandsins lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að hækka stýrivexti. 7. nóvember 2018 18:30 Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Sjá meira
Gengi hinnar sveiflukenndu krónu vart haggast þrátt fyrir stórar fréttir úr viðskiptalífinu Sveiflur á gengi krónunnar í október voru miklar en gengið hefur verið stöðugt það sem af er nóvembermánuði. 8. nóvember 2018 16:00
Frekari vaxtahækkanir í kortunum Aðalhagfræðingur Kviku segir ekki ólíklegt að fleiri vaxtahækkanir fylgi í kjölfarið á vaxtahækkun Seðlabankans í gær. Forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins segir hækkunina til þess fallna að hraða kólnun hagkerfisins. 8. nóvember 2018 08:00
Formaður VR segir Seðlabankann lýsa yfir stríði við verkalýðshreyfinguna Miðstjórn Alþýðusambandsins lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að hækka stýrivexti. 7. nóvember 2018 18:30