Segir engan hafa „pikkað upp“ komu Piu í tilkynningu Hersir Aron Ólafsson skrifar 22. júlí 2018 14:00 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, gat ekki samvisku sinnar vegna mætt á hátíðarfundinn. Fréttablaðið/Anton Þingflokksformaður Pírata segir að ekki hafi verið haft samráð við flokkinn um komu Piu Kjærsgaard á hátíðarfund Alþingis á miðvikudag, þrátt fyrir að koma hennar hafi verið boðuð í fréttatilkynningu í apríl. Þingmaður Vinstri grænna telur málflutninginn ótrúverðugan og segir þingmenn þurfa að taka ábyrgð á sjálfum sér.Sniðgengu fundinn vegna Kjærsgaard Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata og Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, voru meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. Þórhildur Sunna segir þingmenn Pírata undanfarna daga hafa legið yfir því hvernig koma danska þingforsetans Piu Kjærsgaard var skipulögð, en Píratar sniðgengu fundinn vegna hennar, og vísuðu til hræðilegra og andlýðræðislegra skoðana Kjærsgaard, þá sérstaklega í innflytjendamálum. „Það sem við komumst svona næst er að í ágúst í fyrra, ef ég man rétt, þá hafi forseti fengið umboð frá þingflokksformönnum og forsætisnefnd þess tíma til þess að skipuleggja þennan fund nánar. Þar kom fram í fundargerð forsætisnefndar að það yrði mögulega ávarp frá erlendum gestum. Svo var þar innan sviga að mögulega yrði það danski þingforsetinn,“ segir Þórhildur Sunna.Sami fulltrúi Pírata í nefndinni Kolbeinn gagnrýnir málflutninginn og telur ólíklegt að Píratar hafi ekkert vitað af komu Kjærsgaard. „Þetta er búið að liggja fyrir síðan í ágúst í fyrra. Þetta er ekki eins og Steingrímur hafi verið einn í Danmörku í apríl. Þetta var ferð forsætisnefndar og svo fer hann og hittir Piu. Það átti öllum sem virkilega voru eitthvað að velta þessu fyrir sér að vera það ljóst sem sátu í þessum nefndum. Ég veit ekki betur en að það hafi verið sami fulltrúi Pírata sem sat þá, Jón Þór Ólafsson,“ segir Kolbeinn. Þórhildur Sunna segir að betra samráð hefði þurft að eiga sér stað inni á sjálfu Alþingi.Birt neðst í lítilli fréttatilkynningu „Svo hefur verið vísað í það að það birtist þarna einhver lítil fréttatilkynning undir yfirskriftinni að forseti Alþingis hefði sagt danska þjóðþinginu frá hátíðarhöldunum vegna 100 ára afmælisins og þar neðst kemur fram að Pia Kjærsgaard muni flytja ávarp, jújú, það kemur fram. En það pikkar það enginn upp, ekki við og ekki neinn að mér vitandi,“ segir Þórhildur Sunna. „Mér finnst þetta narratíf sem er búið að vera að búa til, eins og það hafi verið eitthvað agenda hjá fyrst Unni Brá og svo Steingrími J. Sigfússyni, að lauma Piu Kjærsgaard inn og halda því leyndu fram á síðustu stundu. Ég verð bara að segja það, þetta er ekki trúverðugt, bara því miður, og mér finnst að fólk verði aðeins að taka ábyrgð á sjálfu sér,“ segir Kolbeinn. Tengdar fréttir Logi segir embætti Kjærsgaard ekki gefa henni fjarvistarsönnun frá skoðunum hennar Formaður Samfylkingarinnar er ekki sáttur við stefnubreytingu danskra jafnaðarmanna í útlendingamála sem beri keim af því að flokkurinn sé að reyna að ná sér í skammtíma vinsældir. 20. júlí 2018 18:30 Hlutverk Kjærsgaard í hátíðardagskrá kynnt forsætisnefnd í ágúst í fyrra Fulltrúum, sem sátu í forsætisnefnd Alþingis fyrir síðustu kosningar, hefði mátt vera ljóst hlutverk Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, í hátíðardagskrá þingfundarins sem haldinn var á Þingvöllum síðastliðinn miðvikudag. 20. júlí 2018 16:07 Elísabet Ronaldsdóttir skilar fálkaorðunni: „Get ekki verið í riddaraklúbbi með kynþáttahatara“ Gerir það eftir að hún komst að því að Pia Kjærsgaard hefði fengið fálkaorðuna. 20. júlí 2018 21:16 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Þingflokksformaður Pírata segir að ekki hafi verið haft samráð við flokkinn um komu Piu Kjærsgaard á hátíðarfund Alþingis á miðvikudag, þrátt fyrir að koma hennar hafi verið boðuð í fréttatilkynningu í apríl. Þingmaður Vinstri grænna telur málflutninginn ótrúverðugan og segir þingmenn þurfa að taka ábyrgð á sjálfum sér.Sniðgengu fundinn vegna Kjærsgaard Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata og Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, voru meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. Þórhildur Sunna segir þingmenn Pírata undanfarna daga hafa legið yfir því hvernig koma danska þingforsetans Piu Kjærsgaard var skipulögð, en Píratar sniðgengu fundinn vegna hennar, og vísuðu til hræðilegra og andlýðræðislegra skoðana Kjærsgaard, þá sérstaklega í innflytjendamálum. „Það sem við komumst svona næst er að í ágúst í fyrra, ef ég man rétt, þá hafi forseti fengið umboð frá þingflokksformönnum og forsætisnefnd þess tíma til þess að skipuleggja þennan fund nánar. Þar kom fram í fundargerð forsætisnefndar að það yrði mögulega ávarp frá erlendum gestum. Svo var þar innan sviga að mögulega yrði það danski þingforsetinn,“ segir Þórhildur Sunna.Sami fulltrúi Pírata í nefndinni Kolbeinn gagnrýnir málflutninginn og telur ólíklegt að Píratar hafi ekkert vitað af komu Kjærsgaard. „Þetta er búið að liggja fyrir síðan í ágúst í fyrra. Þetta er ekki eins og Steingrímur hafi verið einn í Danmörku í apríl. Þetta var ferð forsætisnefndar og svo fer hann og hittir Piu. Það átti öllum sem virkilega voru eitthvað að velta þessu fyrir sér að vera það ljóst sem sátu í þessum nefndum. Ég veit ekki betur en að það hafi verið sami fulltrúi Pírata sem sat þá, Jón Þór Ólafsson,“ segir Kolbeinn. Þórhildur Sunna segir að betra samráð hefði þurft að eiga sér stað inni á sjálfu Alþingi.Birt neðst í lítilli fréttatilkynningu „Svo hefur verið vísað í það að það birtist þarna einhver lítil fréttatilkynning undir yfirskriftinni að forseti Alþingis hefði sagt danska þjóðþinginu frá hátíðarhöldunum vegna 100 ára afmælisins og þar neðst kemur fram að Pia Kjærsgaard muni flytja ávarp, jújú, það kemur fram. En það pikkar það enginn upp, ekki við og ekki neinn að mér vitandi,“ segir Þórhildur Sunna. „Mér finnst þetta narratíf sem er búið að vera að búa til, eins og það hafi verið eitthvað agenda hjá fyrst Unni Brá og svo Steingrími J. Sigfússyni, að lauma Piu Kjærsgaard inn og halda því leyndu fram á síðustu stundu. Ég verð bara að segja það, þetta er ekki trúverðugt, bara því miður, og mér finnst að fólk verði aðeins að taka ábyrgð á sjálfu sér,“ segir Kolbeinn.
Tengdar fréttir Logi segir embætti Kjærsgaard ekki gefa henni fjarvistarsönnun frá skoðunum hennar Formaður Samfylkingarinnar er ekki sáttur við stefnubreytingu danskra jafnaðarmanna í útlendingamála sem beri keim af því að flokkurinn sé að reyna að ná sér í skammtíma vinsældir. 20. júlí 2018 18:30 Hlutverk Kjærsgaard í hátíðardagskrá kynnt forsætisnefnd í ágúst í fyrra Fulltrúum, sem sátu í forsætisnefnd Alþingis fyrir síðustu kosningar, hefði mátt vera ljóst hlutverk Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, í hátíðardagskrá þingfundarins sem haldinn var á Þingvöllum síðastliðinn miðvikudag. 20. júlí 2018 16:07 Elísabet Ronaldsdóttir skilar fálkaorðunni: „Get ekki verið í riddaraklúbbi með kynþáttahatara“ Gerir það eftir að hún komst að því að Pia Kjærsgaard hefði fengið fálkaorðuna. 20. júlí 2018 21:16 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Logi segir embætti Kjærsgaard ekki gefa henni fjarvistarsönnun frá skoðunum hennar Formaður Samfylkingarinnar er ekki sáttur við stefnubreytingu danskra jafnaðarmanna í útlendingamála sem beri keim af því að flokkurinn sé að reyna að ná sér í skammtíma vinsældir. 20. júlí 2018 18:30
Hlutverk Kjærsgaard í hátíðardagskrá kynnt forsætisnefnd í ágúst í fyrra Fulltrúum, sem sátu í forsætisnefnd Alþingis fyrir síðustu kosningar, hefði mátt vera ljóst hlutverk Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, í hátíðardagskrá þingfundarins sem haldinn var á Þingvöllum síðastliðinn miðvikudag. 20. júlí 2018 16:07
Elísabet Ronaldsdóttir skilar fálkaorðunni: „Get ekki verið í riddaraklúbbi með kynþáttahatara“ Gerir það eftir að hún komst að því að Pia Kjærsgaard hefði fengið fálkaorðuna. 20. júlí 2018 21:16