Bíleigendur komi í veg fyrir lögbrot annarra: „Skemmtileg bjartsýni hjá löggjafanum“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 22. júlí 2018 20:00 Hægt verður að sekta bíleigendur fyrir lögbrot sem aðrir fremja við notkun bílsins verði drög að nýjum umferðarlögum að veruleika. Sérfræðingur telur ýmislegt athugavert við frumvarpið og framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir óásættanlegt að setja lög sem miða beinlínis að því að refsa röngum aðilum. Í 93. grein frumvarpsdraganna segir meðal annars að gera megi eiganda eða umráðamanni vélknúins ökutækis sekt ef ökutækið er notað við hraðakstursbrot eða akstur gegn rauðu ljósi, og brotið næst í löggæslumyndavél. Ekki er gerð krafa um neina þátttöku bíleigandans í brotinu.Ákvæðum af þessum toga farið fækkandi „Þetta eru svona ákvæði sem eru algjör undantekning í íslenskri refsilöggjöf og hefur farið fækkandi á síðustu árum, enda hafa nokkur ákvæði raunar ekki verið talin nægilega skýr svo unnt sé að byggja á þeim sem refsiheimild,“ segir Jón Þór Ólason, lögmaður og lektor í refsirétti við lagadeild Háskóla Íslands. „Við sem hagsmunasamtök getum bara ekki sætt okkur við að löggjafinn sé að setja reglur til að ná inn peningum frá röngum aðila,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar um frumvarpsdrögin.Bíleigendur hafi virkt eftirlit með ökutæki sínu Ákvæðið er rökstutt með eins konar skilvirknissjónarmiðum, enda þurfi aðeins að ganga úr skugga um hver sé eigandi eða umráðamaður til að beita sektum. Þá segir einnig að að bíleigendum sé með þessu gert skylt að hafa virkt eftirlit með ökutækinu og gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir lögbrot annarra. Jón Þór segir að þó slík ákvæði standist í sjálfu sér Mannréttindasáttmála Evrópu og stjórnarskrá virðist frumvarpið þarfnast nokkurrar endurskoðunar. „Aukinheldur finnst mér skemmtileg bjartsýni hjá löggjafanum eins og kemur fram í frumvarpsdrögunum að umráðamenn eða eigendur bifreiðar eigi að geta komið í veg fyrir brot annarra með því að lána þeim bifreiðina. Það er í raun ekkert skýrt hvernig það á að vera, er það bara með einföldu tiltali?“ segir Jón Þór.Bílaleigur taka skellinn Jóhannes bendir á að reglurnar bitni sérstaklega á bílaleigum, sem geta ekki einhliða rukkað ferðamenn um sektir – þegar þeir eru farnir úr landi - vegna reglna í kortaviðskiptum. Erfitt sé fyrir slík fyrirtæki að koma í veg fyrir lögbrot viðskiptavina. „Í hverjum einasta bíl hjá flestum bílaleigum, ef ekki öllum, eru upplýsingar um hraðatakmarkanir á Íslandi. Það er öllum ljóst sem tekið hafa ökupróf að þeim skal fylgja, það er ekkert öðruvísi á Íslandi heldur en annars staðar. Þannig að þetta eru skringilegar ástæður,“ segir Jóhannes. Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Sjá meira
Hægt verður að sekta bíleigendur fyrir lögbrot sem aðrir fremja við notkun bílsins verði drög að nýjum umferðarlögum að veruleika. Sérfræðingur telur ýmislegt athugavert við frumvarpið og framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir óásættanlegt að setja lög sem miða beinlínis að því að refsa röngum aðilum. Í 93. grein frumvarpsdraganna segir meðal annars að gera megi eiganda eða umráðamanni vélknúins ökutækis sekt ef ökutækið er notað við hraðakstursbrot eða akstur gegn rauðu ljósi, og brotið næst í löggæslumyndavél. Ekki er gerð krafa um neina þátttöku bíleigandans í brotinu.Ákvæðum af þessum toga farið fækkandi „Þetta eru svona ákvæði sem eru algjör undantekning í íslenskri refsilöggjöf og hefur farið fækkandi á síðustu árum, enda hafa nokkur ákvæði raunar ekki verið talin nægilega skýr svo unnt sé að byggja á þeim sem refsiheimild,“ segir Jón Þór Ólason, lögmaður og lektor í refsirétti við lagadeild Háskóla Íslands. „Við sem hagsmunasamtök getum bara ekki sætt okkur við að löggjafinn sé að setja reglur til að ná inn peningum frá röngum aðila,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar um frumvarpsdrögin.Bíleigendur hafi virkt eftirlit með ökutæki sínu Ákvæðið er rökstutt með eins konar skilvirknissjónarmiðum, enda þurfi aðeins að ganga úr skugga um hver sé eigandi eða umráðamaður til að beita sektum. Þá segir einnig að að bíleigendum sé með þessu gert skylt að hafa virkt eftirlit með ökutækinu og gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir lögbrot annarra. Jón Þór segir að þó slík ákvæði standist í sjálfu sér Mannréttindasáttmála Evrópu og stjórnarskrá virðist frumvarpið þarfnast nokkurrar endurskoðunar. „Aukinheldur finnst mér skemmtileg bjartsýni hjá löggjafanum eins og kemur fram í frumvarpsdrögunum að umráðamenn eða eigendur bifreiðar eigi að geta komið í veg fyrir brot annarra með því að lána þeim bifreiðina. Það er í raun ekkert skýrt hvernig það á að vera, er það bara með einföldu tiltali?“ segir Jón Þór.Bílaleigur taka skellinn Jóhannes bendir á að reglurnar bitni sérstaklega á bílaleigum, sem geta ekki einhliða rukkað ferðamenn um sektir – þegar þeir eru farnir úr landi - vegna reglna í kortaviðskiptum. Erfitt sé fyrir slík fyrirtæki að koma í veg fyrir lögbrot viðskiptavina. „Í hverjum einasta bíl hjá flestum bílaleigum, ef ekki öllum, eru upplýsingar um hraðatakmarkanir á Íslandi. Það er öllum ljóst sem tekið hafa ökupróf að þeim skal fylgja, það er ekkert öðruvísi á Íslandi heldur en annars staðar. Þannig að þetta eru skringilegar ástæður,“ segir Jóhannes.
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Sjá meira