Látum draumana rætast í menntakerfinu Katrín Atladóttir skrifar 8. nóvember 2018 07:00 Látum draumana rætast er yfirskrift menntastefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2030. Við munum ekki geta látið drauma alls ungs fólks rætast án þess að efla list- og verkgreinar í grunnskólum. Samkvæmt rannsóknum hérlendis fer áhugasvið og námsval nemenda oft ekki saman. Þetta birtist í því að nemendur hefja ekki endilega nám sem hentar þeim og þeim er ekki beint í það. Í dag geta börn einungis nefnt fjórar til sex námsleiðir að meðaltali þegar spurt er um aðrar leiðir í námi en hefðbundið nám til stúdentsprófs. Í boði eru um eitt hundrað leiðir. Það blasir við að börnum eru ekki kynntir nægilega vel þeir möguleikar sem eru í boði. Að einhverju leyti er orsökin sú að grunnskólum hefur reynst erfitt að uppfylla gildandi viðmið um list- og verkgreinar aðalnámskrár. Því er mikilvægt að tryggja skólastjórnendum allt sem til þarf til að uppfylla þessi viðmið; aðstöðu og hæft starfsfólk. Einnig kann að vera að forgangsraða þurfi fé betur til þessara mála. Iðnaður skapar fjórðung landsframleiðslu Íslendinga og rúmlega þriðjung gjaldeyristekna. Iðn-, tækni- og verkmenntun er þó enn óæðri í löggjöf, hugsun og framkvæmd. Aðeins sextán prósent nýnema á framhaldsskólastigi skrá sig í iðngreinar á sama tíma og mikil skortur er á iðnmenntuðu vinnuafli. Þessi skekkja milli menntunar og eftirspurnar eftir vinnuafli er þegar mikil og mun trúlega verða enn meiri. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem leggur sveinspróf að jöfnu við stúdentspróf sem inntökuskilyrði í háskóla. Þannig opnast dyr iðnmenntaðra að háskólanámi og ímynd náms og starfa sem tengjast iðnmenntun styrkist. Þá samþykkti skóla- og frístundaráð nýlega að auka vægi þessara greina í grunnskólum í Reykjavík. Samþykktin er ágætis byrjun en mikilvægt er að fylgja málinu vel eftir. Grunnskólar í Reykjavík eru ekki að standa sig nægjanlega vel í að kynna aðrar námsleiðir fyrir börnunum okkar. Við getum ekki aukið áhuga barna á einhverju sem þau þekkja ekki. Efling list- og verkgreina er mikilvægt skref í átt að markmiðinu um að láta draumana rætast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Atladóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Látum draumana rætast er yfirskrift menntastefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2030. Við munum ekki geta látið drauma alls ungs fólks rætast án þess að efla list- og verkgreinar í grunnskólum. Samkvæmt rannsóknum hérlendis fer áhugasvið og námsval nemenda oft ekki saman. Þetta birtist í því að nemendur hefja ekki endilega nám sem hentar þeim og þeim er ekki beint í það. Í dag geta börn einungis nefnt fjórar til sex námsleiðir að meðaltali þegar spurt er um aðrar leiðir í námi en hefðbundið nám til stúdentsprófs. Í boði eru um eitt hundrað leiðir. Það blasir við að börnum eru ekki kynntir nægilega vel þeir möguleikar sem eru í boði. Að einhverju leyti er orsökin sú að grunnskólum hefur reynst erfitt að uppfylla gildandi viðmið um list- og verkgreinar aðalnámskrár. Því er mikilvægt að tryggja skólastjórnendum allt sem til þarf til að uppfylla þessi viðmið; aðstöðu og hæft starfsfólk. Einnig kann að vera að forgangsraða þurfi fé betur til þessara mála. Iðnaður skapar fjórðung landsframleiðslu Íslendinga og rúmlega þriðjung gjaldeyristekna. Iðn-, tækni- og verkmenntun er þó enn óæðri í löggjöf, hugsun og framkvæmd. Aðeins sextán prósent nýnema á framhaldsskólastigi skrá sig í iðngreinar á sama tíma og mikil skortur er á iðnmenntuðu vinnuafli. Þessi skekkja milli menntunar og eftirspurnar eftir vinnuafli er þegar mikil og mun trúlega verða enn meiri. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem leggur sveinspróf að jöfnu við stúdentspróf sem inntökuskilyrði í háskóla. Þannig opnast dyr iðnmenntaðra að háskólanámi og ímynd náms og starfa sem tengjast iðnmenntun styrkist. Þá samþykkti skóla- og frístundaráð nýlega að auka vægi þessara greina í grunnskólum í Reykjavík. Samþykktin er ágætis byrjun en mikilvægt er að fylgja málinu vel eftir. Grunnskólar í Reykjavík eru ekki að standa sig nægjanlega vel í að kynna aðrar námsleiðir fyrir börnunum okkar. Við getum ekki aukið áhuga barna á einhverju sem þau þekkja ekki. Efling list- og verkgreina er mikilvægt skref í átt að markmiðinu um að láta draumana rætast.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar