Skorpulifur verður æ algengari hér á landi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 8. nóvember 2018 07:00 Bjór í hillum í verslun ÁTVR, Ríkinu, sem er eina verslunin sem selja má áfengi. fréttablaðið/ernir Nýgengi á skorpulifur vegna áfengisneyslu hefur aukist um 10 prósent á ári,“ segir Einar Stefán Björnsson, prófessor og yfirlæknir í lyflækningum við læknadeild Háskóla Íslands. Niðurstöður rannsóknar þessa efnis verða kynntar á íslenska lyflæknaþinginu sem fer fram í Hörpu um næstu mánaðamót. „Við erum að nálgast mjög mikið tíðni skorpulifrar á Norðurlöndunum,“ segir Einar og bendir á að árið 1980 hafi Íslendingar drukkið að meðaltali 4 lítra af áfengi á ári en neyslan hafi aukist um helming síðan þá og sé komin upp í 8 lítra. Fjölgun í nýgengi á skorpulifur og bráðri brisbólgu hefur orðið samfara þessari auknu áfengisneyslu.Lifrin bregst aðeins sumum Áfengi virðist hins vegar ekki valda lifrarsjúkdómum hjá öllum sem ofnota áfengi. „Hjá þeim sem ofnota alkóhól eru 15 til 20 prósent sem fá skorpulifur og við vitum ekki af hverju sumir fá þetta og aðrir ekki,“ segir Einar. Einar segir hins vegar að það sé þekkt að þegar neysla áfengis aukist í þjóðfélaginu þá aukist tíðni skorpulifrar. Karlar eru í miklum meirihluta þeirra sem greinast, eða 70 prósent. Einar segir að þrátt fyrir að konur séu í minnihluta þeirra sem greinast hafi líka verið sýnt fram á að þær séu viðkvæmari. Þær þurfi minni neyslu til að veikjast í lifur. Meðalaldur við greiningu á skorpulifur er 59 ár og þá eru margir þeirra sem greinast búnir að drekka mjög mikið mjög lengi.Léttvínið ekkert betra en vodki Einar segir að rannsóknum beri ekki saman um áhrif mismunandi tegunda áfengis á lifrina. Í danskri rannsókn var sýnt fram á að þeir sem drykkju frekar léttvín en bjór eða sterkt vín væru ekki eins líklegir til að fá skorpulifur. Í ítalskri rannsókn var ekki hægt að slá þessu föstu og niðurstöður þeirrar rannsóknar voru að skorpulifur væri jafnalgeng meðal þeirra sem drykkju frekar léttvín. Einar segir eina rannsókn hafa verið gerða um þetta hér á landi. „Við bárum saman þá sem voru á Vogi og höfðu ekki fengið skorpulifur við þá sem greinst höfðu og fundum mjög lítinn mun á áfengisdrykkjunni.“Dagdrykkjan er verst Það sem hins vegar skiptir sköpum, segir Einar, er mynstur drykkjunnar. Þeir sem dreifa drykkjunni á marga daga eða drekka daglega eru líklegri til að fá lifrarsjúkdóma. „Skorpulifur og lifrarsjúkdómar voru mjög sjaldgæfir á Íslandi hér áður fyrr og meðal skýringa á því er að menn voru bara að drekka um helgar. Nú er fólk farið að drekka meira á virkum dögum og dreifa drykkjunni á fleiri daga og það eykur mjög álagið á lifrina. XSkaðar heilann að sturta í sig Einar mælir þó ekki með því að við skiptum beint aftur í gamla gírinn og dettum frekar í það um helgar enda þurfi að huga að fleiri líffærum en bara lifrinni. Áfengi hefur líka skaðleg áhrif á heilann og miðtaugakerfið sérstaklega ef mikið áfengi er innbyrt í einu lagi. Þá hefur það líka eitrunaráhrif á önnur líffæri eins og bris og smágirni og beinmerg. Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
Nýgengi á skorpulifur vegna áfengisneyslu hefur aukist um 10 prósent á ári,“ segir Einar Stefán Björnsson, prófessor og yfirlæknir í lyflækningum við læknadeild Háskóla Íslands. Niðurstöður rannsóknar þessa efnis verða kynntar á íslenska lyflæknaþinginu sem fer fram í Hörpu um næstu mánaðamót. „Við erum að nálgast mjög mikið tíðni skorpulifrar á Norðurlöndunum,“ segir Einar og bendir á að árið 1980 hafi Íslendingar drukkið að meðaltali 4 lítra af áfengi á ári en neyslan hafi aukist um helming síðan þá og sé komin upp í 8 lítra. Fjölgun í nýgengi á skorpulifur og bráðri brisbólgu hefur orðið samfara þessari auknu áfengisneyslu.Lifrin bregst aðeins sumum Áfengi virðist hins vegar ekki valda lifrarsjúkdómum hjá öllum sem ofnota áfengi. „Hjá þeim sem ofnota alkóhól eru 15 til 20 prósent sem fá skorpulifur og við vitum ekki af hverju sumir fá þetta og aðrir ekki,“ segir Einar. Einar segir hins vegar að það sé þekkt að þegar neysla áfengis aukist í þjóðfélaginu þá aukist tíðni skorpulifrar. Karlar eru í miklum meirihluta þeirra sem greinast, eða 70 prósent. Einar segir að þrátt fyrir að konur séu í minnihluta þeirra sem greinast hafi líka verið sýnt fram á að þær séu viðkvæmari. Þær þurfi minni neyslu til að veikjast í lifur. Meðalaldur við greiningu á skorpulifur er 59 ár og þá eru margir þeirra sem greinast búnir að drekka mjög mikið mjög lengi.Léttvínið ekkert betra en vodki Einar segir að rannsóknum beri ekki saman um áhrif mismunandi tegunda áfengis á lifrina. Í danskri rannsókn var sýnt fram á að þeir sem drykkju frekar léttvín en bjór eða sterkt vín væru ekki eins líklegir til að fá skorpulifur. Í ítalskri rannsókn var ekki hægt að slá þessu föstu og niðurstöður þeirrar rannsóknar voru að skorpulifur væri jafnalgeng meðal þeirra sem drykkju frekar léttvín. Einar segir eina rannsókn hafa verið gerða um þetta hér á landi. „Við bárum saman þá sem voru á Vogi og höfðu ekki fengið skorpulifur við þá sem greinst höfðu og fundum mjög lítinn mun á áfengisdrykkjunni.“Dagdrykkjan er verst Það sem hins vegar skiptir sköpum, segir Einar, er mynstur drykkjunnar. Þeir sem dreifa drykkjunni á marga daga eða drekka daglega eru líklegri til að fá lifrarsjúkdóma. „Skorpulifur og lifrarsjúkdómar voru mjög sjaldgæfir á Íslandi hér áður fyrr og meðal skýringa á því er að menn voru bara að drekka um helgar. Nú er fólk farið að drekka meira á virkum dögum og dreifa drykkjunni á fleiri daga og það eykur mjög álagið á lifrina. XSkaðar heilann að sturta í sig Einar mælir þó ekki með því að við skiptum beint aftur í gamla gírinn og dettum frekar í það um helgar enda þurfi að huga að fleiri líffærum en bara lifrinni. Áfengi hefur líka skaðleg áhrif á heilann og miðtaugakerfið sérstaklega ef mikið áfengi er innbyrt í einu lagi. Þá hefur það líka eitrunaráhrif á önnur líffæri eins og bris og smágirni og beinmerg.
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira