Hann landaði 32 kílóa skrímsli á Bakkafirði Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júlí 2018 21:45 Páll Ágústsson, strandveiðisjómaður frá Seyðisfirði. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Bakkafjörður er orðinn einn vinsælasti útgerðarstaður strandveiðisjómanna. Þar landa þeir stórþorski sem þeir veiða við Langanes og fagna mun hærra fiskverði en í fyrra. Sýnt var frá höfninni á Bakkafirði í fréttum Stöðvar 2. Bakkafjarðarhöfn er meðal þeirra sem lifna hvað mest við þegar strandveiðarnar hefjast á vorin og þegar fréttamenn Stöðvar 2 voru á staðnum streymdu smábátarnir inn til löndunar. Meðal þeirra er Auðbjörg NS frá Seyðisfirði. En hversvegna kýs Seyðfirðingur að róa frá Bakkafirði? „Það er bara hagstæðara með miðin og aflann,“ segir Páll Ágústsson um leið og hann bendir á óvenju væna þorska. „Þetta köllum við átta plús, - kíló. Ég fékk einn um daginn, hann var 32 kíló.“Páll sýnir dæmi um stórþorskana sem veiðast þessa dagana við Langanes.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Páll segist fá aflann á Langanesröst. En er það nýtt hjá honum eða er þetta alltaf að svona stórir þorskar veiðist þarna? „Nei, þetta er núna síðustu tíu ár, eða eitthvað svoleiðis. Þetta var aldrei hér áður, sko,“ segir Páll og lyftir einum stórþorski sem við köllum hreinlega bara skrímsli. „En þessi sem var 32, ég rétt náði honum inn. Hann var erfiður." Á bátafjöldanum er auðséð að Bakkafjörður er vinsæll strandveiðiútgerðarstaður. „Já, ég held að þessi höfn, hún hefur ábyggilega verið oft í öðru eða þriðja sæti á landinu í afla.“ Og hér sjáum við einnig báta meðal annars frá Húsavík og Norðfirði. „Það eru einir fimmtán bátar sem eru að róa héðan núna,“ segir Páll, og eftir að viðtalið var tekið sagði heimamaður okkur að bátarnir væru komnir yfir tuttugu.Strandveiðibátar við löndun á Bakkafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En það sem gleður þá mest; þorskverð hefur hækkað. „Hundrað krónum hærra en í fyrra á þessum fiskum,“ segir Páll og bendir á stóra þorskinn. Þetta er því búbót. „Allavega núna. Það er mikið betra verð heldur en var í fyrra. Það var nú alveg niður í rassgati, sko. Það var nú eiginlega bara til skammar.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Tengdar fréttir Töluverðar breytingar gerðar á strandveiðum á komandi vertíð Svigrúm smábátasjómanna til að ná í aflann verður aukið og pottar fyrir einstök svæði lagðir af. Þess í stað verður einn heildarpottur fyrir öll svæðin. 24. apríl 2018 19:15 Afli í strandveiðum stóraukinn en fáir fást til að stunda veiðar Skýrsla sjávarútvegsmiðstöðvar HA sýnir að strandveiðar eru ekki á góðum stað. Aukinn afli fer inn í kerfið en afkoma sjómanna versnar og þeim fækkar. Mikilvægt að bæta kerfið að einhverju leyti. Sjávarútvegsráðherra segir skýrsluna mikilvægt innlegg. 15. mars 2018 06:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Bakkafjörður er orðinn einn vinsælasti útgerðarstaður strandveiðisjómanna. Þar landa þeir stórþorski sem þeir veiða við Langanes og fagna mun hærra fiskverði en í fyrra. Sýnt var frá höfninni á Bakkafirði í fréttum Stöðvar 2. Bakkafjarðarhöfn er meðal þeirra sem lifna hvað mest við þegar strandveiðarnar hefjast á vorin og þegar fréttamenn Stöðvar 2 voru á staðnum streymdu smábátarnir inn til löndunar. Meðal þeirra er Auðbjörg NS frá Seyðisfirði. En hversvegna kýs Seyðfirðingur að róa frá Bakkafirði? „Það er bara hagstæðara með miðin og aflann,“ segir Páll Ágústsson um leið og hann bendir á óvenju væna þorska. „Þetta köllum við átta plús, - kíló. Ég fékk einn um daginn, hann var 32 kíló.“Páll sýnir dæmi um stórþorskana sem veiðast þessa dagana við Langanes.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Páll segist fá aflann á Langanesröst. En er það nýtt hjá honum eða er þetta alltaf að svona stórir þorskar veiðist þarna? „Nei, þetta er núna síðustu tíu ár, eða eitthvað svoleiðis. Þetta var aldrei hér áður, sko,“ segir Páll og lyftir einum stórþorski sem við köllum hreinlega bara skrímsli. „En þessi sem var 32, ég rétt náði honum inn. Hann var erfiður." Á bátafjöldanum er auðséð að Bakkafjörður er vinsæll strandveiðiútgerðarstaður. „Já, ég held að þessi höfn, hún hefur ábyggilega verið oft í öðru eða þriðja sæti á landinu í afla.“ Og hér sjáum við einnig báta meðal annars frá Húsavík og Norðfirði. „Það eru einir fimmtán bátar sem eru að róa héðan núna,“ segir Páll, og eftir að viðtalið var tekið sagði heimamaður okkur að bátarnir væru komnir yfir tuttugu.Strandveiðibátar við löndun á Bakkafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En það sem gleður þá mest; þorskverð hefur hækkað. „Hundrað krónum hærra en í fyrra á þessum fiskum,“ segir Páll og bendir á stóra þorskinn. Þetta er því búbót. „Allavega núna. Það er mikið betra verð heldur en var í fyrra. Það var nú alveg niður í rassgati, sko. Það var nú eiginlega bara til skammar.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Töluverðar breytingar gerðar á strandveiðum á komandi vertíð Svigrúm smábátasjómanna til að ná í aflann verður aukið og pottar fyrir einstök svæði lagðir af. Þess í stað verður einn heildarpottur fyrir öll svæðin. 24. apríl 2018 19:15 Afli í strandveiðum stóraukinn en fáir fást til að stunda veiðar Skýrsla sjávarútvegsmiðstöðvar HA sýnir að strandveiðar eru ekki á góðum stað. Aukinn afli fer inn í kerfið en afkoma sjómanna versnar og þeim fækkar. Mikilvægt að bæta kerfið að einhverju leyti. Sjávarútvegsráðherra segir skýrsluna mikilvægt innlegg. 15. mars 2018 06:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Töluverðar breytingar gerðar á strandveiðum á komandi vertíð Svigrúm smábátasjómanna til að ná í aflann verður aukið og pottar fyrir einstök svæði lagðir af. Þess í stað verður einn heildarpottur fyrir öll svæðin. 24. apríl 2018 19:15
Afli í strandveiðum stóraukinn en fáir fást til að stunda veiðar Skýrsla sjávarútvegsmiðstöðvar HA sýnir að strandveiðar eru ekki á góðum stað. Aukinn afli fer inn í kerfið en afkoma sjómanna versnar og þeim fækkar. Mikilvægt að bæta kerfið að einhverju leyti. Sjávarútvegsráðherra segir skýrsluna mikilvægt innlegg. 15. mars 2018 06:00