Konur, rísið upp – krefjist samninga við ljósmæður! Kristín Ástgeirsdóttir skrifar 4. júlí 2018 06:00 Sú furðulega staðreynd blasir við að hjúkrunarfræðingar sem ákveða að bæta við sig tveggja ára háskólanámi og gerast ljósmæður lækka í launum. Ætli þetta gerist nokkurs staðar annars staðar á byggðu bóli? Hvernig stendur á því að ríkið leiðréttir ekki þessa fáránlegu vitleysu? Jú, staðan er þannig að í hvert sinn sem reynt er að leiðrétta laun ákveðinna hópa, og þá meina ég að leiðrétta augljóst misrétti, ætlar allt vitlaust að verða. ASÍ notaði bráðnauðsynlega launahækkun grunnskóla- og tónlistarkennara til að lýsa yfir forsendubresti á vinnumarkaði. Það má öllum ljóst vera að þjóðfélag okkar þarf á vel menntuðum kennurum að halda og ekki síður vel menntuðu heilbrigðisstarfsfólki, þar með töldum ljósmæðrum. Hvað er mikilvægara í einu þjóðfélagi en að búa vel að börnum frá fæðingu og til fullorðinsára? Sú var tíð að kvennahreyfingin á Íslandi setti heilbrigðismál og þá sérstaklega heilsu kvenna í öndvegi þegar ríkisvaldið brást. Kvennahreyfingin safnaði ótrúlega miklum peningum til byggingar Landspítala, hún safnaði líka fyrir sérstakri kvennadeild og konur hafa stutt dyggilega við baráttuna gegn brjóstakrabbameini, að ekki sé minnst á Barnaspítala Hringsins. Kvennahreyfingin hefur líka lengi barist fyrir launajafnrétti kynjanna og því að störf kvenna séu metin að verðleikum en á því hefur verið mikill misbrestur. Nú er heilsu mæðra og ungbarna ógnað. Verðandi mæður eru kvíðafullar. Ljósmæður eru að hætta störfum eftir árangurslausa kjarabaráttu mánuðum saman. Nú verðum við að rísa upp, konur þessa lands, og krefjast þess að menntun ljósmæðra verði metin eins og hver önnur háskólamenntun og að störfum þeirra verði sýnd sú virðing sem þeim ber. Ég skora á kvennahreyfingar um allt land að láta í sér heyra, mótmælum allar. Sendum skilaboð til ríkisstjórnarinnar: það verður að semja og það strax! Líf og heilsa kvenna og ungbarna er í veði. Samningar við ljósmæður snúast um réttlæti og þeir ógna hvorki einu né neinu á vinnumarkaði.Höfundur er fv. þingkona Kvennalistans Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Sjá meira
Sú furðulega staðreynd blasir við að hjúkrunarfræðingar sem ákveða að bæta við sig tveggja ára háskólanámi og gerast ljósmæður lækka í launum. Ætli þetta gerist nokkurs staðar annars staðar á byggðu bóli? Hvernig stendur á því að ríkið leiðréttir ekki þessa fáránlegu vitleysu? Jú, staðan er þannig að í hvert sinn sem reynt er að leiðrétta laun ákveðinna hópa, og þá meina ég að leiðrétta augljóst misrétti, ætlar allt vitlaust að verða. ASÍ notaði bráðnauðsynlega launahækkun grunnskóla- og tónlistarkennara til að lýsa yfir forsendubresti á vinnumarkaði. Það má öllum ljóst vera að þjóðfélag okkar þarf á vel menntuðum kennurum að halda og ekki síður vel menntuðu heilbrigðisstarfsfólki, þar með töldum ljósmæðrum. Hvað er mikilvægara í einu þjóðfélagi en að búa vel að börnum frá fæðingu og til fullorðinsára? Sú var tíð að kvennahreyfingin á Íslandi setti heilbrigðismál og þá sérstaklega heilsu kvenna í öndvegi þegar ríkisvaldið brást. Kvennahreyfingin safnaði ótrúlega miklum peningum til byggingar Landspítala, hún safnaði líka fyrir sérstakri kvennadeild og konur hafa stutt dyggilega við baráttuna gegn brjóstakrabbameini, að ekki sé minnst á Barnaspítala Hringsins. Kvennahreyfingin hefur líka lengi barist fyrir launajafnrétti kynjanna og því að störf kvenna séu metin að verðleikum en á því hefur verið mikill misbrestur. Nú er heilsu mæðra og ungbarna ógnað. Verðandi mæður eru kvíðafullar. Ljósmæður eru að hætta störfum eftir árangurslausa kjarabaráttu mánuðum saman. Nú verðum við að rísa upp, konur þessa lands, og krefjast þess að menntun ljósmæðra verði metin eins og hver önnur háskólamenntun og að störfum þeirra verði sýnd sú virðing sem þeim ber. Ég skora á kvennahreyfingar um allt land að láta í sér heyra, mótmælum allar. Sendum skilaboð til ríkisstjórnarinnar: það verður að semja og það strax! Líf og heilsa kvenna og ungbarna er í veði. Samningar við ljósmæður snúast um réttlæti og þeir ógna hvorki einu né neinu á vinnumarkaði.Höfundur er fv. þingkona Kvennalistans
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun