Ríkislögmaður víkur sæti vegna föður síns Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 19. nóvember 2018 07:00 Einar Karl Hallvarðsson, ríkislögmaður. Andri Árnason lögmaður hefur verið settur ríkislögmaður í bótamálum þeirra sem sýknaðir voru á dögunum um aðild að hvarfi Guðmundar og Geirfinns Einarssona, vegna vanhæfis Einars Karls Hallvarðssonar. Hallvarður Einvarðsson, faðir Einars Karls var vararíkissaksóknari þegar rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálum hófst í Reykjavík í kringum áramótin 1975-76. Hann kom mjög svo að rannsókn málana, var viðstaddur bæði formlegar og óformlegar yfirheyrslur yfir sakborningum og sótti dómþing vegna málsins fyrir hönd ákæruvaldsins í sakadómi Reykjavíkur. Hann var skipaður rannsóknarlögreglustjóri ríkisins árið 1977 og lét af því starfi þegar hann var skipaður ríkissaksóknari árið 1986. Sævar Marínó kvartaði ítrekað undir framgöngu Hallvarðs meðan málin voru til rannsóknar. Sagði hann Hallvarð meðal annars hafa hótað sér því að láta hann týnast í amerísku fangelsi játaði hann ekki sakir í málinu. Einnig hafi Hallvarður hótað því að henda Sævari í sjóinn til að reyna vatnshræðslu hans. Við rannsókn á ætluðu harðræði við rannsókn málsins sem fram fór á árinu 1979, hafði Hallvarður bæði stöðu vitnis og sakbornings. Hallvarður Einvarðsson lést í desember 2016. Í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í síðasta mánuði skipaði forsætisráðherra Kristrúnu Heimisdóttur til að leiða sáttanefnd og leita sátta milli ríkisins og hina sýknuðu. Mun það hafa valdið nokkrum ruglingi að Katrín skyldi einnig setja Andra Árnason sem ad hoc ríkislögmann vegna málsins og ríkið þannig komið með tvo forystumenn fyrir sig í bótaviðræðurnar. „Ríkislögmaður vinnur að málinu með sáttanefndinni þar sem hún hefur ekki umboð lögum samkvæmt til að semja um greiðslu bóta úr ríkissjóði. Það umboð er formlega hjá ríkislögmanni,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og bætir við: „vegna vanhæfis Einars Karls, setti ég Andra Árnason lögmann fyrir hann sem fulltrúa í nefndinni.“ Katrín segir Andra hafa verið valinn vegna mikillar reynslu á þessu sviði. Vanhæfi Einars Karls hafi legið fyrir frá öndverðu og ekki verið umdeilt af hálfu neins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur formaður sáttanefndar átt óformleg samtöl við flesta hlutaðeigandi en formlega eru viðræður um bætur skammt á veg komnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Innlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Fleiri fréttir Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Sjá meira
Andri Árnason lögmaður hefur verið settur ríkislögmaður í bótamálum þeirra sem sýknaðir voru á dögunum um aðild að hvarfi Guðmundar og Geirfinns Einarssona, vegna vanhæfis Einars Karls Hallvarðssonar. Hallvarður Einvarðsson, faðir Einars Karls var vararíkissaksóknari þegar rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálum hófst í Reykjavík í kringum áramótin 1975-76. Hann kom mjög svo að rannsókn málana, var viðstaddur bæði formlegar og óformlegar yfirheyrslur yfir sakborningum og sótti dómþing vegna málsins fyrir hönd ákæruvaldsins í sakadómi Reykjavíkur. Hann var skipaður rannsóknarlögreglustjóri ríkisins árið 1977 og lét af því starfi þegar hann var skipaður ríkissaksóknari árið 1986. Sævar Marínó kvartaði ítrekað undir framgöngu Hallvarðs meðan málin voru til rannsóknar. Sagði hann Hallvarð meðal annars hafa hótað sér því að láta hann týnast í amerísku fangelsi játaði hann ekki sakir í málinu. Einnig hafi Hallvarður hótað því að henda Sævari í sjóinn til að reyna vatnshræðslu hans. Við rannsókn á ætluðu harðræði við rannsókn málsins sem fram fór á árinu 1979, hafði Hallvarður bæði stöðu vitnis og sakbornings. Hallvarður Einvarðsson lést í desember 2016. Í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í síðasta mánuði skipaði forsætisráðherra Kristrúnu Heimisdóttur til að leiða sáttanefnd og leita sátta milli ríkisins og hina sýknuðu. Mun það hafa valdið nokkrum ruglingi að Katrín skyldi einnig setja Andra Árnason sem ad hoc ríkislögmann vegna málsins og ríkið þannig komið með tvo forystumenn fyrir sig í bótaviðræðurnar. „Ríkislögmaður vinnur að málinu með sáttanefndinni þar sem hún hefur ekki umboð lögum samkvæmt til að semja um greiðslu bóta úr ríkissjóði. Það umboð er formlega hjá ríkislögmanni,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og bætir við: „vegna vanhæfis Einars Karls, setti ég Andra Árnason lögmann fyrir hann sem fulltrúa í nefndinni.“ Katrín segir Andra hafa verið valinn vegna mikillar reynslu á þessu sviði. Vanhæfi Einars Karls hafi legið fyrir frá öndverðu og ekki verið umdeilt af hálfu neins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur formaður sáttanefndar átt óformleg samtöl við flesta hlutaðeigandi en formlega eru viðræður um bætur skammt á veg komnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Innlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Fleiri fréttir Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Sjá meira