Forsætisráðherra vísar til fjölmiðlafrelsis vegna gagnrýni sendiherra á Stundina Kjartan Kjartansson skrifar 19. nóvember 2018 15:52 Katrín Jakobsdóttir segir það ekki íslenskra stjórnvalda að svara fyrir umfjöllun frjálsra fjölmiðla. Stundin sagði frá umdeildri sjálfstæðisgöngu í Varsjá þar sem öfgamenn gengu á eftir ráðamönnum. Vísir Gagnrýni pólska sendiherrans á umfjöllun Stundarinnar ætti ekki að beina til íslenskra stjórnvalda enda ríkir fjölmiðlafrelsi á Íslandi, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Sendiherrann sendi forsætisráðuneytinu og fleiri ráðuneytum afrit af bréfi sem hann Stundinni til að mótmæla umfjöllun um göngu í tilefni af sjálfstæðisafmæli Póllands í síðustu viku. Gerard Pokruzynski, sendiherra Póllands á Íslandi, sagði við RÚV í dag að umfjöllun Stundarinnar um gönguna gæti haft „slæm áhrif á samstarf Íslands og Póllands“. Hann sendi afrit af bréfi til Stundarinnar til skrifstofu forseta Íslands, forsætisráðherra, utanríkisráðherra og Alþingis. Óánægja hans beinist að því að í umfjöllun Stundarinnar voru stjórnmálaleiðtogar Póllands sagðir hafa „marsérað“ með nýfasistum og öðrum öfgahægrimönnum um götur Varsjár á fjöldasamkomu þjóðernissinna sunnudaginn 11. nóvember. Sakaði Pokrunzynski Stundina um að flytja „falsfrétt“ og fór fram á að blaðið bæði Pólverja afsökunar. Í samtali við Vísi segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að hún hafi ekki séð bréfið sendiherrans til Stundarinnar sjálf en staðfestir að ráðuneyti hennar hafi borist afrit af því. Bréfið hafi hins vegar ekki beinst að ráðuneytinu sjálfu. „Það liggur auðvitað fyrir að það ríkir frelsi fjölmiðla á Íslandi og stjórnvöld eru ekki rétti aðilinn til að leita til ef maður telur á sig hallað í einhverri fjölmiðlaumfjöllun þannig að við munum ekkert aðhafast vegna þessa máls enda hafa íslensk stjórnvöld ekkert með það að gera. Það er bara þannig að það eru ákveðnar grundvallarreglur hjá okkur eins og í öllum lýðræðisríkjum. Þær snúast meðal annars um frelsi fjölmiðla og þær virðum við,“ segir Katrín.Duda forseti fór fyrir göngunni. Öfgamennirnir eru sagðir hafa gengið nokkur hundruð metrum fyrir aftan. Herlögregla gekk á milli hópanna.Vísir/EPAStjórnvöld náðu samkomulagi við þjóðernissinna um gönguna Gangan sem Stundin fjallaði um á þann hátt sem fór svo fyrir brjóstið á pólska sendiherranum var gengin á fyrir rúmri viku og var ætlað að fagna aldarsjálfstæðisafmæli Póllands. Hún varð hins vegar að stóru deilumáli vegna þátttöku þjóðernissinna og hægriöfgamanna.The Guardian, sem Stundin vísaði meðal annars til í umfjöllun sinni, segir að þjóðernissinnar hafi skipulagt sjálfstæðisgönguna undanfarin ár. Henni hafi vaxið ásmegin að undanförnu og um sextíu þúsund manns hafi gengið í fyrra. Sú ganga hafi hins vegar verið mörkuð af borðum með rasískum slagorðum og ofbeldis göngumanna gegn mótmælendum þeirra. Þeir eru meðal annars sagðir hafa hrópað: „Hreint Pólland, hvítt Pólland“. Pólsk yfirvöld hafi haft áhyggjur af því að gangan árleg skyggði á opinber hátíðarhöld í tilefni aldarafmælisins. Fráfarandi borgarstjóri Varsjár lagði þannig bann við henni í vikunni á undan. Vísaði hann til áhyggna af öryggi og „harðsnúinnar þjóðernishyggju“. Andrzej Duda, forseti Póllands, tilkynnti í kjölfarið að stjórnvöld ætluðu að skipuleggja eigin göngu á sama tíma og eftir sömu leið og öfgahægrimennirnir höfðu boðað. Dómari sneri banninu hins vegar við. Stjórnvöld og skipuleggjendur upphaflegu göngunnar náðu í kjölfarið samkomulagi um að opinbera gangan yrði í fararbroddi en þjóðernissinnar og öfgahægrimenn gætu gengið þar á eftir með herlögreglumenn á milli hópanna. Stjórnarandstæðingar gagnrýndu fyrirkomulagið og sögðu stjórnvöld láta öfgamönnum eftir sjálfstæðisdag þjóðarinnar. Þeir sniðgengu gönguna.Fánar ítölsku nýfasistahreyfingarinnar Forza Nuova sáust í göngunni í Varsjá. Sjálfstæðisgangan hefur laðað að sér öfgamenn frá fleiri löndum undanfarin ár.Vísir/GettyFer tvennum sögum af hvernig göngufólk hegðaði sér Þannig varð úr að öfgamenn sem eru þekktir fyrir rasisma, andúð á samkynhneigðum og hvíta þjóðernishyggju gengu nokkur hundruð metrum fyrir aftan Duda og fleiri stjórnmálaleiðtoga í sjálfstæðisgöngunni, að því er sagði í frétt New York Times sem Stundin byggði umfjöllun sína meðal annars á. Auk Duda fóru Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra, og Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi stjórnarflokksins Laga og réttlætis, fyrir göngunni. Í frétt Stundarinnar var fullyrt að þeir hefðu „fylkt liði með nýfasistum og öðrum þjóðernissinnum sem marséruðu eftir götum Varsjár“. Leiðtogarnir hafi átt þátt í að ganga hafi aldrei verið stærri með því að hvetja landsmenn til að mæta. Á þriðja hundrað þúsund manna tóku þátt í göngunni en frásögnum erlendra miðla af göngunni ber ekki fyllilega saman um hvernig hún fór fram. New York Times sagði að þúsundir þjóðernissinna hafi hrópað ofbeldisfull slagorð gegn vinstrimönnum. Aðrir hafi hrópað „Hvítt Pólland“. Fánar ítalskra nýfasistasamtaka hafi einnig sést á lofti þar.Breska ríkisútvarpið BBC sagði hins vegar að gangan hafi farið friðsamlega fram og að ekki hafi borist tilkynningar um særandi borða eða slagorð. The Guardian sagði að minna hafi borið á rasískum borðum og táknum en í fyrra. Tekið var fram í frétt Stundarinnar að margir þeirra sem tóku þátt í göngunni hafi einungis komið til að fagna fullveldi Póllands og vilji ekki láta bendla sig við öfgahægrimenn. Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Gagnrýni pólska sendiherrans á umfjöllun Stundarinnar ætti ekki að beina til íslenskra stjórnvalda enda ríkir fjölmiðlafrelsi á Íslandi, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Sendiherrann sendi forsætisráðuneytinu og fleiri ráðuneytum afrit af bréfi sem hann Stundinni til að mótmæla umfjöllun um göngu í tilefni af sjálfstæðisafmæli Póllands í síðustu viku. Gerard Pokruzynski, sendiherra Póllands á Íslandi, sagði við RÚV í dag að umfjöllun Stundarinnar um gönguna gæti haft „slæm áhrif á samstarf Íslands og Póllands“. Hann sendi afrit af bréfi til Stundarinnar til skrifstofu forseta Íslands, forsætisráðherra, utanríkisráðherra og Alþingis. Óánægja hans beinist að því að í umfjöllun Stundarinnar voru stjórnmálaleiðtogar Póllands sagðir hafa „marsérað“ með nýfasistum og öðrum öfgahægrimönnum um götur Varsjár á fjöldasamkomu þjóðernissinna sunnudaginn 11. nóvember. Sakaði Pokrunzynski Stundina um að flytja „falsfrétt“ og fór fram á að blaðið bæði Pólverja afsökunar. Í samtali við Vísi segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að hún hafi ekki séð bréfið sendiherrans til Stundarinnar sjálf en staðfestir að ráðuneyti hennar hafi borist afrit af því. Bréfið hafi hins vegar ekki beinst að ráðuneytinu sjálfu. „Það liggur auðvitað fyrir að það ríkir frelsi fjölmiðla á Íslandi og stjórnvöld eru ekki rétti aðilinn til að leita til ef maður telur á sig hallað í einhverri fjölmiðlaumfjöllun þannig að við munum ekkert aðhafast vegna þessa máls enda hafa íslensk stjórnvöld ekkert með það að gera. Það er bara þannig að það eru ákveðnar grundvallarreglur hjá okkur eins og í öllum lýðræðisríkjum. Þær snúast meðal annars um frelsi fjölmiðla og þær virðum við,“ segir Katrín.Duda forseti fór fyrir göngunni. Öfgamennirnir eru sagðir hafa gengið nokkur hundruð metrum fyrir aftan. Herlögregla gekk á milli hópanna.Vísir/EPAStjórnvöld náðu samkomulagi við þjóðernissinna um gönguna Gangan sem Stundin fjallaði um á þann hátt sem fór svo fyrir brjóstið á pólska sendiherranum var gengin á fyrir rúmri viku og var ætlað að fagna aldarsjálfstæðisafmæli Póllands. Hún varð hins vegar að stóru deilumáli vegna þátttöku þjóðernissinna og hægriöfgamanna.The Guardian, sem Stundin vísaði meðal annars til í umfjöllun sinni, segir að þjóðernissinnar hafi skipulagt sjálfstæðisgönguna undanfarin ár. Henni hafi vaxið ásmegin að undanförnu og um sextíu þúsund manns hafi gengið í fyrra. Sú ganga hafi hins vegar verið mörkuð af borðum með rasískum slagorðum og ofbeldis göngumanna gegn mótmælendum þeirra. Þeir eru meðal annars sagðir hafa hrópað: „Hreint Pólland, hvítt Pólland“. Pólsk yfirvöld hafi haft áhyggjur af því að gangan árleg skyggði á opinber hátíðarhöld í tilefni aldarafmælisins. Fráfarandi borgarstjóri Varsjár lagði þannig bann við henni í vikunni á undan. Vísaði hann til áhyggna af öryggi og „harðsnúinnar þjóðernishyggju“. Andrzej Duda, forseti Póllands, tilkynnti í kjölfarið að stjórnvöld ætluðu að skipuleggja eigin göngu á sama tíma og eftir sömu leið og öfgahægrimennirnir höfðu boðað. Dómari sneri banninu hins vegar við. Stjórnvöld og skipuleggjendur upphaflegu göngunnar náðu í kjölfarið samkomulagi um að opinbera gangan yrði í fararbroddi en þjóðernissinnar og öfgahægrimenn gætu gengið þar á eftir með herlögreglumenn á milli hópanna. Stjórnarandstæðingar gagnrýndu fyrirkomulagið og sögðu stjórnvöld láta öfgamönnum eftir sjálfstæðisdag þjóðarinnar. Þeir sniðgengu gönguna.Fánar ítölsku nýfasistahreyfingarinnar Forza Nuova sáust í göngunni í Varsjá. Sjálfstæðisgangan hefur laðað að sér öfgamenn frá fleiri löndum undanfarin ár.Vísir/GettyFer tvennum sögum af hvernig göngufólk hegðaði sér Þannig varð úr að öfgamenn sem eru þekktir fyrir rasisma, andúð á samkynhneigðum og hvíta þjóðernishyggju gengu nokkur hundruð metrum fyrir aftan Duda og fleiri stjórnmálaleiðtoga í sjálfstæðisgöngunni, að því er sagði í frétt New York Times sem Stundin byggði umfjöllun sína meðal annars á. Auk Duda fóru Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra, og Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi stjórnarflokksins Laga og réttlætis, fyrir göngunni. Í frétt Stundarinnar var fullyrt að þeir hefðu „fylkt liði með nýfasistum og öðrum þjóðernissinnum sem marséruðu eftir götum Varsjár“. Leiðtogarnir hafi átt þátt í að ganga hafi aldrei verið stærri með því að hvetja landsmenn til að mæta. Á þriðja hundrað þúsund manna tóku þátt í göngunni en frásögnum erlendra miðla af göngunni ber ekki fyllilega saman um hvernig hún fór fram. New York Times sagði að þúsundir þjóðernissinna hafi hrópað ofbeldisfull slagorð gegn vinstrimönnum. Aðrir hafi hrópað „Hvítt Pólland“. Fánar ítalskra nýfasistasamtaka hafi einnig sést á lofti þar.Breska ríkisútvarpið BBC sagði hins vegar að gangan hafi farið friðsamlega fram og að ekki hafi borist tilkynningar um særandi borða eða slagorð. The Guardian sagði að minna hafi borið á rasískum borðum og táknum en í fyrra. Tekið var fram í frétt Stundarinnar að margir þeirra sem tóku þátt í göngunni hafi einungis komið til að fagna fullveldi Póllands og vilji ekki láta bendla sig við öfgahægrimenn.
Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira