Sagafilm verðlaunað fyrir jafnan hlut kvenna í starfi og framleiðslu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. nóvember 2018 12:38 Sagafilm var verðlaunað fyrir að jafna hlut kvenna í starfi sínu og framleiðslu í morgun Vísir/Baldur Sagafilm hefur hlotið hvatningarverðlaun jafnréttismála 2018 fyrir að hafa jafnað hlut kynjanna þegar kemur að starfsmönnum og stjórnun auk fleiri kvenhlutverka í framleiðslu. Að verðlaununum standa atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið, Samtök atvinnulífsins, Festa og Háskóli Íslands auk þess sem sérstakur samstarfsaðili er UN Women á Íslandi. Markmiðið með verðlaununum er að vekja jákvæða athygli á fyrirtækjum sem hafa jafnrétti að leiðarljósi í starfi sínu og hvetja önnur fyrirtæki til hins sama. Niðurstaða dómnefndar var að veita Sagafilm verðlaunin fyrir að hafa sett skýr markmið varðandi að jafna hlut kvenna í starfi sínu og framleiðslu og óhikað hrundið þeim í framkvæmd. Hilmar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sagafilm, segir fyrirtækið hafa sett jafnréttisstefnu í upphafi síðasta árs með þessum fína árangri. „Í kjölfarið urðu breytingar hér hjá okkur þar sem markvisst var verið að vinna að jöfnun kynjanna með vali á efni sem við framleiðum. Einnig hvað varðar val á leikstjórum og handritshöfundum. Svo fórum við í gegnum jafnlaunavottun til að klára þennan feril okkar og fengum vottun núna í vor,“ segir Hilmar. Það er nú jafn margar konur og karlar í starfsmannahópi Sagafilm og einnig í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Eins og áður segir sést einnig jafnari kynjahlutföll í framleiðslunni. „Nærtækasta dæmið er Flateyjargáta sem var frumsýnd í gær með konu í aðalhlutverki og þetta er þriðja þáttaröðin í röð þar sem aðalhlutverkið er í höndum konu. Við erum að fara í stórt verkefni eftir áramót sem er tíu þátta sjónvarpssería þar sem kona er aðalleikstjóri, þannig að það eru næg tækifæri,“ segir Hilmar. Bíó og sjónvarp Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Sagafilm hefur hlotið hvatningarverðlaun jafnréttismála 2018 fyrir að hafa jafnað hlut kynjanna þegar kemur að starfsmönnum og stjórnun auk fleiri kvenhlutverka í framleiðslu. Að verðlaununum standa atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið, Samtök atvinnulífsins, Festa og Háskóli Íslands auk þess sem sérstakur samstarfsaðili er UN Women á Íslandi. Markmiðið með verðlaununum er að vekja jákvæða athygli á fyrirtækjum sem hafa jafnrétti að leiðarljósi í starfi sínu og hvetja önnur fyrirtæki til hins sama. Niðurstaða dómnefndar var að veita Sagafilm verðlaunin fyrir að hafa sett skýr markmið varðandi að jafna hlut kvenna í starfi sínu og framleiðslu og óhikað hrundið þeim í framkvæmd. Hilmar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sagafilm, segir fyrirtækið hafa sett jafnréttisstefnu í upphafi síðasta árs með þessum fína árangri. „Í kjölfarið urðu breytingar hér hjá okkur þar sem markvisst var verið að vinna að jöfnun kynjanna með vali á efni sem við framleiðum. Einnig hvað varðar val á leikstjórum og handritshöfundum. Svo fórum við í gegnum jafnlaunavottun til að klára þennan feril okkar og fengum vottun núna í vor,“ segir Hilmar. Það er nú jafn margar konur og karlar í starfsmannahópi Sagafilm og einnig í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Eins og áður segir sést einnig jafnari kynjahlutföll í framleiðslunni. „Nærtækasta dæmið er Flateyjargáta sem var frumsýnd í gær með konu í aðalhlutverki og þetta er þriðja þáttaröðin í röð þar sem aðalhlutverkið er í höndum konu. Við erum að fara í stórt verkefni eftir áramót sem er tíu þátta sjónvarpssería þar sem kona er aðalleikstjóri, þannig að það eru næg tækifæri,“ segir Hilmar.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira