Fær ekki leyfi til að þjálfa börn á pólsku Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 19. nóvember 2018 06:00 Justyna Gotthardt tekur pólsk börn í talþjálfun og greiningar á skrifstofu sinni í Garðabæ. Fréttablaðið/ERNIR Justyna Gotthardt, eini pólskumælandi talmeinafræðingurinn hér á landi, fær ekki fullgilt starfsleyfi frá Landlækni af því að íslenskir talmeinafræðingar vilja hvorki né geta veitt Landlækni umsögn um tungumálakunnáttu hennar. Af þessu leiðir að börn af pólskum uppruna fá talþjálfun á móðurmáli sínu ekki niðurgreidda hjá Sjúkratryggingum Íslands. Justyna fékk tímabundið starfsleyfi sem talmeinafræðingur frá Landlækni í mars 2016. Í bréfi frá Landlækni var þess getið að til að öðlast varanlegt leyfi þyrfti hún að skila inn meðmælum frá vinnuveitanda um að tungumálakunnátta hennar teljist viðunandi svo að öryggi og hagsmunir sjúklinga séu tryggðir en um er að ræða skilyrði samkvæmt reglugerð um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heilbrigðisstarfsmanna frá öðrum EES-ríkjum. Justyna fékk ekki slíka umsögn enda engum til að dreifa sem getur gefið umsögn um tungumálakunnáttu hennar. Hún fékk þó endurnýjun á tímabundna starfsleyfinu um ár í viðbót, með fyrirvara um téða umsögn sem vantaði enn. Fjórum mánuðum síðar var starfsleyfi hennar hins vegar afturkallað og vísað til þess að hún hefði fengið endurnýjun fyrir mistök. „Enginn talmeinafræðingur vildi hafa mig í verknámi, sem er skiljanlegt því við störfum alls ekki með sama tungumálið,“ segir Justyna. Augljóst sé að umrætt skilyrði hafi enga þýðingu í sínu tilviki þar sem hún sinni eingöngu pólskum börnum. Justyna kærði synjun Landlæknis um varanlegt starfsleyfi til velferðarráðuneytisins, sem staðfesti ákvörðun Landlæknis. Justyna hefur nú kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna málsins og bíður niðurstöðu hans. „Það ætti í rauninni allt að vinna með mér. Ég hef bæði rétta menntun, mikla starfsreynslu í Póllandi og öll leyfi og réttindi frá pólskum yfirvöldum, Þar að auki er mjög mikil þörf fyrir þessa þjónustu hér á Íslandi,“ segir Justyna en auk sérmenntunar í talmeinafræðum er hún með meistaragráðu í pólsku. Hún hefur sérstakt leyfi frá pólskum yfirvöldum til að veita þjónustu til Pólverja sem búsettir eru utan Póllands, þar á meðal á Íslandi. Menntamálaráðuneytið hefur veitt henni réttindi til að starfa sem kennari en Justyna er skólastjóri pólska skólans.Er reið yfir áhugaleysi kerfisins um börn af pólskum uppruna Aðspurð segir Justyna talþjálfun á móðurmálinu mjög mikilvæga. „Ég hef fengið börn til mín sem eru í rauninni alls ekki talandi vegna þess að þau hafa ekki fengið viðeigandi aðstoð á pólsku en því betur sem börnunum gengur með sitt eigið móðurmál, því betur mun þeim ganga að læra íslenskuna,“ segir Justyna og undirstrikar að pólskan sé algjör undirstaða fyrir annað tungumál þeirra; íslenskuna. Hún nefnir einnig tengda þjónustu sem hún veiti eins og málþroskapróf sem mikilvægt sé að börnin taki á eigin móðurmáli. Hún segir mikið til sín leitað af skólum og leikskólum þegar komið er í óefni og allir orðnir ráðalausir. Justyna segist bæði reið og döpur vegna þessa áhuga- og viljaleysis Landlæknis og ráðuneytisins gagnvart þeirri þjónustu sem hún veitir börnum með pólskan uppruna. Hún segist hins vegar vita til fleiri dæma um viðhorf til pólskra starfsréttinda. „Það er ekki bara ég í þessum vandræðum heldur skilst mér að aðrar starfstéttir hafi líka lent í vandræðum með að fá starfsréttindi sín viðurkennd hér,“ segir Justyna og nefnir bæði námsráðgjafa, sálfræðinga og sjúkraþjálfara sem hún hafi heyrt um.Mál Justynu hvating fyrir ráðherra Pólski skólinn varð 10 ára í síðasta mánuði og heimsótti Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra þá skólann í fylgd Önnu Zalewska, menntamálaráðherra Póllands. „Meðal þess sem ég ræddi þá við Önnu var einmitt að efla móðurmálsmenntun pólskra barna enda góður grunnur í móðurmáli mikilvæg undirstaða fyrir annað nám, ekki síst í íslensku,“ segir Lilja og bætir við: „Þess vegna eru þessar fregnir af stöðu Justynu mikil hvatning fyrir mig til að greiða úr og leysa hennar vanda og annarra sem sinna mikilvægri þjónustu við börn ef erlendum uppruna.“ Lagafrumvarp er í undirbúningi í ráðuneyti Lilju um viðurkenningu á menntun og hæfi til að starfa hér á landi. Lilja segir að staða Justynu ætti að breytast verði frumvarpið að lögum. Birtist í Fréttablaðinu Innflytjendamál Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Justyna Gotthardt, eini pólskumælandi talmeinafræðingurinn hér á landi, fær ekki fullgilt starfsleyfi frá Landlækni af því að íslenskir talmeinafræðingar vilja hvorki né geta veitt Landlækni umsögn um tungumálakunnáttu hennar. Af þessu leiðir að börn af pólskum uppruna fá talþjálfun á móðurmáli sínu ekki niðurgreidda hjá Sjúkratryggingum Íslands. Justyna fékk tímabundið starfsleyfi sem talmeinafræðingur frá Landlækni í mars 2016. Í bréfi frá Landlækni var þess getið að til að öðlast varanlegt leyfi þyrfti hún að skila inn meðmælum frá vinnuveitanda um að tungumálakunnátta hennar teljist viðunandi svo að öryggi og hagsmunir sjúklinga séu tryggðir en um er að ræða skilyrði samkvæmt reglugerð um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heilbrigðisstarfsmanna frá öðrum EES-ríkjum. Justyna fékk ekki slíka umsögn enda engum til að dreifa sem getur gefið umsögn um tungumálakunnáttu hennar. Hún fékk þó endurnýjun á tímabundna starfsleyfinu um ár í viðbót, með fyrirvara um téða umsögn sem vantaði enn. Fjórum mánuðum síðar var starfsleyfi hennar hins vegar afturkallað og vísað til þess að hún hefði fengið endurnýjun fyrir mistök. „Enginn talmeinafræðingur vildi hafa mig í verknámi, sem er skiljanlegt því við störfum alls ekki með sama tungumálið,“ segir Justyna. Augljóst sé að umrætt skilyrði hafi enga þýðingu í sínu tilviki þar sem hún sinni eingöngu pólskum börnum. Justyna kærði synjun Landlæknis um varanlegt starfsleyfi til velferðarráðuneytisins, sem staðfesti ákvörðun Landlæknis. Justyna hefur nú kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna málsins og bíður niðurstöðu hans. „Það ætti í rauninni allt að vinna með mér. Ég hef bæði rétta menntun, mikla starfsreynslu í Póllandi og öll leyfi og réttindi frá pólskum yfirvöldum, Þar að auki er mjög mikil þörf fyrir þessa þjónustu hér á Íslandi,“ segir Justyna en auk sérmenntunar í talmeinafræðum er hún með meistaragráðu í pólsku. Hún hefur sérstakt leyfi frá pólskum yfirvöldum til að veita þjónustu til Pólverja sem búsettir eru utan Póllands, þar á meðal á Íslandi. Menntamálaráðuneytið hefur veitt henni réttindi til að starfa sem kennari en Justyna er skólastjóri pólska skólans.Er reið yfir áhugaleysi kerfisins um börn af pólskum uppruna Aðspurð segir Justyna talþjálfun á móðurmálinu mjög mikilvæga. „Ég hef fengið börn til mín sem eru í rauninni alls ekki talandi vegna þess að þau hafa ekki fengið viðeigandi aðstoð á pólsku en því betur sem börnunum gengur með sitt eigið móðurmál, því betur mun þeim ganga að læra íslenskuna,“ segir Justyna og undirstrikar að pólskan sé algjör undirstaða fyrir annað tungumál þeirra; íslenskuna. Hún nefnir einnig tengda þjónustu sem hún veiti eins og málþroskapróf sem mikilvægt sé að börnin taki á eigin móðurmáli. Hún segir mikið til sín leitað af skólum og leikskólum þegar komið er í óefni og allir orðnir ráðalausir. Justyna segist bæði reið og döpur vegna þessa áhuga- og viljaleysis Landlæknis og ráðuneytisins gagnvart þeirri þjónustu sem hún veitir börnum með pólskan uppruna. Hún segist hins vegar vita til fleiri dæma um viðhorf til pólskra starfsréttinda. „Það er ekki bara ég í þessum vandræðum heldur skilst mér að aðrar starfstéttir hafi líka lent í vandræðum með að fá starfsréttindi sín viðurkennd hér,“ segir Justyna og nefnir bæði námsráðgjafa, sálfræðinga og sjúkraþjálfara sem hún hafi heyrt um.Mál Justynu hvating fyrir ráðherra Pólski skólinn varð 10 ára í síðasta mánuði og heimsótti Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra þá skólann í fylgd Önnu Zalewska, menntamálaráðherra Póllands. „Meðal þess sem ég ræddi þá við Önnu var einmitt að efla móðurmálsmenntun pólskra barna enda góður grunnur í móðurmáli mikilvæg undirstaða fyrir annað nám, ekki síst í íslensku,“ segir Lilja og bætir við: „Þess vegna eru þessar fregnir af stöðu Justynu mikil hvatning fyrir mig til að greiða úr og leysa hennar vanda og annarra sem sinna mikilvægri þjónustu við börn ef erlendum uppruna.“ Lagafrumvarp er í undirbúningi í ráðuneyti Lilju um viðurkenningu á menntun og hæfi til að starfa hér á landi. Lilja segir að staða Justynu ætti að breytast verði frumvarpið að lögum.
Birtist í Fréttablaðinu Innflytjendamál Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira