Guðríður Arnardóttir sigraði í formannskjöri Félags framhaldsskólakennara og er kjörin til ársins 2022. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan tvö í gær. Guðríður gaf kost á sér til endurkjörs en hún hefur gegnt embætti formanns síðastliðin fjögur ár. Auk hennar var Guðmundur Björgvin Gylfason, framhaldsskólakennari í Fjölbrautaskóla Suðurlands, í framboði til formanns.
Þá hafa þau Guðjón Hreinn Hauksson, Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir, Helga Jóhanna Baldursdóttir og Hanna Björg Vilhjálmsdóttir verið kjörin í stjórn Félags framhaldsskólakennara. Þeir Baldvin Björgvinsson, Óli Njáll Ingólfsson og Simon Cramer Larsen voru kjörnir varamenn.
Ný stjórn tekur formlega við á aðalfundi félagsins í apríl.
Guðríður verður áfram formaður
Jón Hákon Halldórsson skrifar
