Nýr vegur á milli Hveragerðis og Selfoss verður tveir plús einn vegur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. september 2018 20:00 Ekki stendur til að gera veginn á milli Hveragerðis og Selfoss, einn hættulegasta veg landsins, tvo plús tvo veg, heldur verður hann tveir plús einn vegur. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra segir þetta gert til að nýta peninga ríkisins í önnur verkefni eins og í vegakerfið á Vestfjörðum eða til að aðskilja akstursstefnu á Hvolsvöll eða í Borgarnes. Á næstu vikum verða fyrstu áfangi vegna breikkunar vegarins á milli Hveragerðis og Selfoss boðin út. Eftir það verða tveir nýir áfangar boðnir út, m.a. veður veginum niður kamba breytt. Vegaframkvæmdin á milli þessara tveggja bæjarfélaga er forgangsmál í nýrri samgönguáætlun. Vegurinn verður þó ekki tveir plús tveir vegur. Samgönguráðherra fór nýlega yfir málið á opnum fundi í Hveragerði. „En hann er byggður þannig að það er mjög auðvelt að breyta honum í tvo plús tvo sem var ekki tilfellið upp á Hellisheiði þegar menn fóru af stað, þá voru axlirnar of mjóar. Ég hef séð undirgögnin í því að undirlagið verður með þeim hætti að það verður mjög auðvelt. Þá þurfum við líka að fara í mislæg gatnamót, þau kosta allt að milljarð hvert þeirra sem við getum sparað okkur í fyrstu lotu á meðan bílarnir eru innan við tíu þúsund, innan við fimmtán þúsund og jafnvel innan við tuttugu og tvö þúsund“, segir Sigurður Ingi. Að lokum snýst þetta þó allt um peninga og aftur peninga, hvernig þeim er ráðstafað af hendi ríkisins til mismunandi verkefna. „Þá getum við nefnilega notað peningana í að klára grunnkerfið á Vestfjörðum eða þá að við getum farið lengra í að tvöfalda og aðskilja akstursstefnur, kannski alla leið á Hellu eða Hvolsvöll og upp í Borgarnes og bjargað þannig fleiri mannslífum, en ekki eyða öllum peningunum á einn stað. Ég er til í að taka þessa ræðu við hvern sem er hvenær sem er, að nýta peningna eins mikið og við mögulega getum á meðan við þurfum ekki umferðarmagnsins vegna að fara í stærri mannvirki en raun ber vitni. en auðvitað viljum við fá tvo plús tvo veg, það er engin spurning“, sagði Sigurður Ingi ennfremur á fundinum í Hveragerði. Samgöngur Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Ekki stendur til að gera veginn á milli Hveragerðis og Selfoss, einn hættulegasta veg landsins, tvo plús tvo veg, heldur verður hann tveir plús einn vegur. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra segir þetta gert til að nýta peninga ríkisins í önnur verkefni eins og í vegakerfið á Vestfjörðum eða til að aðskilja akstursstefnu á Hvolsvöll eða í Borgarnes. Á næstu vikum verða fyrstu áfangi vegna breikkunar vegarins á milli Hveragerðis og Selfoss boðin út. Eftir það verða tveir nýir áfangar boðnir út, m.a. veður veginum niður kamba breytt. Vegaframkvæmdin á milli þessara tveggja bæjarfélaga er forgangsmál í nýrri samgönguáætlun. Vegurinn verður þó ekki tveir plús tveir vegur. Samgönguráðherra fór nýlega yfir málið á opnum fundi í Hveragerði. „En hann er byggður þannig að það er mjög auðvelt að breyta honum í tvo plús tvo sem var ekki tilfellið upp á Hellisheiði þegar menn fóru af stað, þá voru axlirnar of mjóar. Ég hef séð undirgögnin í því að undirlagið verður með þeim hætti að það verður mjög auðvelt. Þá þurfum við líka að fara í mislæg gatnamót, þau kosta allt að milljarð hvert þeirra sem við getum sparað okkur í fyrstu lotu á meðan bílarnir eru innan við tíu þúsund, innan við fimmtán þúsund og jafnvel innan við tuttugu og tvö þúsund“, segir Sigurður Ingi. Að lokum snýst þetta þó allt um peninga og aftur peninga, hvernig þeim er ráðstafað af hendi ríkisins til mismunandi verkefna. „Þá getum við nefnilega notað peningana í að klára grunnkerfið á Vestfjörðum eða þá að við getum farið lengra í að tvöfalda og aðskilja akstursstefnur, kannski alla leið á Hellu eða Hvolsvöll og upp í Borgarnes og bjargað þannig fleiri mannslífum, en ekki eyða öllum peningunum á einn stað. Ég er til í að taka þessa ræðu við hvern sem er hvenær sem er, að nýta peningna eins mikið og við mögulega getum á meðan við þurfum ekki umferðarmagnsins vegna að fara í stærri mannvirki en raun ber vitni. en auðvitað viljum við fá tvo plús tvo veg, það er engin spurning“, sagði Sigurður Ingi ennfremur á fundinum í Hveragerði.
Samgöngur Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira