Aung San Suu Kyi svipt æðsta heiðri Amnesty International Andri Eysteinsson skrifar 12. nóvember 2018 23:20 Aang San Suu Kyi tók við verðlaununum úr hendi Bono og Shalil Shetty í Dublin árið 2012. EPA/ Mark Stedman Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, hefur verið svipt æðstu verðlaunum sem mannréttindasamtökin Amnesty International veita. Guardian greinir frá. Í yfirlýsingu frá Amnesty International segir að Aung San Suu Kyi sé ekki lengur tákn vonar og vegna aðgerðarleysis hennar á meðan Róhingjar í Mjanmar eru ofsóttir og tjáningarfrelsi er skert hafi samtökin ákveðið að svipta hana verðlaununum „Sendiherra Samviskunnar“ (e. Ambassador of Conscience) sem er æðsti heiður sem Amnesty veitir. Hlaut verðlaunin í stofufangelsi Verðlaunin hlaut Aung San Suu Kyi árið 2009 á meðan hún dvaldi í stofufangelsi. Irene Khan, þáverandi aðalritari Amnesty International kallaði hana á þeim tíma tákn vonar og hugrekkis. Khan hrósaði henni fyrir störf hennar við vernd mannréttinda. Kumi Naidoo, núverandi aðalritari Amnesty, skrifaði í bréfi til Aung San að hún stæði ekki lengur undir titlinum sem henni hafði verið veittur. Naidoo vísaði í áðurnefnt aðgerðaleysi hennar á meðan að á þjóðarhreinsun á Róhingja múslimum hefur staðið yfir í Mjanmar síðan 2017. Verðlaun Amnesty eru ekki einu verðlaunin sem Aung San Suu Kyi hefur verið svipt. Hún hefur einnig verið svipt Elie Weisel verðlaunum bandaríska helfararsafnsins sem og borgarverðlaunum fjögurra borga í Bretlandi. Asía Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Vilja ákæra fyrir glæpi gegn mannkyni Mjanmarski herinn sakaður um ógeðfelld brot gegn Róhingjum. Rannsóknarnefnd SÞ mælir með því að herforingjar verði ákærðir fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu. 28. ágúst 2018 06:00 Þjóðarmorð á Róhingjum í Mjanmar Mjanmarskir herforingjar voru í vikunni sakaðir um þjóðarmorð. Sagðir hafa brennt Róhingja inni í húsum þeirra og tekið af lífi í hrönnum. Mjanmarska ríkið neitar sök og fyrrverandi friðarverðlaunahafinn sem leiðir ríkisstjórnina hefur sagt um falsfréttir að ræða. 1. september 2018 07:15 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, hefur verið svipt æðstu verðlaunum sem mannréttindasamtökin Amnesty International veita. Guardian greinir frá. Í yfirlýsingu frá Amnesty International segir að Aung San Suu Kyi sé ekki lengur tákn vonar og vegna aðgerðarleysis hennar á meðan Róhingjar í Mjanmar eru ofsóttir og tjáningarfrelsi er skert hafi samtökin ákveðið að svipta hana verðlaununum „Sendiherra Samviskunnar“ (e. Ambassador of Conscience) sem er æðsti heiður sem Amnesty veitir. Hlaut verðlaunin í stofufangelsi Verðlaunin hlaut Aung San Suu Kyi árið 2009 á meðan hún dvaldi í stofufangelsi. Irene Khan, þáverandi aðalritari Amnesty International kallaði hana á þeim tíma tákn vonar og hugrekkis. Khan hrósaði henni fyrir störf hennar við vernd mannréttinda. Kumi Naidoo, núverandi aðalritari Amnesty, skrifaði í bréfi til Aung San að hún stæði ekki lengur undir titlinum sem henni hafði verið veittur. Naidoo vísaði í áðurnefnt aðgerðaleysi hennar á meðan að á þjóðarhreinsun á Róhingja múslimum hefur staðið yfir í Mjanmar síðan 2017. Verðlaun Amnesty eru ekki einu verðlaunin sem Aung San Suu Kyi hefur verið svipt. Hún hefur einnig verið svipt Elie Weisel verðlaunum bandaríska helfararsafnsins sem og borgarverðlaunum fjögurra borga í Bretlandi.
Asía Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Vilja ákæra fyrir glæpi gegn mannkyni Mjanmarski herinn sakaður um ógeðfelld brot gegn Róhingjum. Rannsóknarnefnd SÞ mælir með því að herforingjar verði ákærðir fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu. 28. ágúst 2018 06:00 Þjóðarmorð á Róhingjum í Mjanmar Mjanmarskir herforingjar voru í vikunni sakaðir um þjóðarmorð. Sagðir hafa brennt Róhingja inni í húsum þeirra og tekið af lífi í hrönnum. Mjanmarska ríkið neitar sök og fyrrverandi friðarverðlaunahafinn sem leiðir ríkisstjórnina hefur sagt um falsfréttir að ræða. 1. september 2018 07:15 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Vilja ákæra fyrir glæpi gegn mannkyni Mjanmarski herinn sakaður um ógeðfelld brot gegn Róhingjum. Rannsóknarnefnd SÞ mælir með því að herforingjar verði ákærðir fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu. 28. ágúst 2018 06:00
Þjóðarmorð á Róhingjum í Mjanmar Mjanmarskir herforingjar voru í vikunni sakaðir um þjóðarmorð. Sagðir hafa brennt Róhingja inni í húsum þeirra og tekið af lífi í hrönnum. Mjanmarska ríkið neitar sök og fyrrverandi friðarverðlaunahafinn sem leiðir ríkisstjórnina hefur sagt um falsfréttir að ræða. 1. september 2018 07:15