Segir Jöklu kannski verða stærstu laxveiðiá Evrópu Kristján Már Unnarsson skrifar 12. nóvember 2018 21:00 Aðalsteinn Jónsson á Klausturseli er formaður Veiðifélags Jökulsár á Dal. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Laxagengd í Jökulsá á Dal í sumar var sú mesta frá því byrjað var að rækta hana upp sem laxveiðiá eftir að áin varð bergvatnsá með Kárahnjúkastíflu fyrir tólf árum. Bændur við Lagarfljót eru ekki jafn hrifnir en þeir þurfa í staðinn að þola aukinn aurburð. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Með Kárahnjúkastíflu var afrennsli Brúarjökuls fært yfir í Lagarfljót sem gerði Jökulsá á Dal að bergvatnsá. Þessi mikla umbreyting á forugasta fljóti landsins varð árið 2006 en bændur beggja megin ár voru þá þegar búnir að átta sig á að þetta gæti boðið upp á ný og verðmæt tækifæri.Gamla brúin á hringveginum. Þar er nú hægt að sjá til botns í þessum fyrrum forugasta fljóti landsins.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Formaður Veiðifélags Jökulsár á Dal, Aðalsteinn Jónsson á Klausturseli, segir það mat manna að aldrei hafi verið eins mikill lax í ánni og í sumar en veiðin nálgaðist 600 laxa. „Þetta hefur gengið ótrúlega hratt að byggja þessa á upp sem laxveiðiá,“ segir Aðalsteinn. Hann segir menn sannfærða um að áin hefði farið yfir þúsund laxa í sumar ef yfirfallið á stíflunni hefði ekki komið óvenju snemma í ár, sem var 5. ágúst. Yfirfallið hélst til 19. september og var þá enn mikill lax í ánni. Það geri sölu veiðileyfa erfiðari að menn vita aldrei hvenær áin fari á yfirfall.Jökla neðan Hofteigs. Bændurnir Guðrún Agnarsdóttir og Benedikt Arnórsson segja að fleiri reiðleiðir hafi opnast eftir að hægt var að komast yfir ána á hestbaki.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Á Jökuldal virðast bændur almennt ánægðir með breytinguna á ánni. „Við skulum gá að því að þetta eru bara ellefu ár síðan þetta ævintýri fór af stað. En ég hef þá trú að þetta komi til með að auka verðgildi jarða hér og þetta gefur möguleika til atvinnu. Ungt fólk á að geta farið í leiðsögn með veiðimönnum og skapað sér tekjur og atvinnu,“ segir Aðalsteinn.Ásmundur Þórarinsson býr á Vífilsstöðum við Lagarfljót. Hann segir fljótið ljótara á litinn og valda landspjöllum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Bændur við Lagarfljót eru ekki jafn hrifnir en þeim megin þýddi breytingin aukið rennsli og meiri aurburð. „Svo náttúrlega er þetta bara svo ljótt á litinn og hefur valdið landbroti og landspjöllum ýmsum,“ segir Ásmundur Þórarinsson, skógarbóndi á Vífilsstöðum í Hróarstungu. „Fyrir 150 árum létu menn sig dreyma um að Lagarfljót gæti orðið stærsta laxveiðifljót í Evrópu. En kannski er bara Jökla að verða það,“ segir Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri, en hann er frá Litla-Bakka í Hróarstungu og situr í stjórn Veiðifélags Jökulsár á Dal.Skúli Björn Gunnarsson ólst upp á bökkum Jöklu á Litla-Bakka í Hróarstungu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld var fjallað um mannlíf á Jökuldal en í næsta þætti verður farið um Hróarstungu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fljótsdalshérað Um land allt Tengdar fréttir Góður lokasprettur í Jöklu Jökla fór óvenjusnemma í yfirfall sem gerði veiðina í Jöklu sjálfri ómögulega en veiðin í hliðaránum var engu að síður ágæt á veiðitímanum. 27. september 2018 10:31 Ferðamenn sagðir ólmir í að skoða hið magnaða Stuðlagil Ferðamenn hafa uppgötvað stórfenglega náttúrusmíð á Austurlandi í gljúfri Jökulsár á Dal eftir að áin var stífluð við Kárahnjúka. 14. júlí 2018 22:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Laxagengd í Jökulsá á Dal í sumar var sú mesta frá því byrjað var að rækta hana upp sem laxveiðiá eftir að áin varð bergvatnsá með Kárahnjúkastíflu fyrir tólf árum. Bændur við Lagarfljót eru ekki jafn hrifnir en þeir þurfa í staðinn að þola aukinn aurburð. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Með Kárahnjúkastíflu var afrennsli Brúarjökuls fært yfir í Lagarfljót sem gerði Jökulsá á Dal að bergvatnsá. Þessi mikla umbreyting á forugasta fljóti landsins varð árið 2006 en bændur beggja megin ár voru þá þegar búnir að átta sig á að þetta gæti boðið upp á ný og verðmæt tækifæri.Gamla brúin á hringveginum. Þar er nú hægt að sjá til botns í þessum fyrrum forugasta fljóti landsins.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Formaður Veiðifélags Jökulsár á Dal, Aðalsteinn Jónsson á Klausturseli, segir það mat manna að aldrei hafi verið eins mikill lax í ánni og í sumar en veiðin nálgaðist 600 laxa. „Þetta hefur gengið ótrúlega hratt að byggja þessa á upp sem laxveiðiá,“ segir Aðalsteinn. Hann segir menn sannfærða um að áin hefði farið yfir þúsund laxa í sumar ef yfirfallið á stíflunni hefði ekki komið óvenju snemma í ár, sem var 5. ágúst. Yfirfallið hélst til 19. september og var þá enn mikill lax í ánni. Það geri sölu veiðileyfa erfiðari að menn vita aldrei hvenær áin fari á yfirfall.Jökla neðan Hofteigs. Bændurnir Guðrún Agnarsdóttir og Benedikt Arnórsson segja að fleiri reiðleiðir hafi opnast eftir að hægt var að komast yfir ána á hestbaki.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Á Jökuldal virðast bændur almennt ánægðir með breytinguna á ánni. „Við skulum gá að því að þetta eru bara ellefu ár síðan þetta ævintýri fór af stað. En ég hef þá trú að þetta komi til með að auka verðgildi jarða hér og þetta gefur möguleika til atvinnu. Ungt fólk á að geta farið í leiðsögn með veiðimönnum og skapað sér tekjur og atvinnu,“ segir Aðalsteinn.Ásmundur Þórarinsson býr á Vífilsstöðum við Lagarfljót. Hann segir fljótið ljótara á litinn og valda landspjöllum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Bændur við Lagarfljót eru ekki jafn hrifnir en þeim megin þýddi breytingin aukið rennsli og meiri aurburð. „Svo náttúrlega er þetta bara svo ljótt á litinn og hefur valdið landbroti og landspjöllum ýmsum,“ segir Ásmundur Þórarinsson, skógarbóndi á Vífilsstöðum í Hróarstungu. „Fyrir 150 árum létu menn sig dreyma um að Lagarfljót gæti orðið stærsta laxveiðifljót í Evrópu. En kannski er bara Jökla að verða það,“ segir Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri, en hann er frá Litla-Bakka í Hróarstungu og situr í stjórn Veiðifélags Jökulsár á Dal.Skúli Björn Gunnarsson ólst upp á bökkum Jöklu á Litla-Bakka í Hróarstungu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld var fjallað um mannlíf á Jökuldal en í næsta þætti verður farið um Hróarstungu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fljótsdalshérað Um land allt Tengdar fréttir Góður lokasprettur í Jöklu Jökla fór óvenjusnemma í yfirfall sem gerði veiðina í Jöklu sjálfri ómögulega en veiðin í hliðaránum var engu að síður ágæt á veiðitímanum. 27. september 2018 10:31 Ferðamenn sagðir ólmir í að skoða hið magnaða Stuðlagil Ferðamenn hafa uppgötvað stórfenglega náttúrusmíð á Austurlandi í gljúfri Jökulsár á Dal eftir að áin var stífluð við Kárahnjúka. 14. júlí 2018 22:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Góður lokasprettur í Jöklu Jökla fór óvenjusnemma í yfirfall sem gerði veiðina í Jöklu sjálfri ómögulega en veiðin í hliðaránum var engu að síður ágæt á veiðitímanum. 27. september 2018 10:31
Ferðamenn sagðir ólmir í að skoða hið magnaða Stuðlagil Ferðamenn hafa uppgötvað stórfenglega náttúrusmíð á Austurlandi í gljúfri Jökulsár á Dal eftir að áin var stífluð við Kárahnjúka. 14. júlí 2018 22:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent