Skora á íslensk yfirvöld að leiðrétta mismunun gagnvart foreldrum langveika barna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. janúar 2018 21:00 Umhyggja, félag langveikra barna, skorar á yfirvöld að leiðrétta tafarlaust þá mismunun sem félagið segir viðgangast gagnvart foreldrum sem þurfa að vera frá vinnumarkaði vegna veikinda barna sinna. Ráðherra segir ábendingarnar eiga fullan rétt á sér og málið verði væntanlega tekið til skoðunar á næstunni. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við mæður tveggja langveikra stúlkna sem segja regluverkið í kringum foreldragreiðslur vera meingallað. Önnur þeirra neyðist til að vinna ekki neitt svo hún fái greiðslurnar og hin fær engar greiðslur þar sem hún kýs að vinna í hlutastarfi. Foreldrum sem fá tekjutengdar foreldragreiðslur er heimilt að vinna í minnkuðu starfshlutfalli samhliða greiðslum en samkvæmt lögum standa tekjutengdar greiðslur aðeins til boða í sex mánuði að hámarki. Foreldrar sem kjósa að vinna í hlutastarfi eða stunda nám samhliða ummönnun veikra barna sinna verða þannig af öllum greiðslum sem ekki falla innan ramma tekjutengingar. „Ég lýsi í rauninni fullum skilningi á þessum baráttumálum sem að þessi samtök eru að berjast fyrir,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra í samtali við Stöð 2.Ekki síður jafnréttismál kynjanna Að sögn Ásmundar var sett af stað vinna við endurskoðun laga um foreldragreiðslur árið 2015 og fljótlega kunni að draga til tíðinda. „Ég held að það sé bara að koma áfangaskýrsla núna á næstu vikum og ég fái hana kynnta núna vonandi í þessari viku eða næstu.“ Í áskorun sinni vakti Umhyggja einnig athygli á því að ekki sé síður um jafnréttismál að ræða enda séu það í flestum tilfellum mæður sem hætta í vinnu til að sinna börnunum. Sumar þeirra séu árum saman utan vinnumarkaðar og fari á mis við ýmis tækifæri á vinnumarkaði. Þá búi þær við skert lífeyrisréttindi þar sem óheimilt er að greiða í lífeyrissjóð af grunngreiðslunum. „Það eru mæðurnar sem oftar eru heima með langveikum börnum og ég held að það sé bara mikilvægt að við tökum þessar athugasemdir til skoðunar samhliða því sem að við fáum niðurstöðu úr þessari endurskoðunarvinnu,“ segir Ásmundur. Tengdar fréttir Foreldrar langveikra barna fá desemberuppbót Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur undirritað reglugerð sem kveður á um að foreldrar barna sem eru langveik eða alvarlega fötluð fái greidda desemberuppbót, að hámarki 53.123 kr. 29. desember 2017 07:08 Foreldrar langveikra og alvarlega fatlaðra barna fá nú desemberuppbót Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur undirritað reglugerð þess efnis að foreldrar barna sem eru langveik eða alvarlega fötluð fái greidda desemberuppbót, að hámarki 53.123 kr. 28. desember 2017 18:29 Segja regluverk um foreldragreiðslur meingallað: „Við þurfum úrlausn okkar mála strax“ Mæður langveikra stúlkna segja regluverkið í kring um foreldragreiðslur vera meingallað. Önnur neyðist til að vinna ekki neitt svo hún fái greiðslurnar og hin fær engar greiðslur þar sem hún kýs að vinna í hlutastarfi. Þær segja sorglegt og ósanngjarnt að svona sé komið fram við foreldra langveikra barna. Þær geti ekki beðið endalaust eftir breytingum enda óvissa um líftíma stúlkna þeirra. 2. janúar 2018 20:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Umhyggja, félag langveikra barna, skorar á yfirvöld að leiðrétta tafarlaust þá mismunun sem félagið segir viðgangast gagnvart foreldrum sem þurfa að vera frá vinnumarkaði vegna veikinda barna sinna. Ráðherra segir ábendingarnar eiga fullan rétt á sér og málið verði væntanlega tekið til skoðunar á næstunni. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við mæður tveggja langveikra stúlkna sem segja regluverkið í kringum foreldragreiðslur vera meingallað. Önnur þeirra neyðist til að vinna ekki neitt svo hún fái greiðslurnar og hin fær engar greiðslur þar sem hún kýs að vinna í hlutastarfi. Foreldrum sem fá tekjutengdar foreldragreiðslur er heimilt að vinna í minnkuðu starfshlutfalli samhliða greiðslum en samkvæmt lögum standa tekjutengdar greiðslur aðeins til boða í sex mánuði að hámarki. Foreldrar sem kjósa að vinna í hlutastarfi eða stunda nám samhliða ummönnun veikra barna sinna verða þannig af öllum greiðslum sem ekki falla innan ramma tekjutengingar. „Ég lýsi í rauninni fullum skilningi á þessum baráttumálum sem að þessi samtök eru að berjast fyrir,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra í samtali við Stöð 2.Ekki síður jafnréttismál kynjanna Að sögn Ásmundar var sett af stað vinna við endurskoðun laga um foreldragreiðslur árið 2015 og fljótlega kunni að draga til tíðinda. „Ég held að það sé bara að koma áfangaskýrsla núna á næstu vikum og ég fái hana kynnta núna vonandi í þessari viku eða næstu.“ Í áskorun sinni vakti Umhyggja einnig athygli á því að ekki sé síður um jafnréttismál að ræða enda séu það í flestum tilfellum mæður sem hætta í vinnu til að sinna börnunum. Sumar þeirra séu árum saman utan vinnumarkaðar og fari á mis við ýmis tækifæri á vinnumarkaði. Þá búi þær við skert lífeyrisréttindi þar sem óheimilt er að greiða í lífeyrissjóð af grunngreiðslunum. „Það eru mæðurnar sem oftar eru heima með langveikum börnum og ég held að það sé bara mikilvægt að við tökum þessar athugasemdir til skoðunar samhliða því sem að við fáum niðurstöðu úr þessari endurskoðunarvinnu,“ segir Ásmundur.
Tengdar fréttir Foreldrar langveikra barna fá desemberuppbót Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur undirritað reglugerð sem kveður á um að foreldrar barna sem eru langveik eða alvarlega fötluð fái greidda desemberuppbót, að hámarki 53.123 kr. 29. desember 2017 07:08 Foreldrar langveikra og alvarlega fatlaðra barna fá nú desemberuppbót Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur undirritað reglugerð þess efnis að foreldrar barna sem eru langveik eða alvarlega fötluð fái greidda desemberuppbót, að hámarki 53.123 kr. 28. desember 2017 18:29 Segja regluverk um foreldragreiðslur meingallað: „Við þurfum úrlausn okkar mála strax“ Mæður langveikra stúlkna segja regluverkið í kring um foreldragreiðslur vera meingallað. Önnur neyðist til að vinna ekki neitt svo hún fái greiðslurnar og hin fær engar greiðslur þar sem hún kýs að vinna í hlutastarfi. Þær segja sorglegt og ósanngjarnt að svona sé komið fram við foreldra langveikra barna. Þær geti ekki beðið endalaust eftir breytingum enda óvissa um líftíma stúlkna þeirra. 2. janúar 2018 20:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Foreldrar langveikra barna fá desemberuppbót Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur undirritað reglugerð sem kveður á um að foreldrar barna sem eru langveik eða alvarlega fötluð fái greidda desemberuppbót, að hámarki 53.123 kr. 29. desember 2017 07:08
Foreldrar langveikra og alvarlega fatlaðra barna fá nú desemberuppbót Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur undirritað reglugerð þess efnis að foreldrar barna sem eru langveik eða alvarlega fötluð fái greidda desemberuppbót, að hámarki 53.123 kr. 28. desember 2017 18:29
Segja regluverk um foreldragreiðslur meingallað: „Við þurfum úrlausn okkar mála strax“ Mæður langveikra stúlkna segja regluverkið í kring um foreldragreiðslur vera meingallað. Önnur neyðist til að vinna ekki neitt svo hún fái greiðslurnar og hin fær engar greiðslur þar sem hún kýs að vinna í hlutastarfi. Þær segja sorglegt og ósanngjarnt að svona sé komið fram við foreldra langveikra barna. Þær geti ekki beðið endalaust eftir breytingum enda óvissa um líftíma stúlkna þeirra. 2. janúar 2018 20:00