Viðskipti erlent

Fljúga beint milli Færeyja og New York

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Félagið flýgur þegar beint til nokkurra Evrópulanda.
Félagið flýgur þegar beint til nokkurra Evrópulanda. Mynd/Atlantic Airways
Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hyggst bjóða upp á beint flug milli Færeyja og New York í Bandaríkjunum. Jóhanna á Bergi, forstjóri Atlantic Airways, staðfesti þetta í samtali við Kringvarpið.

Jóhanna segir að flugfélagið hafi sótt um leyfi til Bandaríkjaflugsins og bíði nú svara frá bandarískum flugyfirvöldum. Gert er ráð fyrir að flugið hefjist næsta haust og eru vonir bundnar við að flogið verði um fjórum til sex sinnum í heildina, einu sinni í viku.

Flogið verður til New York í nýjum 180-sæta Airbus 320-vélum sem flugfélagið fær á næsta ári. Félagið flýgur þegar beint til nokkurra Evrópulanda, til að mynda Danmerkur, Íslands og Noregs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×