Janúarfótbolti í Chicago í fyrsta sinn í átta ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2018 10:00 Khalil Mack hjá Chicago Bears fagnar sigri með stuðningsmönnum. Vísir/Getty Chicago Bears liðið tryggði sér sæti í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í gær en Kúrekarnir frá Dallas klúðruðu aftur á móti sínu tækifæri og skoruðu ekki eitt einasta stig ekki frekar en Risarnir frá New York. Dallas eins og New England Patriots mistókst að tryggja sig inn í úrslitakeppnina en fá bæði annað tækifæri í næstu viku.The @ChicagoBears took us into Club Dub after they secured the NFC North throne (via @thecheckdown) created using Galaxy Note9 (by @SamsungMobileUS) pic.twitter.com/xVKIZ3nVfN — NFL (@NFL) December 16, 2018Chicago Bears vann ekki aðeins langþráðan heimasigur á nágrönnum sínum í Green Bay Packers heldur tryggði sér einnig sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn frá árinu 2010. Green Bay hafði unnið 9 af síðustu 10 leikjum liðanna en Aaron Rodgers og félagar komust lítið áleiðis gegn hinni sterku vörn Chicago Bears og missa því af úrslitakeppninni annað árið í röð. Þjálfarinn Matt Nagy hefur gjörtbreytt Chicago Bears liðinu síðan að hann tók við en þetta var sjöundi sigur liðsins í síðustu átta leikjum. Með því að vinna 24-17 sigur á Packers þá hefur liðið tryggt sér sigur í Norðurriðli Þjóðardeildarinnar. Það var mikil gleði í Chicago enda verður núna janúarfótbolti hjá félaginu í fyrsta sinn síðan 2010.For the first time since 2010, the Bears have playoff preparations to make. They clinched the NFC North on Sunday by holding off the rival Packers, 24-17. Recap and highlights via @ChiTribKane: https://t.co/WEU9fzZscKpic.twitter.com/2mb1kTEb7U — Chicago Sports (@ChicagoSports) December 16, 2018Dallas Cowboys átti líka möguleika á því að tryggja sig inn í úrslitakeppnina með sigri á Indianapolis Colts en Kúrekarnir höfðu unnið fimm leiki í röð. Cowboys-liðið gekk hinsvegar á vegg og náði ekki að skora eitt einasta stig í 23-0 tapi. Þetta er í fyrsta sinn í fimmtán ár sem Kúrekarnir fara stigalausir í gegnum heilan leik.New York Giants varð sér til enn meiri skammar með því að skora ekki eitt einasta stig á heimavelli á móti Tennessee Titans. Titans liðið á enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni og sýndi styrk sinn með 17-0 sigri á Risunm sem hafa verið afar rislitlir á þessari leiktíð.It's been a rough week for NFC East offenses. pic.twitter.com/CSiNpeVMnb — Sporting News (@sportingnews) December 16, 2018New England Patriots er líka lið sem mistókst að tryggja sig inn í úrslitakeppnina. New England Patriots tapaði öðrum leiknum í röð nú fyrir erkifjendum sínum í Pittsburgh Steelers. Steelers unnu leikinn 17-10 og enduðu þriggja leikja taphrinu sína með mikilvægum sigri.Seattle Seahawks er enn eitt liðið sem mistókst að tryggja sig inn í úrslitakeppnina í gær en Seahawks liðið tapaði þá á móti San Francisco 49ers sem er fyrir löngu úr leik.FINAL: The @Eagles defeat the Rams on Sunday Night! #FlyEaglesFly#PHIvsLAR (by @Lexus) pic.twitter.com/3IabVIlDrE — NFL (@NFL) December 17, 2018Meistararnir í Philadelphia Eagles eiga enn möguleika á úrslitakeppni þrátt fyrir skrautlegt tímabil en þeir héldu sér á lífi með 30-23 sigri á hinu sterka liði Los Angeles Rams í nótt. Leikstjórnandinn Carson Wentz er meiddur og alveg eins og á meistaraárinu í fyrra þá tók Nick Foles við keflinu og leiddi Eagles liðið til sigurs. Þetta var í fyrsta sinn sem Los Angeles Rams tapar tveimur leikjum í röð undir stjórn Sean McVay en Hrútarnir hafa misst aðeins einbeitinguna eftir að þeir tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni. Það er nú aftur komin spenna í Austurriðil Þjóðardeildarinnar eftir tap Dallas Cowboys (8 sigrar - 6 töp) og sigra hjá bæði Philadelphia Eagles (7 sigrar - 7 töp) og Washington Redskins (7 sigrar - 7 töp).Úrslitin í öllum leikjum í NFL-deildinni: Los Angeles Rams - Philadelphia Eagles 23-30 New York Jets - Houston Texans 22-29 Denver Broncos - Cleveland Browns 16-17 Atlanta Falcons - Arizona Cardinals 40-14 Baltimore Ravens - Tampa Bay Buccaneers 20-12 Buffalo Bills - Detroit Lions 14-13 Chicago Bears - Green Bay Packers 24-17 Cincinnati Bengals - Oakland Raiders 30-16 Indianapolis Colts - Dallas Cowboys 23-0 Jacksonville Jaguars - Washington Redskins 13-16 Minnesota Vikings - Miami Dolphins 41-17 New York Giants - Tennessee Titans 0-17 San Francisco 49ers - Seattle Seahawks 26-23 Pittsburgh Steelers - New England Patriots 17-10 NFL Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Fleiri fréttir Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira
Chicago Bears liðið tryggði sér sæti í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í gær en Kúrekarnir frá Dallas klúðruðu aftur á móti sínu tækifæri og skoruðu ekki eitt einasta stig ekki frekar en Risarnir frá New York. Dallas eins og New England Patriots mistókst að tryggja sig inn í úrslitakeppnina en fá bæði annað tækifæri í næstu viku.The @ChicagoBears took us into Club Dub after they secured the NFC North throne (via @thecheckdown) created using Galaxy Note9 (by @SamsungMobileUS) pic.twitter.com/xVKIZ3nVfN — NFL (@NFL) December 16, 2018Chicago Bears vann ekki aðeins langþráðan heimasigur á nágrönnum sínum í Green Bay Packers heldur tryggði sér einnig sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn frá árinu 2010. Green Bay hafði unnið 9 af síðustu 10 leikjum liðanna en Aaron Rodgers og félagar komust lítið áleiðis gegn hinni sterku vörn Chicago Bears og missa því af úrslitakeppninni annað árið í röð. Þjálfarinn Matt Nagy hefur gjörtbreytt Chicago Bears liðinu síðan að hann tók við en þetta var sjöundi sigur liðsins í síðustu átta leikjum. Með því að vinna 24-17 sigur á Packers þá hefur liðið tryggt sér sigur í Norðurriðli Þjóðardeildarinnar. Það var mikil gleði í Chicago enda verður núna janúarfótbolti hjá félaginu í fyrsta sinn síðan 2010.For the first time since 2010, the Bears have playoff preparations to make. They clinched the NFC North on Sunday by holding off the rival Packers, 24-17. Recap and highlights via @ChiTribKane: https://t.co/WEU9fzZscKpic.twitter.com/2mb1kTEb7U — Chicago Sports (@ChicagoSports) December 16, 2018Dallas Cowboys átti líka möguleika á því að tryggja sig inn í úrslitakeppnina með sigri á Indianapolis Colts en Kúrekarnir höfðu unnið fimm leiki í röð. Cowboys-liðið gekk hinsvegar á vegg og náði ekki að skora eitt einasta stig í 23-0 tapi. Þetta er í fyrsta sinn í fimmtán ár sem Kúrekarnir fara stigalausir í gegnum heilan leik.New York Giants varð sér til enn meiri skammar með því að skora ekki eitt einasta stig á heimavelli á móti Tennessee Titans. Titans liðið á enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni og sýndi styrk sinn með 17-0 sigri á Risunm sem hafa verið afar rislitlir á þessari leiktíð.It's been a rough week for NFC East offenses. pic.twitter.com/CSiNpeVMnb — Sporting News (@sportingnews) December 16, 2018New England Patriots er líka lið sem mistókst að tryggja sig inn í úrslitakeppnina. New England Patriots tapaði öðrum leiknum í röð nú fyrir erkifjendum sínum í Pittsburgh Steelers. Steelers unnu leikinn 17-10 og enduðu þriggja leikja taphrinu sína með mikilvægum sigri.Seattle Seahawks er enn eitt liðið sem mistókst að tryggja sig inn í úrslitakeppnina í gær en Seahawks liðið tapaði þá á móti San Francisco 49ers sem er fyrir löngu úr leik.FINAL: The @Eagles defeat the Rams on Sunday Night! #FlyEaglesFly#PHIvsLAR (by @Lexus) pic.twitter.com/3IabVIlDrE — NFL (@NFL) December 17, 2018Meistararnir í Philadelphia Eagles eiga enn möguleika á úrslitakeppni þrátt fyrir skrautlegt tímabil en þeir héldu sér á lífi með 30-23 sigri á hinu sterka liði Los Angeles Rams í nótt. Leikstjórnandinn Carson Wentz er meiddur og alveg eins og á meistaraárinu í fyrra þá tók Nick Foles við keflinu og leiddi Eagles liðið til sigurs. Þetta var í fyrsta sinn sem Los Angeles Rams tapar tveimur leikjum í röð undir stjórn Sean McVay en Hrútarnir hafa misst aðeins einbeitinguna eftir að þeir tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni. Það er nú aftur komin spenna í Austurriðil Þjóðardeildarinnar eftir tap Dallas Cowboys (8 sigrar - 6 töp) og sigra hjá bæði Philadelphia Eagles (7 sigrar - 7 töp) og Washington Redskins (7 sigrar - 7 töp).Úrslitin í öllum leikjum í NFL-deildinni: Los Angeles Rams - Philadelphia Eagles 23-30 New York Jets - Houston Texans 22-29 Denver Broncos - Cleveland Browns 16-17 Atlanta Falcons - Arizona Cardinals 40-14 Baltimore Ravens - Tampa Bay Buccaneers 20-12 Buffalo Bills - Detroit Lions 14-13 Chicago Bears - Green Bay Packers 24-17 Cincinnati Bengals - Oakland Raiders 30-16 Indianapolis Colts - Dallas Cowboys 23-0 Jacksonville Jaguars - Washington Redskins 13-16 Minnesota Vikings - Miami Dolphins 41-17 New York Giants - Tennessee Titans 0-17 San Francisco 49ers - Seattle Seahawks 26-23 Pittsburgh Steelers - New England Patriots 17-10
NFL Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Fleiri fréttir Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira