Innlent

Þrír milljarðar í ráðgjafar- og hönnunarþjónustu

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Fréttablaðið/Ernir
Frá árinu 2014 hefur Reykjavíkurborg greitt ríflega þrjá milljarða króna í ráðgjafar- og hönnunarþjónustu. Þetta kemur fram í svari fjármálskrifstofu Reykjavíkurborgar við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem lagt var fram á fimmtudag.

Spurt var um aðkeypta ráðgjöf og ráðgjafarvinnu fyrir borgina frá 2014 til dagsins í dag. Bein ráðgjafarþjónusta á umræddu tímabili nam hálfum milljarði króna. Þar með er ekki allt talið.

Í svari borgarinnar segir að mikið af vinnu verkfræðinga og arkitekta, sem tengist ráðgjöf, er einnig vegna vinnu við hönnun og eftirlit og erfitt sé og jafnvel útilokað að sundurgreina þá vinnu sérstaklega vegna ráðgjafar og var hún því tekin saman í sérstaka töflu.

Samantekinn kostnaður af ráðgjöf, hönnun og eftirliti á tímabilinu var 2.573 milljónir. Alls ríflega þrír milljarðar króna. Stærstu viðskiptavinir borgarinnar þegar kemur að ráðgjafarþjónustu einungis er Capacent, sem fékk 102 milljónir króna á tímabilinu.

Þegar kemur að flokki ráðgjafar, hönnunar og eftirlits, er V.S.Ó. ráðgjöf efst og hefur fengið 809 milljónir á þessum tæpu fjórum árum, Efla 795 milljónir og Mannvit 620 milljónir svo fátt eitt sé nefnt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×