Sex ára lokun Gömlu Hringbrautar hefur töluverð áhrif á leiðir Strætó Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2018 11:46 Á myndinni má sjá þann hluta Gömlu Hringbrautar sem verður lokað vegna framkvæmda. Strætó Í janúar 2019 mun hluti Gömlu Hringbrautar loka í sex ár vegna framkvæmda á nýjum Landspítala. Lokunin mun hafa nokkur áhrif á leiðakerfi Strætó. Þá hækkar gjaldskrá Strætó að meðaltali um tæp fjögur prósent um áramótin. Almennt staðgreiðslugjald og stakt fargjald verður 470 krónur eftir breytingar en var 460 krónur. Í eigendastefnu Strætó sem samþykkt var í apríl 2013 kemur fram að stefnt skuli að því að fargjaldatekjur standi undir allt að 40% af almennum rekstrarkostnaði Strætó. Í dag standa fargjaldatekjur undir rúmlega 30% af almennum rekstrarkostnaði félagsins.Strætó fer um Barónstíg Leiðir 1, 3 og 6 munu nota nýjan veg á gatnamótaum Gömlu Hringbrautar og Barónsstígs og aka í staðinn inn á Hringbraut. Þetta á við báðar áttir, til og frá Hlemmi. Biðstöðvarnar Landspítalinn og BSÍ sameinast í biðstöðina BSÍ/Landspítalinn. Leiðir 5 og 15 munu aka nýja leið til þess að komast milli Gömlu Hringbrautar og Snorrabrautar. Á leið vestur munu vagnarnir aka frá Hlemmi, inn á Snorrabraut og beygja inn Egilsgötu og Barónsstíg á leið sinni að Gömlu-Hringbraut. Nýjar biðstöðvar á leið vestur í átt frá Hlemm eru : Egilsgata/Barónsstígur, Barónsstígur/Landspítalinn og BSÍ/Landspítalinn. Á leið austur munu leiðirnar beygja inn á Barónsstíg og aka niður Bergþórugötu og inn á Snorrabraut á leið sinni á Hlemm. Nýjar biðstöðvar á leið austur í átt að Hlemm eru: BSÍ/Landspítalinn, Barónsstígur/Landspítalinn og Barónsstígur/Egilsgata.Klippa: Breytingar á leið Strætó vegna nýs LandspítalaStrætó snýr aftur við HörpuLeið 3 mun aka Kalkofnsveg og Sæbraut Í stað þess að aka Hverfisgötu, mun leið 3 aka um Kalkofnsveg og Sæbraut til og frá Hlemmi. Verður þetta í fyrsta sinn í tæp tvö ár sem að Strætó stoppar við Hörpu, en í mars árið 2017 færðust sex strætóleiðir inn á Hverfisgötu vegna framkvæmda á gatnamótum Lækjargötu og Kalkofnsvegar. Nýjar biðstöðvar á leið 3 verða Arnarhóll/Lækjartorg, Harpa, Sæbraut/Vitastígur og Sæbraut/Frakkastígur. Allar biðsstöðvar á Hverfisgötu detta út á leið 3.Leið 14 styttist Á annatímum, seinni part dags lendir leið 14 gjarnan í miklum umferðartöfum og vögnunum gengur illa að halda áætlun. Sumarið 2017 var einum vagni og auka tíma bætt við leiðina í þeirri von að seinkanir myndu minnka. Sú breyting lagaði ástandið aðeins lítillega og meira þurfti til. Í stað þess að leiðin aki um Lækjargötu og Hringbraut til og frá Hlemmi, þá munu vagnarnir aka um Hverfisgötu til og frá Hlemmi. Strætó telur að þessi breyting muni auka áreiðanleika leiðar 14.Tímar breytast á leiðum 28 og 75 -Tímatöflu leiðar 28 verður breytt til að tryggja betri tengingar við Hamraborg og í þeirri von að tímajöfnun minnki í Dalaþingi. -Tímatöflu leiðar 75 verður breytt til þess hún passi betur við tómstundaiðkun ungmenna í Árborg. Árborg Landspítalinn Samgöngur Strætó Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Hrækti framan í lögregluþjón Innlent Fleiri fréttir Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Sjá meira
Í janúar 2019 mun hluti Gömlu Hringbrautar loka í sex ár vegna framkvæmda á nýjum Landspítala. Lokunin mun hafa nokkur áhrif á leiðakerfi Strætó. Þá hækkar gjaldskrá Strætó að meðaltali um tæp fjögur prósent um áramótin. Almennt staðgreiðslugjald og stakt fargjald verður 470 krónur eftir breytingar en var 460 krónur. Í eigendastefnu Strætó sem samþykkt var í apríl 2013 kemur fram að stefnt skuli að því að fargjaldatekjur standi undir allt að 40% af almennum rekstrarkostnaði Strætó. Í dag standa fargjaldatekjur undir rúmlega 30% af almennum rekstrarkostnaði félagsins.Strætó fer um Barónstíg Leiðir 1, 3 og 6 munu nota nýjan veg á gatnamótaum Gömlu Hringbrautar og Barónsstígs og aka í staðinn inn á Hringbraut. Þetta á við báðar áttir, til og frá Hlemmi. Biðstöðvarnar Landspítalinn og BSÍ sameinast í biðstöðina BSÍ/Landspítalinn. Leiðir 5 og 15 munu aka nýja leið til þess að komast milli Gömlu Hringbrautar og Snorrabrautar. Á leið vestur munu vagnarnir aka frá Hlemmi, inn á Snorrabraut og beygja inn Egilsgötu og Barónsstíg á leið sinni að Gömlu-Hringbraut. Nýjar biðstöðvar á leið vestur í átt frá Hlemm eru : Egilsgata/Barónsstígur, Barónsstígur/Landspítalinn og BSÍ/Landspítalinn. Á leið austur munu leiðirnar beygja inn á Barónsstíg og aka niður Bergþórugötu og inn á Snorrabraut á leið sinni á Hlemm. Nýjar biðstöðvar á leið austur í átt að Hlemm eru: BSÍ/Landspítalinn, Barónsstígur/Landspítalinn og Barónsstígur/Egilsgata.Klippa: Breytingar á leið Strætó vegna nýs LandspítalaStrætó snýr aftur við HörpuLeið 3 mun aka Kalkofnsveg og Sæbraut Í stað þess að aka Hverfisgötu, mun leið 3 aka um Kalkofnsveg og Sæbraut til og frá Hlemmi. Verður þetta í fyrsta sinn í tæp tvö ár sem að Strætó stoppar við Hörpu, en í mars árið 2017 færðust sex strætóleiðir inn á Hverfisgötu vegna framkvæmda á gatnamótum Lækjargötu og Kalkofnsvegar. Nýjar biðstöðvar á leið 3 verða Arnarhóll/Lækjartorg, Harpa, Sæbraut/Vitastígur og Sæbraut/Frakkastígur. Allar biðsstöðvar á Hverfisgötu detta út á leið 3.Leið 14 styttist Á annatímum, seinni part dags lendir leið 14 gjarnan í miklum umferðartöfum og vögnunum gengur illa að halda áætlun. Sumarið 2017 var einum vagni og auka tíma bætt við leiðina í þeirri von að seinkanir myndu minnka. Sú breyting lagaði ástandið aðeins lítillega og meira þurfti til. Í stað þess að leiðin aki um Lækjargötu og Hringbraut til og frá Hlemmi, þá munu vagnarnir aka um Hverfisgötu til og frá Hlemmi. Strætó telur að þessi breyting muni auka áreiðanleika leiðar 14.Tímar breytast á leiðum 28 og 75 -Tímatöflu leiðar 28 verður breytt til að tryggja betri tengingar við Hamraborg og í þeirri von að tímajöfnun minnki í Dalaþingi. -Tímatöflu leiðar 75 verður breytt til þess hún passi betur við tómstundaiðkun ungmenna í Árborg.
Árborg Landspítalinn Samgöngur Strætó Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Hrækti framan í lögregluþjón Innlent Fleiri fréttir Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Sjá meira