Ríkisstjórn May býr sig undir að ganga úr ESB án samnings Kjartan Kjartansson skrifar 17. desember 2018 12:35 May ætlar enn að reyna að fá leiðtoga ESB til að gefa eftir svo hún geti komið útgöngusamningi í gegnum þingið. Vísir/EPA Breska ríkisstjórnin hefur samþykkt að verja tveimur milljörðum punda í að undirbúa útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings um hvað tekur við í samskiptum þeirra. Theresa May forsætisráðherra reynir enn að ná betri samningi við sambandið en tilraunir hennar hafa ekki borið árangur til þessa. Atkvæðagreiðslu um útgöngusamning May við ESB sem átti að fara fram í breska þinginu á þriðjudag í síðustu viku var frestað þegar ljóst var orðið að hann yrði kolfelldur. May hélt þá til Brussel til að reyna að fá tryggingar frá evrópskum ráðamönnum sem gætu sannfært breska þingmenn til að samþykkja samning hennar. Forsætisráðuneytið segir nú að tilkynnt verði bráðlega um hvernig tveimur milljörðum punda verður varið til að búa Bretland undir að ganga úr ESB í lok mars án þess að samningur liggi fyrir um viðskipti og samskipti við Evrópu. Talsmaður May sagði á fundi með fréttamönnum fyrir hádegið að forsætisráðherrann reyndi enn að semja en að hún væri tilbúin að ganga úr ESB án samnings ef nauðsyn krefði, að sögn The Guardian. Viðræður við ESB haldi áfram í þessari viku. Spurður að því hvort að þingmenn fengju að greiða atkvæði um valkosti við Brexit hafnaði talsmaður forsætisráðherrans því. Útilokaði hann jafnframt að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um útgönguna yrði haldin. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May snýr tómhent heim frá Brussel Breska forsætisráðherranum tókst ekki að fá neitt upp úr fulltrúum ESB sem gæti sannfært breska þingmenn til að greiða útgöngusamningi hennar atkvæði sitt. 14. desember 2018 14:31 Bandamenn sagðir undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu án vitundar May Tveir af nánustu bandamönnum Theresu May forsætisráðherra Bretlands eru sagðir taka þátt baktjaldamakki með þingmönnum Verkamannaflokksins um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit án vitundar forsætisráðherrans. 16. desember 2018 19:06 Önnur þjóðaratkvæðagreiðsla væri svik við þjóðina May segir að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla væri svik við bresku þjóðina sem hafi nú þegar sagt sína meiningu í atkvæðagreiðslunni árið 2015. Þetta segir May í forsíðuviðtali hjá The Guardian sem verður birt á morgun. 16. desember 2018 23:19 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Breska ríkisstjórnin hefur samþykkt að verja tveimur milljörðum punda í að undirbúa útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings um hvað tekur við í samskiptum þeirra. Theresa May forsætisráðherra reynir enn að ná betri samningi við sambandið en tilraunir hennar hafa ekki borið árangur til þessa. Atkvæðagreiðslu um útgöngusamning May við ESB sem átti að fara fram í breska þinginu á þriðjudag í síðustu viku var frestað þegar ljóst var orðið að hann yrði kolfelldur. May hélt þá til Brussel til að reyna að fá tryggingar frá evrópskum ráðamönnum sem gætu sannfært breska þingmenn til að samþykkja samning hennar. Forsætisráðuneytið segir nú að tilkynnt verði bráðlega um hvernig tveimur milljörðum punda verður varið til að búa Bretland undir að ganga úr ESB í lok mars án þess að samningur liggi fyrir um viðskipti og samskipti við Evrópu. Talsmaður May sagði á fundi með fréttamönnum fyrir hádegið að forsætisráðherrann reyndi enn að semja en að hún væri tilbúin að ganga úr ESB án samnings ef nauðsyn krefði, að sögn The Guardian. Viðræður við ESB haldi áfram í þessari viku. Spurður að því hvort að þingmenn fengju að greiða atkvæði um valkosti við Brexit hafnaði talsmaður forsætisráðherrans því. Útilokaði hann jafnframt að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um útgönguna yrði haldin.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May snýr tómhent heim frá Brussel Breska forsætisráðherranum tókst ekki að fá neitt upp úr fulltrúum ESB sem gæti sannfært breska þingmenn til að greiða útgöngusamningi hennar atkvæði sitt. 14. desember 2018 14:31 Bandamenn sagðir undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu án vitundar May Tveir af nánustu bandamönnum Theresu May forsætisráðherra Bretlands eru sagðir taka þátt baktjaldamakki með þingmönnum Verkamannaflokksins um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit án vitundar forsætisráðherrans. 16. desember 2018 19:06 Önnur þjóðaratkvæðagreiðsla væri svik við þjóðina May segir að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla væri svik við bresku þjóðina sem hafi nú þegar sagt sína meiningu í atkvæðagreiðslunni árið 2015. Þetta segir May í forsíðuviðtali hjá The Guardian sem verður birt á morgun. 16. desember 2018 23:19 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
May snýr tómhent heim frá Brussel Breska forsætisráðherranum tókst ekki að fá neitt upp úr fulltrúum ESB sem gæti sannfært breska þingmenn til að greiða útgöngusamningi hennar atkvæði sitt. 14. desember 2018 14:31
Bandamenn sagðir undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu án vitundar May Tveir af nánustu bandamönnum Theresu May forsætisráðherra Bretlands eru sagðir taka þátt baktjaldamakki með þingmönnum Verkamannaflokksins um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit án vitundar forsætisráðherrans. 16. desember 2018 19:06
Önnur þjóðaratkvæðagreiðsla væri svik við þjóðina May segir að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla væri svik við bresku þjóðina sem hafi nú þegar sagt sína meiningu í atkvæðagreiðslunni árið 2015. Þetta segir May í forsíðuviðtali hjá The Guardian sem verður birt á morgun. 16. desember 2018 23:19