Ívilnun vegna kolefnisbindingar Ari Trausti Guðmundsson skrifar 17. desember 2018 07:00 Mikilvægi kolefnisbindingar í jarðvegi og gróðri er alþekkt. Hér á landi er unnt að binda milljónir tonna af kolefni úr kolefnisgösum (gróðurhúsalofttegundum) á ári, þegar fram í sækir. Losun nú á Íslandi, að slepptu útstreymi úr framræstu eða illa förnu landi, frá flugvélum og orkufrekum iðnaði, er tæplega 5 milljón tonn á ári. Það bíður okkar margþætt verkefni við að minnka alla losun og binda kolefni að auki. Ríkið leikur stórt hlutverk í þessum efnum, ásamt sveitarfélögum og almenningi. Að auki verða fyrirtæki, stofnanir og félög að taka til höndum. Samanlagt eru framlög allra annarra en ríkisins, þungvægust í andófinu gegn hraðri loftslagshlýnun. Ríkisvaldið hvetur vissulega til dáða í ótal tilvikum, liðkar fyrir og leggur fram fé til margvíslegra verkefna, ríkisstjórnir setja fram stefnur og markmið í nafni samfélagsins. Núverandi ríkisstjórn stendur við sín markmið. Ég hef lagt til vinnslu á Alþingi breytingartillögu við lög um tekjuskatt, í samráði við ráðherra, til þess að ívilna lögaðilum, leggi þeir fram fé til kolefnisbindingar, til dæmis skógræktar með ræktendum eða Kolviði og/eða endurheimtar votlendis með Landgræðslunni eða Votlendissjóði. Þannig geta aðilar í atvinnurekstri talið fram greiðslur til bindiverkefna, allt að 0,85% tekna, sem verða undanþegnar tekjuskatti. Í reglugerð verður kveðið nánar á um kröfur um upplýsingaskil þegar gerð er grein fyrir svona framlögum. Meðal annars er æskilegt að framlögin séu liður í umhverfis- eða loftslagsstefnu þess sem bindur kolefni með þessum hætti. Margir þingmenn flytja tillöguna með mér og er það til marks um þverpólitískan vilja á Alþingi. Vonandi nýta margir ívilnunina þegar tillagan, vonandi óbreytt, verður að veruleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Mikilvægi kolefnisbindingar í jarðvegi og gróðri er alþekkt. Hér á landi er unnt að binda milljónir tonna af kolefni úr kolefnisgösum (gróðurhúsalofttegundum) á ári, þegar fram í sækir. Losun nú á Íslandi, að slepptu útstreymi úr framræstu eða illa förnu landi, frá flugvélum og orkufrekum iðnaði, er tæplega 5 milljón tonn á ári. Það bíður okkar margþætt verkefni við að minnka alla losun og binda kolefni að auki. Ríkið leikur stórt hlutverk í þessum efnum, ásamt sveitarfélögum og almenningi. Að auki verða fyrirtæki, stofnanir og félög að taka til höndum. Samanlagt eru framlög allra annarra en ríkisins, þungvægust í andófinu gegn hraðri loftslagshlýnun. Ríkisvaldið hvetur vissulega til dáða í ótal tilvikum, liðkar fyrir og leggur fram fé til margvíslegra verkefna, ríkisstjórnir setja fram stefnur og markmið í nafni samfélagsins. Núverandi ríkisstjórn stendur við sín markmið. Ég hef lagt til vinnslu á Alþingi breytingartillögu við lög um tekjuskatt, í samráði við ráðherra, til þess að ívilna lögaðilum, leggi þeir fram fé til kolefnisbindingar, til dæmis skógræktar með ræktendum eða Kolviði og/eða endurheimtar votlendis með Landgræðslunni eða Votlendissjóði. Þannig geta aðilar í atvinnurekstri talið fram greiðslur til bindiverkefna, allt að 0,85% tekna, sem verða undanþegnar tekjuskatti. Í reglugerð verður kveðið nánar á um kröfur um upplýsingaskil þegar gerð er grein fyrir svona framlögum. Meðal annars er æskilegt að framlögin séu liður í umhverfis- eða loftslagsstefnu þess sem bindur kolefni með þessum hætti. Margir þingmenn flytja tillöguna með mér og er það til marks um þverpólitískan vilja á Alþingi. Vonandi nýta margir ívilnunina þegar tillagan, vonandi óbreytt, verður að veruleika.
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar