Segir nauðsynlegt að breyta strúktúrnum í sauðfjárrækt Sveinn Arnarsson skrifar 6. janúar 2018 07:00 Fækka þarf sauðfé að mati rannsakanda. Engum dylst að staða sauðfjárbænda er grafalvarleg. vísir/vilhelm Bændum og fé þarf að fækka ef ekki finnast erlendir markaðir, starfsumhverfi sauðfjárbænda hvetur til offramleiðslu og ekkert sem ríkið getur gert til þess að koma stöðugleika á verð sem fæst fyrir kjöt erlendis. Þetta er niðurstaða Kára Gautasonar, sérfræðings hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, sem skoðaði gaumgæfilega starfsumhverfi sauðfjárræktarinnar fyrir Landssamtök sauðfjárbænda (LS). „Ef það er markmið að menn hafi allar heimilistekjur úr sauðfjárrækt þá held ég að það þurfi að verða strúktúrbreyting á sauðfjárrækt eins og hefur verið í nautgriparækt. Það er að búin stækki verulega og til að það sé pláss til þess þurfa einhverjir að hætta,“ segir hann. Kári var fenginn af LS til að skoða rekstrarumhverfi sauðfjárræktarinnar og hvaða meðul aðrar þjóðir noti til sveiflujöfnunar fyrir bændur. Engum dylst að staða sauðfjárbænda er grafalvarleg þar sem rekstrargrundvöllur stórs hluta sauðfjárbúa er brostinn í landinu vegna verðfalls afurða erlendis.Oddný Steina Valsdóttir, varafofmaður Landssamtaka sauðfjárbændaKári bendir á að neysla á lambakjöti innanlands breytist ekki í bráð og með aukinni framleiðslu verði framleiðsla á lambakjöti viðkvæmari fyrir sveiflum erlendis. Ríkið geti lítið sem ekkert gert í að breyta verðlagi á lambakjöti á heimsmarkaði. Á fyrstu tíu mánuðum ársins hafa verið fluttar út sauðfjárafurðir fyrir rúmlega fimm hundruð krónur á hvert kíló að meðaltali. Kári segir það nærri helmingi lægra en framleiðslukostnað best reknu búa landsins. „Persónulega finnst mér mikil áhætta að byggja greinina að svo stórum hluta á útflutningi,“ segir Kári. „Raunveruleikinn er sá að það fæst ekki það verð fyrir vöruna sem þarf til að framleiða hana og þá er svarið að það sé framleitt of mikið.“ Oddný Steina Valsdóttir, formaður LS, segir stöðuna ekki góða og finna þurfi lausnir. „Við höfum bent á að sveiflujöfnun af einhverju tagi þurfi að koma á og sú aðferð er viðhöfð í fjölda landa. Við teljum, sérstaklega í grein með langa framleiðsluferla og fjölskyldubú sem þola ekki miklar ytri sveiflur, að það sé rökrétt að setja á útflutningsskyldu á lambakjöt,“ segir Oddný. „Samfélagslega er æskilegra að það verði fækkun á fé frekar en fækkun á búum. Því er hægt að búa til hvata fyrir bændur til að fækka fé og greiða til að mynda fyrir landbótaverkefni.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali og úti á sjó vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Bændum og fé þarf að fækka ef ekki finnast erlendir markaðir, starfsumhverfi sauðfjárbænda hvetur til offramleiðslu og ekkert sem ríkið getur gert til þess að koma stöðugleika á verð sem fæst fyrir kjöt erlendis. Þetta er niðurstaða Kára Gautasonar, sérfræðings hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, sem skoðaði gaumgæfilega starfsumhverfi sauðfjárræktarinnar fyrir Landssamtök sauðfjárbænda (LS). „Ef það er markmið að menn hafi allar heimilistekjur úr sauðfjárrækt þá held ég að það þurfi að verða strúktúrbreyting á sauðfjárrækt eins og hefur verið í nautgriparækt. Það er að búin stækki verulega og til að það sé pláss til þess þurfa einhverjir að hætta,“ segir hann. Kári var fenginn af LS til að skoða rekstrarumhverfi sauðfjárræktarinnar og hvaða meðul aðrar þjóðir noti til sveiflujöfnunar fyrir bændur. Engum dylst að staða sauðfjárbænda er grafalvarleg þar sem rekstrargrundvöllur stórs hluta sauðfjárbúa er brostinn í landinu vegna verðfalls afurða erlendis.Oddný Steina Valsdóttir, varafofmaður Landssamtaka sauðfjárbændaKári bendir á að neysla á lambakjöti innanlands breytist ekki í bráð og með aukinni framleiðslu verði framleiðsla á lambakjöti viðkvæmari fyrir sveiflum erlendis. Ríkið geti lítið sem ekkert gert í að breyta verðlagi á lambakjöti á heimsmarkaði. Á fyrstu tíu mánuðum ársins hafa verið fluttar út sauðfjárafurðir fyrir rúmlega fimm hundruð krónur á hvert kíló að meðaltali. Kári segir það nærri helmingi lægra en framleiðslukostnað best reknu búa landsins. „Persónulega finnst mér mikil áhætta að byggja greinina að svo stórum hluta á útflutningi,“ segir Kári. „Raunveruleikinn er sá að það fæst ekki það verð fyrir vöruna sem þarf til að framleiða hana og þá er svarið að það sé framleitt of mikið.“ Oddný Steina Valsdóttir, formaður LS, segir stöðuna ekki góða og finna þurfi lausnir. „Við höfum bent á að sveiflujöfnun af einhverju tagi þurfi að koma á og sú aðferð er viðhöfð í fjölda landa. Við teljum, sérstaklega í grein með langa framleiðsluferla og fjölskyldubú sem þola ekki miklar ytri sveiflur, að það sé rökrétt að setja á útflutningsskyldu á lambakjöt,“ segir Oddný. „Samfélagslega er æskilegra að það verði fækkun á fé frekar en fækkun á búum. Því er hægt að búa til hvata fyrir bændur til að fækka fé og greiða til að mynda fyrir landbótaverkefni.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali og úti á sjó vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira