Jón leiðir samgönguáætlun til lykta eftir brotthvarf Bergþórs Kristján Már Unnarsson skrifar 6. desember 2018 20:30 Jón Gunnarsson, starfandi formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, á nefndarfundinum í morgun. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Klaustursmálið hefur haft þær pólitísku afleiðingar að það kemur í hlut nýs þingnefndarformanns að leiða til lykta eitt stærsta mál þingsins, samgönguáætlun, og það strax í næstu viku. Breytingin gæti orðið til þess að skýr skilaboð verði gefin um veggjöld til að flýta framkvæmdum. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Samgönguáætlun hefur verið aðalmál umhverfis- og samgöngunefndar á haustþingi en núna er það ekki lengur Miðflokksþingmaðurinn Bergþór Ólason sem situr í forsæti nefndarinnar heldur sjálfstæðismaðurinn Jón Gunnarsson, eftir að Bergþór fór í ótímabundið leyfi frá þingmennsku. En hefur þetta áhrif á áherslur í nefndinni? Samgönguáætlun var til umræðu á fundi þingnefndarinnar í morgun. Jón Gunnarsson situr í forsæti.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Jú, þessi uppákoma hefur eðlilega haft áhrif bara á störf þingsins almennt, - ekkert sérstaklega í okkar nefnd. En við höldum auðvitað bara áfram okkar vinnu. En þetta hefur haft áhrif á störfin svona í heild sinni,“ svarar Jón Gunnarsson. Svo vill til að Jón gegndi embætti samgönguráðherra um ellefu mánaða skeið á síðasta ári og kynnti þá hugmyndir um veggjöld til að flýta framkvæmdum, en hlaut fyrir gagnrýni, meðal annars frá Sigurði Inga Jóhannssyni, núverandi samgönguráðherra. -Muntu ná þínum hugmyndum í gegnum samgöngunefnd sem formaður núna? „Þetta er eitt af því sem hefur verið rætt mikið við gestakomur á nefndarfundum í haust um samgönguáætlun. Og það hafa auðvitað breyst mjög viðhorfin í samfélaginu gagnvart þessu.“Frá fundi umhverfis- og samgöngunefndar. Karl Gauti Hjaltason og Jón Gunnarsson.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Stefnt er að því nefndin afgreiði bæði fimm ára og fimmtán ára samgönguáætlun frá sér í næstu viku og vonast Jón til að ná samstöðu um skýr skilaboð um veggjöld. „Ég fagna því auðvitað að það er núna orðin þessi víðtækari sátt um þessa leið. Við erum svona að glíma við það í nefndinni núna hvort við getum unnið eitthvað með þær áherslur þannig að það megi koma svona skilaboð frá þinginu við afgreiðslu málsins; að það verði farið í það að reyna að flýta framkvæmdum, taka stærri og betri skref bara á næstu árum,“ segir Jón Gunnarsson, starfandi formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Vilja að 550 milljónir verði skornar af samgöngumálum 550 milljónir króna verða skornar niður af framlögum til samgöngumála á næsta ári, samkvæmt tillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis. 16. nóvember 2018 21:00 Ráðherra boðar núna vegtolla sem hann mælti gegn í fyrra Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp um vegtolla eftir áramót. Sjálfur gagnrýndi hann forvera sinn fyrir slík áform í fyrra. 10. október 2018 21:15 Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Klaustursmálið hefur haft þær pólitísku afleiðingar að það kemur í hlut nýs þingnefndarformanns að leiða til lykta eitt stærsta mál þingsins, samgönguáætlun, og það strax í næstu viku. Breytingin gæti orðið til þess að skýr skilaboð verði gefin um veggjöld til að flýta framkvæmdum. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Samgönguáætlun hefur verið aðalmál umhverfis- og samgöngunefndar á haustþingi en núna er það ekki lengur Miðflokksþingmaðurinn Bergþór Ólason sem situr í forsæti nefndarinnar heldur sjálfstæðismaðurinn Jón Gunnarsson, eftir að Bergþór fór í ótímabundið leyfi frá þingmennsku. En hefur þetta áhrif á áherslur í nefndinni? Samgönguáætlun var til umræðu á fundi þingnefndarinnar í morgun. Jón Gunnarsson situr í forsæti.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Jú, þessi uppákoma hefur eðlilega haft áhrif bara á störf þingsins almennt, - ekkert sérstaklega í okkar nefnd. En við höldum auðvitað bara áfram okkar vinnu. En þetta hefur haft áhrif á störfin svona í heild sinni,“ svarar Jón Gunnarsson. Svo vill til að Jón gegndi embætti samgönguráðherra um ellefu mánaða skeið á síðasta ári og kynnti þá hugmyndir um veggjöld til að flýta framkvæmdum, en hlaut fyrir gagnrýni, meðal annars frá Sigurði Inga Jóhannssyni, núverandi samgönguráðherra. -Muntu ná þínum hugmyndum í gegnum samgöngunefnd sem formaður núna? „Þetta er eitt af því sem hefur verið rætt mikið við gestakomur á nefndarfundum í haust um samgönguáætlun. Og það hafa auðvitað breyst mjög viðhorfin í samfélaginu gagnvart þessu.“Frá fundi umhverfis- og samgöngunefndar. Karl Gauti Hjaltason og Jón Gunnarsson.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Stefnt er að því nefndin afgreiði bæði fimm ára og fimmtán ára samgönguáætlun frá sér í næstu viku og vonast Jón til að ná samstöðu um skýr skilaboð um veggjöld. „Ég fagna því auðvitað að það er núna orðin þessi víðtækari sátt um þessa leið. Við erum svona að glíma við það í nefndinni núna hvort við getum unnið eitthvað með þær áherslur þannig að það megi koma svona skilaboð frá þinginu við afgreiðslu málsins; að það verði farið í það að reyna að flýta framkvæmdum, taka stærri og betri skref bara á næstu árum,“ segir Jón Gunnarsson, starfandi formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Vilja að 550 milljónir verði skornar af samgöngumálum 550 milljónir króna verða skornar niður af framlögum til samgöngumála á næsta ári, samkvæmt tillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis. 16. nóvember 2018 21:00 Ráðherra boðar núna vegtolla sem hann mælti gegn í fyrra Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp um vegtolla eftir áramót. Sjálfur gagnrýndi hann forvera sinn fyrir slík áform í fyrra. 10. október 2018 21:15 Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Vilja að 550 milljónir verði skornar af samgöngumálum 550 milljónir króna verða skornar niður af framlögum til samgöngumála á næsta ári, samkvæmt tillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis. 16. nóvember 2018 21:00
Ráðherra boðar núna vegtolla sem hann mælti gegn í fyrra Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp um vegtolla eftir áramót. Sjálfur gagnrýndi hann forvera sinn fyrir slík áform í fyrra. 10. október 2018 21:15
Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45