Þakkar stuðning þvert á flokkana Ólöf Skaftadóttir skrifar 6. desember 2018 06:00 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra er upptekin í Osló við fullveldishátíðarhöld. Fréttablaðið/Anton Brink „Mér fannst mjög mikilvægt að fara í þetta viðtal og senda skýr skilaboð. Þetta mál hefur verið mér afskaplega þungbært,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra eftir áhrifaríkt viðtal í Kastljósi í gær þar sem hún sagði þingmenn Miðflokksins, sem höfðu uppi gróf ummæli í hennar garð á bar í síðustu viku, vera ofbeldismenn sem ættu ekki að hafa dagskrárvald í landinu. „Ég verð þó að nefna að ég hef fundið fyrir miklum stuðningi frá félögum mínum í þinginu, úr flestum flokkum, og er þakklát fyrir þann stuðning,“ útskýrir Lilja. Hún segir ummæli þingmanna Miðflokksins sér bæði persónuleg og fagleg vonbrigði. „Við Sigmundur höfum verið persónulegir vinir í gegnum tíðina og unnið náið saman. Auðvitað er sárt að heyra vini manns og samstarfsmenn tala með þessum hætti. En ummælin dæma sig sjálf. Ég upplifði þetta sem ofbeldi í minn garð og á enn eftir að sjá raunverulega iðrun frá þeim sem í hlut áttu.“Sjá einnig: Miðflokksmennirnir ofbeldismenn sem eigi ekki að stýra ferðinni Aðspurð um framhaldið, hvernig samstarfið muni ganga fyrir sig héðan í frá segir Lilja að allt sé óráðið. „Ég ætla mér allavega að halda áfram að vinna mína vinnu, í þágu fólksins í landinu.“ Ljóst er að margir sátu límdir við skjáinn yfir viðtalinu og viðbrögðin á samfélagsmiðlum létu ekki á sér standa að því loknu. „Tilfinningaríkur nagli. Það er eitursterk blanda,“ sagði Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra á Facebook. „Menntamálaráðherra með lexíu dagsins í góðu viðtali,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. „Þú talar fyrir hönd allra kvenna og alls siðaðs fólks í þessu viðtali! “ sagði Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Tilbúinn að mæta eiðsvarinn fyrir siðanefnd og segja frá því sem hann hefur heyrt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir að ef siðanefnd vilji kalla eftir upptökum til að taka fyrir segist hann skilja það sem svo að nefndin vilji fá allar upptökur af samtölum þingmanna sem til eru. 5. desember 2018 09:09 Miðflokksmennirnir ofbeldismenn sem eigi ekki að stýra ferðinni 5. desember 2018 20:17 Siðanefndarinnar bíður meiri vinna en búist var við Vinna siðanefndar Alþingis vegna Klaustursmálsins svokallaða er umfangsmeiri en formaður nefndarinnar gerði ráð fyrir. 5. desember 2018 15:48 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
„Mér fannst mjög mikilvægt að fara í þetta viðtal og senda skýr skilaboð. Þetta mál hefur verið mér afskaplega þungbært,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra eftir áhrifaríkt viðtal í Kastljósi í gær þar sem hún sagði þingmenn Miðflokksins, sem höfðu uppi gróf ummæli í hennar garð á bar í síðustu viku, vera ofbeldismenn sem ættu ekki að hafa dagskrárvald í landinu. „Ég verð þó að nefna að ég hef fundið fyrir miklum stuðningi frá félögum mínum í þinginu, úr flestum flokkum, og er þakklát fyrir þann stuðning,“ útskýrir Lilja. Hún segir ummæli þingmanna Miðflokksins sér bæði persónuleg og fagleg vonbrigði. „Við Sigmundur höfum verið persónulegir vinir í gegnum tíðina og unnið náið saman. Auðvitað er sárt að heyra vini manns og samstarfsmenn tala með þessum hætti. En ummælin dæma sig sjálf. Ég upplifði þetta sem ofbeldi í minn garð og á enn eftir að sjá raunverulega iðrun frá þeim sem í hlut áttu.“Sjá einnig: Miðflokksmennirnir ofbeldismenn sem eigi ekki að stýra ferðinni Aðspurð um framhaldið, hvernig samstarfið muni ganga fyrir sig héðan í frá segir Lilja að allt sé óráðið. „Ég ætla mér allavega að halda áfram að vinna mína vinnu, í þágu fólksins í landinu.“ Ljóst er að margir sátu límdir við skjáinn yfir viðtalinu og viðbrögðin á samfélagsmiðlum létu ekki á sér standa að því loknu. „Tilfinningaríkur nagli. Það er eitursterk blanda,“ sagði Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra á Facebook. „Menntamálaráðherra með lexíu dagsins í góðu viðtali,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. „Þú talar fyrir hönd allra kvenna og alls siðaðs fólks í þessu viðtali! “ sagði Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Tilbúinn að mæta eiðsvarinn fyrir siðanefnd og segja frá því sem hann hefur heyrt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir að ef siðanefnd vilji kalla eftir upptökum til að taka fyrir segist hann skilja það sem svo að nefndin vilji fá allar upptökur af samtölum þingmanna sem til eru. 5. desember 2018 09:09 Miðflokksmennirnir ofbeldismenn sem eigi ekki að stýra ferðinni 5. desember 2018 20:17 Siðanefndarinnar bíður meiri vinna en búist var við Vinna siðanefndar Alþingis vegna Klaustursmálsins svokallaða er umfangsmeiri en formaður nefndarinnar gerði ráð fyrir. 5. desember 2018 15:48 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Tilbúinn að mæta eiðsvarinn fyrir siðanefnd og segja frá því sem hann hefur heyrt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir að ef siðanefnd vilji kalla eftir upptökum til að taka fyrir segist hann skilja það sem svo að nefndin vilji fá allar upptökur af samtölum þingmanna sem til eru. 5. desember 2018 09:09
Siðanefndarinnar bíður meiri vinna en búist var við Vinna siðanefndar Alþingis vegna Klaustursmálsins svokallaða er umfangsmeiri en formaður nefndarinnar gerði ráð fyrir. 5. desember 2018 15:48