Vikan í bílnum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 6. desember 2018 07:00 Ég sat föst í umferðinni í morgun og fór þá að hugsa um hvað ég ver stórum hluta dags í bílnum. Og reyndar stórum hluta lífs míns í bílnum. Samt hef ég ekkert gaman af bílum og er frekar afleitur bílstjóri. Ég rata ekki sérstaklega vel utan hverfis, þarf nokkur stæði til að leggja örugglega og um tíma hélt ég að ég ætti Hondu, en hið rétta er að ég keyri Nissan. Alla daga keyri ég í vinnu, heim úr vinnu, skutla og sæki börn í alls konar erindi. Samhliða akstrinum vinn ég svo sem lögfræðingur. Leigubílstjóri með lögfræði sem aukagrein. Auðvitað geta stundirnar í bílnum verið góðar, svo sem þegar yngsta dóttirin segir frá því hvað hún lærði í skólanum og hvaða klúbb hún valdi á Frístundaheimilinu. Síðan í október hef ég hlustað á „Do They Know It's Christmas?“ sem mér finnst fínasta lag, þó það séu reyndar aldrei jólin í bílnum. Þegar ég er ein skipti ég um útvarpsstöð áður en ég fer út úr bílnum. Það er nefnilega á milli mín og bílsins á hvað ég hlusta. Þegar ég skutla lærðum og meðvituðum farþegum gæti ég þess að stillt sé á Rás 1 og finnst ég fín. Í mörgum borgum auðveldar það líf fólks að eiga ekki bíl og ég trúi þeim ekki sem segja að Reykvíkingar hafi valið bílinn. Við völdum ekki bílinn. Við þurfum bíl. Samgöngurnar auðvelda okkur ekki lífið. En aðrar breytur geta líka haft áhrif á lengd bílavikunnar. Sveigjanlegur vinnutími og vinna að heiman dregur úr umferðarálagi og bílavikan styttist. Ég vil fjölskylduvænar samgöngur og bílaviku svo ég get varið tímanum með fjölskyldunni, en ekki með bílnum sem ég man ekki hvað heitir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ég sat föst í umferðinni í morgun og fór þá að hugsa um hvað ég ver stórum hluta dags í bílnum. Og reyndar stórum hluta lífs míns í bílnum. Samt hef ég ekkert gaman af bílum og er frekar afleitur bílstjóri. Ég rata ekki sérstaklega vel utan hverfis, þarf nokkur stæði til að leggja örugglega og um tíma hélt ég að ég ætti Hondu, en hið rétta er að ég keyri Nissan. Alla daga keyri ég í vinnu, heim úr vinnu, skutla og sæki börn í alls konar erindi. Samhliða akstrinum vinn ég svo sem lögfræðingur. Leigubílstjóri með lögfræði sem aukagrein. Auðvitað geta stundirnar í bílnum verið góðar, svo sem þegar yngsta dóttirin segir frá því hvað hún lærði í skólanum og hvaða klúbb hún valdi á Frístundaheimilinu. Síðan í október hef ég hlustað á „Do They Know It's Christmas?“ sem mér finnst fínasta lag, þó það séu reyndar aldrei jólin í bílnum. Þegar ég er ein skipti ég um útvarpsstöð áður en ég fer út úr bílnum. Það er nefnilega á milli mín og bílsins á hvað ég hlusta. Þegar ég skutla lærðum og meðvituðum farþegum gæti ég þess að stillt sé á Rás 1 og finnst ég fín. Í mörgum borgum auðveldar það líf fólks að eiga ekki bíl og ég trúi þeim ekki sem segja að Reykvíkingar hafi valið bílinn. Við völdum ekki bílinn. Við þurfum bíl. Samgöngurnar auðvelda okkur ekki lífið. En aðrar breytur geta líka haft áhrif á lengd bílavikunnar. Sveigjanlegur vinnutími og vinna að heiman dregur úr umferðarálagi og bílavikan styttist. Ég vil fjölskylduvænar samgöngur og bílaviku svo ég get varið tímanum með fjölskyldunni, en ekki með bílnum sem ég man ekki hvað heitir.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun