Læknar eiga erfitt með að leita sér lækninga Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 15. janúar 2018 20:30 Það er fremur óvenjulegt fyrir lækna að ræða sína eigin heilsu á Læknadögum, sem haldnir eru árlega, því þar er heilsa annarra yfirleitt til umfjöllunar. „Læknar eru upp til hópa mjög heilsuhraust fólk,“ segir Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir. „Þeir hafa áhuga á heilsu og vita mikið um heilsuna. En þeir geta veikst eins og aðrir - og streitan var til umræðu í morgun því við erum undir mjög miklu álagi og því geta fylgt sjúkdómar.“ Vaktavinna, mikil yfirvinna, mikil ábyrgð, hraði og flókið skipulag er meðal álagsþátta í starfi lækna. „Læknar eru mjög hátt á blaði hvað varðar streitu. Eins og annað framsækið, vel gefið fólk, sem hlífir sér ekki. Þar sem er löngun til að gera vel og mikið um samskipti í starfinu.“ En eins og Jón Eyjólfur Jónsson, yfirlæknir á Landspítalanum bendir á þá skera læknar sig úr hvað varðar það að leita sér lækninga. „Við eigum ekkert erfiðara með að veikjast, við gerum það með sama hraða og aðrir og af sömu tíðni, en við eigum oft erfiðara með að fara með það til kollega og reynum því sjálfir að lækna okkur.“ En þróunin er þó í rétta átt og virðast læknar farnir að huga betur að eigin heilsu. Ólafur segir lækninn kominn af stallinum. „Læknar eru orðnir mannlegri og þjoðin upplýst. Nú gengur læknum betur að upplýsa ef álagið er of mikið og leitar sér frekar hjálpar," segir hann. Heilbrigðismál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
Það er fremur óvenjulegt fyrir lækna að ræða sína eigin heilsu á Læknadögum, sem haldnir eru árlega, því þar er heilsa annarra yfirleitt til umfjöllunar. „Læknar eru upp til hópa mjög heilsuhraust fólk,“ segir Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir. „Þeir hafa áhuga á heilsu og vita mikið um heilsuna. En þeir geta veikst eins og aðrir - og streitan var til umræðu í morgun því við erum undir mjög miklu álagi og því geta fylgt sjúkdómar.“ Vaktavinna, mikil yfirvinna, mikil ábyrgð, hraði og flókið skipulag er meðal álagsþátta í starfi lækna. „Læknar eru mjög hátt á blaði hvað varðar streitu. Eins og annað framsækið, vel gefið fólk, sem hlífir sér ekki. Þar sem er löngun til að gera vel og mikið um samskipti í starfinu.“ En eins og Jón Eyjólfur Jónsson, yfirlæknir á Landspítalanum bendir á þá skera læknar sig úr hvað varðar það að leita sér lækninga. „Við eigum ekkert erfiðara með að veikjast, við gerum það með sama hraða og aðrir og af sömu tíðni, en við eigum oft erfiðara með að fara með það til kollega og reynum því sjálfir að lækna okkur.“ En þróunin er þó í rétta átt og virðast læknar farnir að huga betur að eigin heilsu. Ólafur segir lækninn kominn af stallinum. „Læknar eru orðnir mannlegri og þjoðin upplýst. Nú gengur læknum betur að upplýsa ef álagið er of mikið og leitar sér frekar hjálpar," segir hann.
Heilbrigðismál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira