Eiginkona Michael Schumacher í hjartnæmu bréfi: Hann neitar að gefast upp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2018 07:00 Michael Schumacher fagnar hér sigri með konu sína Corinnu á vinstri hönd. Vísir/Getty Michael Schumacher lenti í hryllilegu slysi í Ölpunum fyrir næstum því fimm árum og síðan þá hefur lítið heyrst í fjölskyldu formúlukappans. Nú hefur eiginkona hans óvænt sent frá sér hjartnæmt bréf. Michael Schumacher var að skíðum 29. desember 2013 þegar hann féll og rak höfuðið í stein. Hann var með hjálm en slasaðist samt mjög illa. Síðan þá hefur heimurinn lítið fengið að vita um bata hans. Corinna Schumacher, eiginkona Michael Schumacher, sendi bréfið til tónlistarmannsins Sascha Herchenbach, sem hafði áður samið lagið Born To Fight til heiðurs Michael. Herchenbach ákvað að leyfa þýska blaðinu Bunte að segja frá bréfinu. BT segir frá. „Ég vil þakka öllum frá innstu hjartarótum fyrir allar gjafirnar og öll hlýju orðin. Þau hjálpa okkur í gegnum þessa erfiðu tíma. Það hjálpaði fjölskyldunni mikið að fá allan þennan stuðning,“ skrifaði Corinna meðal annars. „Við vitum öll að Michael er baráttumaður. Hann neitar að gefast upp,“ skrifaði Corinna. Sascha Herchenbach sagði að bréf Corinnu hafi verið handskrifað og það hafi verið miklu persónulegra en hann bjóst við. Það fylgir þó ekki sögunni hversu langt er síðan að hún skrifaði það. Fjölskyldan hefur haldið sig útaf fyrir sig frá slysinu og því er ekki vitað nákvæmlega um stöðuna á heilsu Michael. Michael Schumacher er sjöfaldur heimsmeistari í formúlu eitt en hann vann meðal annars fimm ár í röð frá 2000 til 2004. Michael verður fimmtugur í byrjun næsta árs (3. janúar). Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Sjá meira
Michael Schumacher lenti í hryllilegu slysi í Ölpunum fyrir næstum því fimm árum og síðan þá hefur lítið heyrst í fjölskyldu formúlukappans. Nú hefur eiginkona hans óvænt sent frá sér hjartnæmt bréf. Michael Schumacher var að skíðum 29. desember 2013 þegar hann féll og rak höfuðið í stein. Hann var með hjálm en slasaðist samt mjög illa. Síðan þá hefur heimurinn lítið fengið að vita um bata hans. Corinna Schumacher, eiginkona Michael Schumacher, sendi bréfið til tónlistarmannsins Sascha Herchenbach, sem hafði áður samið lagið Born To Fight til heiðurs Michael. Herchenbach ákvað að leyfa þýska blaðinu Bunte að segja frá bréfinu. BT segir frá. „Ég vil þakka öllum frá innstu hjartarótum fyrir allar gjafirnar og öll hlýju orðin. Þau hjálpa okkur í gegnum þessa erfiðu tíma. Það hjálpaði fjölskyldunni mikið að fá allan þennan stuðning,“ skrifaði Corinna meðal annars. „Við vitum öll að Michael er baráttumaður. Hann neitar að gefast upp,“ skrifaði Corinna. Sascha Herchenbach sagði að bréf Corinnu hafi verið handskrifað og það hafi verið miklu persónulegra en hann bjóst við. Það fylgir þó ekki sögunni hversu langt er síðan að hún skrifaði það. Fjölskyldan hefur haldið sig útaf fyrir sig frá slysinu og því er ekki vitað nákvæmlega um stöðuna á heilsu Michael. Michael Schumacher er sjöfaldur heimsmeistari í formúlu eitt en hann vann meðal annars fimm ár í röð frá 2000 til 2004. Michael verður fimmtugur í byrjun næsta árs (3. janúar).
Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Sjá meira