Taldi þetta rétt skref á ferlinum Hjörvar Ólafsson skrifar 21. desember 2018 08:00 Arnar Freyr Arnarsson er hér lengst til vinstri á myndinni að fagna öðrum af tveimur meistaratitlunum sínum með Kristianstad. Fréttablaðið/Guðmundur Svansson Tilkynnt var í gær að Arnar Freyr Arnarsson, línumaður sænska liðsins Kristianstad og íslenska karlalandsliðsins í handbolta, muni færa sig næsta sumar yfir til Danmerkur og leika með danska liðinu GOG. Arnar Freyr tjáði Fréttablaðinu að nokkuð væri síðan þetta hefði verið ákveðið og það væri þægileg tilfinning að geta látið vini og ættingja vita af þessu. Hann hefur leikið með Kristianstad í tvær leiktíðir eftir að hann kom til liðsins frá Fram sumarið 2016 og orðið sænskur meistari með liðinu bæði árin. „Það eru nokkrar vikur síðan forráðamenn GOG höfðu samband við mig og föluðust eftir því að fá mig til liðs við sig. Ég var með fyrirspurnir frá þýskum og frönskum liðum einnig á sama tíma. Mér fannst ég þurfa á nýrri áskorun að halda eftir tvö góð ár hérna hjá Kristianstad. Það er að komast í nýtt umhverfi og sterkari deild,“ segir Arnar Freyr um vistaskiptin. „Þjálfari GOG sýndi mér virkilegan áhuga þegar ég ræddi við hann og ég fann fyrir raunverulegum áhuga á að fá mig til liðsins. Þarna get ég unnið bæði í styrkleikum mínum og veikleikum og haldið áfram að bæta minn leik. Það er mitt mat að danska deildin sé sterkari en sú sænska og þarna er meiri peningur til þess að setja í umgjörð liðanna,“ segir hann enn fremur. „Það skemmir svo alls ekki fyrir að ég mun hitta fyrir fyrrverandi liðsfélaga minn hjá Fram og frænda, Óðin Þór [Ríkharðsson], hjá GOG. Þarna er ungur og mjög spennandi leikmannahópur þar sem flestir leikmenn eru á mínum aldri. Það má alveg líta á þetta sem milliskref áður en ég fer mögulega til Þýskalands eða Frakklands síðar. Mín pæling er hins vegar bara að klára minn tíma hjá Kristianstad með sóma og standa mig svo í stykkinu með GOG þegar þar að kemur,“ segir línumaðurinn um komandi tíma. „Ég mun að sjálfsögðu kveðja Kristianstad með söknuði þar sem mér hefur liðið vel hérna og gengið hefur verið gott eftir að ég kom hingað. Þetta hafa verið tvö góð keppnistímabil þar sem við höfum orðið sænskir meistarar bæði árin. Nú þarf ég að komast annað til þess að þróa leik minn enn frekar. Hjá GOG verð ég með þjálfara sem veit hvað ég get og hvað ég þarf að bæta í mínum leik. Þar mun ég fá æfingar við mitt hæfi, en það er mikil áhersla lögð á að bæta einstaka leikmenn hjá þessu liði, skilst mér,“ segir hann að endingu um næsta áfangastað sinn á ferlinum. Arnar Freyr er í 20 manna æfingahópi íslenska liðsins sem undirbýr sig þessa dagana fyrir HM sem fram fer í Þýskalandi og Danmörku í janúar á næsta ári. Hann er væntanlegur til landsins milli jóla og nýárs og verður í eldlínunni með íslenska liðinu þegar það mætir Barein í tveimur æfingarleikjum skömmu fyrir komandi áramót. Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Fleiri fréttir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Sjá meira
Tilkynnt var í gær að Arnar Freyr Arnarsson, línumaður sænska liðsins Kristianstad og íslenska karlalandsliðsins í handbolta, muni færa sig næsta sumar yfir til Danmerkur og leika með danska liðinu GOG. Arnar Freyr tjáði Fréttablaðinu að nokkuð væri síðan þetta hefði verið ákveðið og það væri þægileg tilfinning að geta látið vini og ættingja vita af þessu. Hann hefur leikið með Kristianstad í tvær leiktíðir eftir að hann kom til liðsins frá Fram sumarið 2016 og orðið sænskur meistari með liðinu bæði árin. „Það eru nokkrar vikur síðan forráðamenn GOG höfðu samband við mig og föluðust eftir því að fá mig til liðs við sig. Ég var með fyrirspurnir frá þýskum og frönskum liðum einnig á sama tíma. Mér fannst ég þurfa á nýrri áskorun að halda eftir tvö góð ár hérna hjá Kristianstad. Það er að komast í nýtt umhverfi og sterkari deild,“ segir Arnar Freyr um vistaskiptin. „Þjálfari GOG sýndi mér virkilegan áhuga þegar ég ræddi við hann og ég fann fyrir raunverulegum áhuga á að fá mig til liðsins. Þarna get ég unnið bæði í styrkleikum mínum og veikleikum og haldið áfram að bæta minn leik. Það er mitt mat að danska deildin sé sterkari en sú sænska og þarna er meiri peningur til þess að setja í umgjörð liðanna,“ segir hann enn fremur. „Það skemmir svo alls ekki fyrir að ég mun hitta fyrir fyrrverandi liðsfélaga minn hjá Fram og frænda, Óðin Þór [Ríkharðsson], hjá GOG. Þarna er ungur og mjög spennandi leikmannahópur þar sem flestir leikmenn eru á mínum aldri. Það má alveg líta á þetta sem milliskref áður en ég fer mögulega til Þýskalands eða Frakklands síðar. Mín pæling er hins vegar bara að klára minn tíma hjá Kristianstad með sóma og standa mig svo í stykkinu með GOG þegar þar að kemur,“ segir línumaðurinn um komandi tíma. „Ég mun að sjálfsögðu kveðja Kristianstad með söknuði þar sem mér hefur liðið vel hérna og gengið hefur verið gott eftir að ég kom hingað. Þetta hafa verið tvö góð keppnistímabil þar sem við höfum orðið sænskir meistarar bæði árin. Nú þarf ég að komast annað til þess að þróa leik minn enn frekar. Hjá GOG verð ég með þjálfara sem veit hvað ég get og hvað ég þarf að bæta í mínum leik. Þar mun ég fá æfingar við mitt hæfi, en það er mikil áhersla lögð á að bæta einstaka leikmenn hjá þessu liði, skilst mér,“ segir hann að endingu um næsta áfangastað sinn á ferlinum. Arnar Freyr er í 20 manna æfingahópi íslenska liðsins sem undirbýr sig þessa dagana fyrir HM sem fram fer í Þýskalandi og Danmörku í janúar á næsta ári. Hann er væntanlegur til landsins milli jóla og nýárs og verður í eldlínunni með íslenska liðinu þegar það mætir Barein í tveimur æfingarleikjum skömmu fyrir komandi áramót.
Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Fleiri fréttir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Sjá meira