Þýska kappaksturkonan ræðir „kraftaverkið“ þegar hún lifði af árekstur á 275 km hraða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2018 09:00 Sophia Florsch. Mynd/Instagram/sophiafloersch Þýski táningurinn Sophia Florsch lenti í rosalegum árekstri í formúlu þrjú keppni í síðasta mánuði en lifði af og er nú öll að koma til. Hún er með jákvæðnina að vopni en viðurkennir að hafa fengið sjokk við að sjá myndbandið af árekstrinum sínum. Það sáu örugglega langflestir myndbandð ótrúlega þegar Sophia Florsch missti stjórn á bílnum sínum, flaug út úr brautinni og lenti á vegg á fullri ferð. Það skildu fáir hvernig hún lifði þetta af. Sophia Florsch hryggbrotnaði í árekstrinum og fór í ellefu tíma aðgerð en læknum tókst að koma í veg fyrir lömun sem voru frábærar fréttir fyrir alla.She describes surviving a 170mph crash a 'miracle'. Now Formula 3 driver Sophia Florsch is targeting becoming the first female Formula 1 world champion.https://t.co/vKCcmNC61Zpic.twitter.com/Lqhuk8lsiN — BBC Sport (@BBCSport) December 21, 2018Sophia Florsch er aðeins átján ára en hafði mikinn metnað til að standa sig í karlaheimi formúlanna. Formúla eitt var og er ennþá markmiðið. Hún stefnir á að vera heimsmeistari í formúlu eitt. „Það er vissulega mjög stórt markmið en ég nálgast það á hverju ári,“ sagði Sophia Florsch í viðtali við BBC. „Mér líður vel. Þetta gerðist fyrir fjórum vikum síðan og ég farin að geta gert næstum því allt. Sársaukinn minnkar líka með hverjum degi,“ sagði Sophia. „Síðustu tvær vikur hafa verið allt í lagi. Ég byrjaði í endurhæfingu fyrir tveimur vikum til að reyna að koma fyrir að ég missi út vöðva og reyna að koma skrokknum af stað á ný,“ sagði Sophia. „Nú snýst þetta allt um þetta venjulega. Að byggja upp styrk á ný í fótum og höndum. Ég get gert allt fyrir utan það að nota bakið og hálsinn. Síðustu vikur hafa því verið allt í lagi,“ sagði hin jákvæða Sophia. „Þetta er líklega kraftaverk og það er líka ástæðan fyrir að mér líður eðlilega og ég er ánægð,“ sagði Sophia Florsch sem hélt upp á átján ára afmælið sitt tveimur vikum eftir slysið. „Þetta gerðist allt svo hratt, enda á 275 km hraða, en ég get gert næstum því allt saman á ný og fyrir mig snýst þetta bara um að vera ánægð og halda áfram á jákvæðu nótunum,“ sagði Sophia. „Ég man eftir öllu í árekstrinum,“ viðurkenndi Sophia Florsch. Henni finnst slysið ekki hafa verið hræðilegt í minningunni því þetta gerðist svo hratt. „Meira að segja þegar ég var á spítalanum þá fannst mér þessi árekstur ekki vera svo hræðilegur en þegar ég sá myndbandið þá hugsaði ég: Þetta lítur frekar illa út,“ sagði Sophia. „Ég horfði á slysið í fyrsta sinn á föstudeginum á eftir og fékk auðvitað sjokk því þetta leit alls ekki út. Þetta var eiginlega bara hræðilegt. Ég bjóst ekki við að þetta liti svona hræðilega út því ég upplifði það ekki þannig í bílnum,“ sagði Sophia. Það má lesa allt viðtalið við hana hér. View this post on Instagramstyle update v2.0 one of the simple funny to dos at the moment fashion vs racing #style #girlsday #smile #beauty #swag #life #hair #crazy #enjoymylife #fashion #love #munichgirl #happyweekend /ad A post shared by Sophia (@sophiafloersch) on Dec 8, 2018 at 11:10am PST Formúla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira
Þýski táningurinn Sophia Florsch lenti í rosalegum árekstri í formúlu þrjú keppni í síðasta mánuði en lifði af og er nú öll að koma til. Hún er með jákvæðnina að vopni en viðurkennir að hafa fengið sjokk við að sjá myndbandið af árekstrinum sínum. Það sáu örugglega langflestir myndbandð ótrúlega þegar Sophia Florsch missti stjórn á bílnum sínum, flaug út úr brautinni og lenti á vegg á fullri ferð. Það skildu fáir hvernig hún lifði þetta af. Sophia Florsch hryggbrotnaði í árekstrinum og fór í ellefu tíma aðgerð en læknum tókst að koma í veg fyrir lömun sem voru frábærar fréttir fyrir alla.She describes surviving a 170mph crash a 'miracle'. Now Formula 3 driver Sophia Florsch is targeting becoming the first female Formula 1 world champion.https://t.co/vKCcmNC61Zpic.twitter.com/Lqhuk8lsiN — BBC Sport (@BBCSport) December 21, 2018Sophia Florsch er aðeins átján ára en hafði mikinn metnað til að standa sig í karlaheimi formúlanna. Formúla eitt var og er ennþá markmiðið. Hún stefnir á að vera heimsmeistari í formúlu eitt. „Það er vissulega mjög stórt markmið en ég nálgast það á hverju ári,“ sagði Sophia Florsch í viðtali við BBC. „Mér líður vel. Þetta gerðist fyrir fjórum vikum síðan og ég farin að geta gert næstum því allt. Sársaukinn minnkar líka með hverjum degi,“ sagði Sophia. „Síðustu tvær vikur hafa verið allt í lagi. Ég byrjaði í endurhæfingu fyrir tveimur vikum til að reyna að koma fyrir að ég missi út vöðva og reyna að koma skrokknum af stað á ný,“ sagði Sophia. „Nú snýst þetta allt um þetta venjulega. Að byggja upp styrk á ný í fótum og höndum. Ég get gert allt fyrir utan það að nota bakið og hálsinn. Síðustu vikur hafa því verið allt í lagi,“ sagði hin jákvæða Sophia. „Þetta er líklega kraftaverk og það er líka ástæðan fyrir að mér líður eðlilega og ég er ánægð,“ sagði Sophia Florsch sem hélt upp á átján ára afmælið sitt tveimur vikum eftir slysið. „Þetta gerðist allt svo hratt, enda á 275 km hraða, en ég get gert næstum því allt saman á ný og fyrir mig snýst þetta bara um að vera ánægð og halda áfram á jákvæðu nótunum,“ sagði Sophia. „Ég man eftir öllu í árekstrinum,“ viðurkenndi Sophia Florsch. Henni finnst slysið ekki hafa verið hræðilegt í minningunni því þetta gerðist svo hratt. „Meira að segja þegar ég var á spítalanum þá fannst mér þessi árekstur ekki vera svo hræðilegur en þegar ég sá myndbandið þá hugsaði ég: Þetta lítur frekar illa út,“ sagði Sophia. „Ég horfði á slysið í fyrsta sinn á föstudeginum á eftir og fékk auðvitað sjokk því þetta leit alls ekki út. Þetta var eiginlega bara hræðilegt. Ég bjóst ekki við að þetta liti svona hræðilega út því ég upplifði það ekki þannig í bílnum,“ sagði Sophia. Það má lesa allt viðtalið við hana hér. View this post on Instagramstyle update v2.0 one of the simple funny to dos at the moment fashion vs racing #style #girlsday #smile #beauty #swag #life #hair #crazy #enjoymylife #fashion #love #munichgirl #happyweekend /ad A post shared by Sophia (@sophiafloersch) on Dec 8, 2018 at 11:10am PST
Formúla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira