Pólitískt samkomulag jafnvel ef Brexit-samningur verður felldur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. desember 2018 08:15 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Fréttablaðið/Ernir Ísland, Noregur og Liechtenstein hafa náð samningi við Bretland vegna Brexit. Frá þessu var greint á vef utanríkisráðuneytisins í gær. Í tilkynningunni segir að með samningnum sé tryggt að Íslendingar búsettir í Bretlandi, eða þeir sem flytja þangað fyrir lok svokallaðs bráðabirgðatímabils, geti verið þar áfram og notið óbreyttra réttinda í grundvallaratriðum. Hið sama gildir svo um þá bresku ríkisborgara sem hreiðrað hafa um sig hér á landi. Að auki er greitt úr „ýmsum tæknilegum úrlausnarefnum vegna útgöngu Bretlands úr EES á sviði vöruviðskipta, opinberra innkaupa, hugverkaréttinda, persónuverndar og tollamála“. „Þetta þýðir að við stöndum jafnfætis aðildarríkjum ESB þegar kemur að því að leysa úr málum sem tengjast útgöngu Bretlands úr sambandinu. Á meðan framhald málsins er enn sveipað nokkurri óvissu halda íslensk stjórnvöld áfram að búa sig undir mismunandi sviðsmyndir,“ var haft eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra sem sagði áfangann að auki þýðingarmikinn. „Það er ánægjulegt að hafa náð þessu samkomulagi. Samningurinn mun vernda réttindi borgaranna þegar Bretland gengur úr ESB og eyða óvissu hjá fyrirtækjum um ýmis atriði. Markmið okkar er að gera nýja samninga sem taka gildi eftir að bráðabirgðatímabilinu lýkur. Þeir tryggja langvarandi tengsl ríkjanna, þar á meðal á sviði viðskipta,“ sagði svo í sameiginlegri yfirlýsingu stjórnvalda ríkjanna fjögurra. Samningurinn sem um ræðir verður þó ekki undirritaður nema útgöngusamningur Breta við ESB nái fram að ganga. Það virðist ólíklegt miðað við stöðuna á breska þinginu nú. Hins vegar segir í tilkynningunni að pólitískt samkomulag ríki milli Íslands og Bretlands um að tryggja rétt borgara til áframhaldandi búsetu jafnvel ef Brexit verður samningslaust. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Ísland, Noregur og Liechtenstein hafa náð samningi við Bretland vegna Brexit. Frá þessu var greint á vef utanríkisráðuneytisins í gær. Í tilkynningunni segir að með samningnum sé tryggt að Íslendingar búsettir í Bretlandi, eða þeir sem flytja þangað fyrir lok svokallaðs bráðabirgðatímabils, geti verið þar áfram og notið óbreyttra réttinda í grundvallaratriðum. Hið sama gildir svo um þá bresku ríkisborgara sem hreiðrað hafa um sig hér á landi. Að auki er greitt úr „ýmsum tæknilegum úrlausnarefnum vegna útgöngu Bretlands úr EES á sviði vöruviðskipta, opinberra innkaupa, hugverkaréttinda, persónuverndar og tollamála“. „Þetta þýðir að við stöndum jafnfætis aðildarríkjum ESB þegar kemur að því að leysa úr málum sem tengjast útgöngu Bretlands úr sambandinu. Á meðan framhald málsins er enn sveipað nokkurri óvissu halda íslensk stjórnvöld áfram að búa sig undir mismunandi sviðsmyndir,“ var haft eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra sem sagði áfangann að auki þýðingarmikinn. „Það er ánægjulegt að hafa náð þessu samkomulagi. Samningurinn mun vernda réttindi borgaranna þegar Bretland gengur úr ESB og eyða óvissu hjá fyrirtækjum um ýmis atriði. Markmið okkar er að gera nýja samninga sem taka gildi eftir að bráðabirgðatímabilinu lýkur. Þeir tryggja langvarandi tengsl ríkjanna, þar á meðal á sviði viðskipta,“ sagði svo í sameiginlegri yfirlýsingu stjórnvalda ríkjanna fjögurra. Samningurinn sem um ræðir verður þó ekki undirritaður nema útgöngusamningur Breta við ESB nái fram að ganga. Það virðist ólíklegt miðað við stöðuna á breska þinginu nú. Hins vegar segir í tilkynningunni að pólitískt samkomulag ríki milli Íslands og Bretlands um að tryggja rétt borgara til áframhaldandi búsetu jafnvel ef Brexit verður samningslaust.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira