Arnór: Lykilatriði að hafa trú á draumunum sínum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. desember 2018 20:30 Líf Arnórs Sigurðssonar hefur tekið stakkaskiptum á árinu sem er að líða, svo mikið er óhætt að fullyrða. Fyrir ári síðan hafði hann ekki afrekað að komast í byrjunarlið Norrköping í Svíþjóð en á dögunum skoraði hann og gaf stoðsendingu í 3-0 sigri CSKA Moskvu á Evrópumeisturum Real Madrid, og það á Santiago Bernabeu í spænsku höfuðborginni. Arnór varð dýrasti leikmaður Norrköping frá upphafi þegar rússneska stórveldið hann keypti hann fyrr á þessu ári. Hann var fljótur að aðlagast nýju félagi og er nú fastamaður í byrjunarliði þess, bæði í rússnesku deildinni sem og Meistaradeildinni. Hann er hógvær og tekur greinilega þeim miklu breytingum sem hafa verið á hans lífi á skömmum tíma með stóískri ró. Hann viðurkennir þó fúslega að hlutirnir hafa gerst hraðar en hann reiknaði með.Arnór Sigurðsson í leik með CSKA Moskvu.vísir/getty„Kannski ekki alveg,“ segir Arnór. „Ekki á þessu ári allavega. Maður reiknaði ekki með því að þetta myndi gerast svona hratt. Í janúar á þessu ári var aðalmarkmiðið mitt að komast í liðið hjá Norrköping. Þetta hefur gerst hratt en ég hef unnið fyrir þessu,“ segir þessi nítján ára Skagamaður. Arnór setur stefnuna enn hærra, bæði með félagsliði sínu og íslenska landsliðinu. Hann segir lykilatriði að hafa trú á því að það sé hægt að láta alla sína drauma rætast. „Fyrir þetta tímabil vissu ekki margir hver ég væri. En fyrir stráka sem eru í þessum sporum á þessum aldri þá er aðalmálið að trúa því að þú getir náð eins langt og þú vilt. Að leggja eins mikið og þú getur á þig til að ná þínum markmiðum - og auðvitað að eiga þann draum að ná sem lengst.“Klippa: Arnór skorar gegn Real Arnór leggur mikið á sig til að ná sínum markmiðum. Hann nefnir heilbrigðan lífsstíl og að hugsa vel um sig. „Og að fara inn á hverja æfingu og í hvern leik til að verða betri leikmaður,“ segir hann. Arnóri líður vel í Moskvu og er ekki byrjaður að hugsa um næsta skref á sínum ferli. „Ég reyni að hugsa ekki of langt fram í tímann. Ég hugsa bara um næsta ár og það er mikilvægur seinni partur af tímabilinu í Rússlandi sem hefst í febrúar. Fókusinn minn er algerlega á að gera vel þar.“ Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Arnór skoraði og gaf stoðsendingu í sigri á Real Madrid │Sjáðu markið Magnaður sigur hjá CSKA Moskvu á Spáni í kvöld og ekki var hann síðri leikurinn hjá Skagamanninum unga. 12. desember 2018 19:45 Tilfinningin var ólýsanleg Arnór Sigurðsson var að vonum hæstánægður með að skora í 0-3 sigri CSKA Moskvu á Real Madrid á heimavelli Evrópumeistaranna. Skagamaðurinn ungi hefði þó viljað komast í Evrópudeildina eftir áramót. 13. desember 2018 06:00 Faðir Arnórs: Hélt sýningu fyrir alla fjölskylduna Pabbinn var eðlilega stoltur af stráknum. 12. desember 2018 20:40 Arnór fimmti leikjahæsti og annar markahæsti Íslendingurinn Arnór Sigurðsson er orðinn fimmti leikjahæsti Íslendingurinn í Meistaradeild Evrópu þrátt fyrir að hafa þreytt frumraun sína í keppninni fyrir tæpum þremur mánuðum síðan. 13. desember 2018 09:00 Arnór var fjögurra ára gamall þegar Íslendingur náði þessu síðast í Meistaradeildinni Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson varð í gær aðeins annar Íslendingurinn í sögu Meistaradeildarinnar sem bæði skorar mark og gefur stoðsendingu í sama leik í Meistaradeildinni. 13. desember 2018 12:00 Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Sjá meira
Líf Arnórs Sigurðssonar hefur tekið stakkaskiptum á árinu sem er að líða, svo mikið er óhætt að fullyrða. Fyrir ári síðan hafði hann ekki afrekað að komast í byrjunarlið Norrköping í Svíþjóð en á dögunum skoraði hann og gaf stoðsendingu í 3-0 sigri CSKA Moskvu á Evrópumeisturum Real Madrid, og það á Santiago Bernabeu í spænsku höfuðborginni. Arnór varð dýrasti leikmaður Norrköping frá upphafi þegar rússneska stórveldið hann keypti hann fyrr á þessu ári. Hann var fljótur að aðlagast nýju félagi og er nú fastamaður í byrjunarliði þess, bæði í rússnesku deildinni sem og Meistaradeildinni. Hann er hógvær og tekur greinilega þeim miklu breytingum sem hafa verið á hans lífi á skömmum tíma með stóískri ró. Hann viðurkennir þó fúslega að hlutirnir hafa gerst hraðar en hann reiknaði með.Arnór Sigurðsson í leik með CSKA Moskvu.vísir/getty„Kannski ekki alveg,“ segir Arnór. „Ekki á þessu ári allavega. Maður reiknaði ekki með því að þetta myndi gerast svona hratt. Í janúar á þessu ári var aðalmarkmiðið mitt að komast í liðið hjá Norrköping. Þetta hefur gerst hratt en ég hef unnið fyrir þessu,“ segir þessi nítján ára Skagamaður. Arnór setur stefnuna enn hærra, bæði með félagsliði sínu og íslenska landsliðinu. Hann segir lykilatriði að hafa trú á því að það sé hægt að láta alla sína drauma rætast. „Fyrir þetta tímabil vissu ekki margir hver ég væri. En fyrir stráka sem eru í þessum sporum á þessum aldri þá er aðalmálið að trúa því að þú getir náð eins langt og þú vilt. Að leggja eins mikið og þú getur á þig til að ná þínum markmiðum - og auðvitað að eiga þann draum að ná sem lengst.“Klippa: Arnór skorar gegn Real Arnór leggur mikið á sig til að ná sínum markmiðum. Hann nefnir heilbrigðan lífsstíl og að hugsa vel um sig. „Og að fara inn á hverja æfingu og í hvern leik til að verða betri leikmaður,“ segir hann. Arnóri líður vel í Moskvu og er ekki byrjaður að hugsa um næsta skref á sínum ferli. „Ég reyni að hugsa ekki of langt fram í tímann. Ég hugsa bara um næsta ár og það er mikilvægur seinni partur af tímabilinu í Rússlandi sem hefst í febrúar. Fókusinn minn er algerlega á að gera vel þar.“
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Arnór skoraði og gaf stoðsendingu í sigri á Real Madrid │Sjáðu markið Magnaður sigur hjá CSKA Moskvu á Spáni í kvöld og ekki var hann síðri leikurinn hjá Skagamanninum unga. 12. desember 2018 19:45 Tilfinningin var ólýsanleg Arnór Sigurðsson var að vonum hæstánægður með að skora í 0-3 sigri CSKA Moskvu á Real Madrid á heimavelli Evrópumeistaranna. Skagamaðurinn ungi hefði þó viljað komast í Evrópudeildina eftir áramót. 13. desember 2018 06:00 Faðir Arnórs: Hélt sýningu fyrir alla fjölskylduna Pabbinn var eðlilega stoltur af stráknum. 12. desember 2018 20:40 Arnór fimmti leikjahæsti og annar markahæsti Íslendingurinn Arnór Sigurðsson er orðinn fimmti leikjahæsti Íslendingurinn í Meistaradeild Evrópu þrátt fyrir að hafa þreytt frumraun sína í keppninni fyrir tæpum þremur mánuðum síðan. 13. desember 2018 09:00 Arnór var fjögurra ára gamall þegar Íslendingur náði þessu síðast í Meistaradeildinni Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson varð í gær aðeins annar Íslendingurinn í sögu Meistaradeildarinnar sem bæði skorar mark og gefur stoðsendingu í sama leik í Meistaradeildinni. 13. desember 2018 12:00 Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Sjá meira
Arnór skoraði og gaf stoðsendingu í sigri á Real Madrid │Sjáðu markið Magnaður sigur hjá CSKA Moskvu á Spáni í kvöld og ekki var hann síðri leikurinn hjá Skagamanninum unga. 12. desember 2018 19:45
Tilfinningin var ólýsanleg Arnór Sigurðsson var að vonum hæstánægður með að skora í 0-3 sigri CSKA Moskvu á Real Madrid á heimavelli Evrópumeistaranna. Skagamaðurinn ungi hefði þó viljað komast í Evrópudeildina eftir áramót. 13. desember 2018 06:00
Faðir Arnórs: Hélt sýningu fyrir alla fjölskylduna Pabbinn var eðlilega stoltur af stráknum. 12. desember 2018 20:40
Arnór fimmti leikjahæsti og annar markahæsti Íslendingurinn Arnór Sigurðsson er orðinn fimmti leikjahæsti Íslendingurinn í Meistaradeild Evrópu þrátt fyrir að hafa þreytt frumraun sína í keppninni fyrir tæpum þremur mánuðum síðan. 13. desember 2018 09:00
Arnór var fjögurra ára gamall þegar Íslendingur náði þessu síðast í Meistaradeildinni Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson varð í gær aðeins annar Íslendingurinn í sögu Meistaradeildarinnar sem bæði skorar mark og gefur stoðsendingu í sama leik í Meistaradeildinni. 13. desember 2018 12:00