Afkoma sauðfjárbænda dróst saman um rúman helming vegna falls á afurðaverði Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. desember 2018 19:30 Afurðaverð fyrir lambakjöt var 387 krónur á kílógrammið árið 2017 samanborið við 543 krónur árið áður. Fréttablaðið/Stefán Afkoma sauðfjárbænda dróst saman um rúman helming á milli áranna 2016 og 2017. Framkvæmdastjóri Samtaka sauðfjárbænda segir skýringuna fall á afurðarverði vegna erfiðleika á erlendum mörkuðum. Hann telur líklegt að samningur um starfsskilyrði bænda verði undirritaður á næstunni. Hagstofan birti í vikunni afkomutölur í landbúnaðargreinum á árunum 2016 og 2017. Þar kemur fram að hagur sauðfjárbænda versnaði verulega á þessum tíma. Starfandi bændum fækkaði lítillega en tekjur þeirra drógust saman um tíu prósent og afkoma fyrir skatta dróst saman um 56%. „Þetta skýrist af verðfalli sem varð hér í afurðaverði til bænda milli áranna 2016 og 17. Þá féll afurðaverð um 30 til 40 prósent og hafði þá fallið um tíu prósent milli ára árið áður,“ segir Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Samtaka sauðfjárbænda. Afurðaverð fyrir lambakjöt var 387 krónur á kílógrammið árið 2017 samanborið við 543 krónur árið áður. Unnsteinn vísar í óhagstæða gengisþróun á þessum tíma og markaði sem lokuðust. Tímabilið hafi reynst mörgum bændum erfitt. „Launagreiðslugeta þessa búa er náttúrulega verulega skert og því mæta bændur með ýmsum hætti. Margir hafa tök á því að sækja sér aðra vinnu, eru í öðrum búrekstri samhliða eða einfaldlega vinna utan bús og það er það sem menn hafa gert. Hafa sett svolítið undir sig hausinn og þreyjað þorrann með þeim hætti. Viðræður ríkis og bænda um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar hófust í ágúst og Unnsteinn telur líklegt að samningur verði undirritaður á næstunni, en þar á að taka á ýmsum vandamálum. Þá séu fleiri batamerki á lofti, framleiðsla sé að dragast saman, sem búi til spennu á innlenda markaðnum, og horfurnar séu einnig að vænkast erlendis. „Bæði í verðum í erlendri mynt og síðan ekki síður breyting á genginu sem mun gefa okkur væntingar um að við sjáum betri afurðaverð næsta haust vonandi.“ Landbúnaður Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Afkoma sauðfjárbænda dróst saman um rúman helming á milli áranna 2016 og 2017. Framkvæmdastjóri Samtaka sauðfjárbænda segir skýringuna fall á afurðarverði vegna erfiðleika á erlendum mörkuðum. Hann telur líklegt að samningur um starfsskilyrði bænda verði undirritaður á næstunni. Hagstofan birti í vikunni afkomutölur í landbúnaðargreinum á árunum 2016 og 2017. Þar kemur fram að hagur sauðfjárbænda versnaði verulega á þessum tíma. Starfandi bændum fækkaði lítillega en tekjur þeirra drógust saman um tíu prósent og afkoma fyrir skatta dróst saman um 56%. „Þetta skýrist af verðfalli sem varð hér í afurðaverði til bænda milli áranna 2016 og 17. Þá féll afurðaverð um 30 til 40 prósent og hafði þá fallið um tíu prósent milli ára árið áður,“ segir Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Samtaka sauðfjárbænda. Afurðaverð fyrir lambakjöt var 387 krónur á kílógrammið árið 2017 samanborið við 543 krónur árið áður. Unnsteinn vísar í óhagstæða gengisþróun á þessum tíma og markaði sem lokuðust. Tímabilið hafi reynst mörgum bændum erfitt. „Launagreiðslugeta þessa búa er náttúrulega verulega skert og því mæta bændur með ýmsum hætti. Margir hafa tök á því að sækja sér aðra vinnu, eru í öðrum búrekstri samhliða eða einfaldlega vinna utan bús og það er það sem menn hafa gert. Hafa sett svolítið undir sig hausinn og þreyjað þorrann með þeim hætti. Viðræður ríkis og bænda um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar hófust í ágúst og Unnsteinn telur líklegt að samningur verði undirritaður á næstunni, en þar á að taka á ýmsum vandamálum. Þá séu fleiri batamerki á lofti, framleiðsla sé að dragast saman, sem búi til spennu á innlenda markaðnum, og horfurnar séu einnig að vænkast erlendis. „Bæði í verðum í erlendri mynt og síðan ekki síður breyting á genginu sem mun gefa okkur væntingar um að við sjáum betri afurðaverð næsta haust vonandi.“
Landbúnaður Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira