Gargandi eftirspurn eftir húsnæði knýr ólöglega búsetu áfram Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. desember 2018 14:35 Bjarni Kjartansson sviðsstjóri forvarnarsviðs Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. FBL/Auðunn Slökkviliðið hefur ekki mannafla til að ráðast í aðgerðir vegna fjölda þeirra sem búa í ólöglegu íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Talið er að minnst um þrjú þúsund og sex hundruð manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu, þar af ellefu hundruð í Hafnarfirði. Bara toppurinn á ísjakanum segir sviðsstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.Fréttablaðið fjallar um málið í dag en í samtali við fréttastofu segir Bjarni Kjartansson, sviðstjóri hjá slökkviliðinu að staðan hafi verið kortlögð í fyrra en málið er ekki til sérstakrar skoðunar sem stendur. „Við erum ekki að því, bara höfum ekki mannafla til þess. Við skoðuðum náttúrlega skráningar, lögheimilisskráningar og símaskráningar. Við sjáum það náttúrulega á Já.is ef einstaklingar eru skráðir í atvinnuhúsnæði, þá er það vísbending um búsetu.“ Af höfuðborgarsvæðinu búa hlutfallslega flestir í ólöglegum búsetuformum í Hafnarfirði. „Það virðist vera hlutfallslega mikið þar. En í heildina á höfuðborgarsvæðinu er þetta áætlað út frá lögheimilisskráningum, þar eru um 3600 manns. Það getur verið mikil skekkja í þessu en ólíklegt að það sé færra heldur en það.“ Hann segir áhyggjuefni að svo margir búi við þessar aðstæður og kveðst ekki vita til þess hvort málið sé í einhverju ferli hjá sveitarfélögunum. Allir viti af ólöglegu búsetunni og þótt slökkviliðið einbeiti sér að eldvörnum og öryggi séu þau mál bara toppurinn á ísjakanum. „Það er bæði þónokkuð um eldra atvinnuhúsnæði sme er kannski erfitt að nýta, erfitt að leigja og ólöglegt að selja. Á sama tíma er bara gargandi eftirspurn eftir húsnæði,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Slökkviliðið hefur ekki mannafla til að ráðast í aðgerðir vegna fjölda þeirra sem búa í ólöglegu íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Talið er að minnst um þrjú þúsund og sex hundruð manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu, þar af ellefu hundruð í Hafnarfirði. Bara toppurinn á ísjakanum segir sviðsstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.Fréttablaðið fjallar um málið í dag en í samtali við fréttastofu segir Bjarni Kjartansson, sviðstjóri hjá slökkviliðinu að staðan hafi verið kortlögð í fyrra en málið er ekki til sérstakrar skoðunar sem stendur. „Við erum ekki að því, bara höfum ekki mannafla til þess. Við skoðuðum náttúrlega skráningar, lögheimilisskráningar og símaskráningar. Við sjáum það náttúrulega á Já.is ef einstaklingar eru skráðir í atvinnuhúsnæði, þá er það vísbending um búsetu.“ Af höfuðborgarsvæðinu búa hlutfallslega flestir í ólöglegum búsetuformum í Hafnarfirði. „Það virðist vera hlutfallslega mikið þar. En í heildina á höfuðborgarsvæðinu er þetta áætlað út frá lögheimilisskráningum, þar eru um 3600 manns. Það getur verið mikil skekkja í þessu en ólíklegt að það sé færra heldur en það.“ Hann segir áhyggjuefni að svo margir búi við þessar aðstæður og kveðst ekki vita til þess hvort málið sé í einhverju ferli hjá sveitarfélögunum. Allir viti af ólöglegu búsetunni og þótt slökkviliðið einbeiti sér að eldvörnum og öryggi séu þau mál bara toppurinn á ísjakanum. „Það er bæði þónokkuð um eldra atvinnuhúsnæði sme er kannski erfitt að nýta, erfitt að leigja og ólöglegt að selja. Á sama tíma er bara gargandi eftirspurn eftir húsnæði,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira