Enski boltinn

Ranieri grínast í Benitez: „Er meiri Ítali en ég“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Félagararnir á góðri stundu.
Félagararnir á góðri stundu.
Það mætast tveir athyglisverðir stjórar um helgina í enska boltanum er Newcastle og Fulham eigast við. Stjórarnir kunna vel við hvorn annan.

Claudio Ranieri tók við Fulham fyrir ekki svo alls löngu en þessi 67 ára gamli stjóri hrósar félaga sínum hjá Newcastle, Spánverjanum Rafael Benitez.

„Ég sá fyrir löngu síðan hjá Valencia að hann var fra´bær stjóri. Hann vann mikið og er snjall. Hann er athugull hvað varðar taktík og hann bjó til góðan hóp hjá Valencia,“ sagði Ranieri.

„Liðið var sterkt og mjög ákaft. Ég held að Rafa sé meiri Ítali en ég!“ sagði þessi skemmtilegi stjóri.

Ranieri er með Fulham á botni deildarinnar og liðið þarf að fara vinna leiki ætli það sér að spila í deild þeirra bestu á næstu leiktíð.

„Leikmenn mínir munu berjast áfram. Það er mitt starf að veita þeim sjálfstraust og ég trúi því að við munum lifa af að lokum. Í öllum löndum eru lið sem voru á botninum og sluppu svo að lokum.“

„Ég man þegar ég byrjaði ferilinn minn með Cagliari í Seríu A. Í lok fyrri umferðarinnar vorum við á botninum en einni viku áður en tímabilinu lauk þá vorum við hólpnir.“

„Það er mikilvæg að trúa. Það er mikilvægt að vera þolinmóður. Það er mikilvægt að halda áfram þeirri vinnu að leikmennirnir spili með sjálfstraust í hverri viku.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×