Valdís Þóra endaði þriðja og jafnaði besta árangur Íslendings Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. febrúar 2018 09:02 Valdís Þóra í brautinni í nótt mynd/let Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni, varð þriðja á Ladies Classic Bonville mótinu á Evrópumótaröðinni í golfi sem fram fór í Ástralíu um helgina. Valdís var í toppbaráttu alla helgina, fór fyrsta hringinn á þremur höggum undir pari, annan daginn fór hún á tveimur höggum undir pari, paraði skor vallarins á þeim þriðja og fór lokahringinn í nótt á tveimur höggum undir pari. Hún endaði því samtals á sjö höggum undir pari, þremur höggum frá hinni frönsku Celine Boutier sem vann mótið. Katie Burnett frá Bandaríkjunum var í öðru sæti. Valdís spilaði nokkuð stöðugt golf í dag, fékk fjóra fugla og tvo skolla, en paraði hinar holurnar tólf. Með árangrinum í dag jafnaði hún besta árangur Íslendings á Evrópumótaröðinni, en hún átti hann sjálf frá því hún lenti í 3. sæti á móti í Kína á síðasta ári. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endaði í 14. - 15. sæti á mótinu á pari vallarins ásamt Florentyna Parker frá Englandi. Ólafía lék hringinn í dag á einu höggi undir pari. Hún byrjaði mótið hræðilega og fór fyrsta hringinn á 80 höggum, eða átta höggum yfir pari og var á meðal neðstu kvenna. Að hún hafi náð að komast í gegnum niðurskurðinn og vinna sig svo hátt upp töfluna er hreint ótrúlegur árangur. Ólafía fékk þrjá fugla og tvo skolla á lokahringnum í nótt en spilaði rest á pari. Golf Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni, varð þriðja á Ladies Classic Bonville mótinu á Evrópumótaröðinni í golfi sem fram fór í Ástralíu um helgina. Valdís var í toppbaráttu alla helgina, fór fyrsta hringinn á þremur höggum undir pari, annan daginn fór hún á tveimur höggum undir pari, paraði skor vallarins á þeim þriðja og fór lokahringinn í nótt á tveimur höggum undir pari. Hún endaði því samtals á sjö höggum undir pari, þremur höggum frá hinni frönsku Celine Boutier sem vann mótið. Katie Burnett frá Bandaríkjunum var í öðru sæti. Valdís spilaði nokkuð stöðugt golf í dag, fékk fjóra fugla og tvo skolla, en paraði hinar holurnar tólf. Með árangrinum í dag jafnaði hún besta árangur Íslendings á Evrópumótaröðinni, en hún átti hann sjálf frá því hún lenti í 3. sæti á móti í Kína á síðasta ári. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endaði í 14. - 15. sæti á mótinu á pari vallarins ásamt Florentyna Parker frá Englandi. Ólafía lék hringinn í dag á einu höggi undir pari. Hún byrjaði mótið hræðilega og fór fyrsta hringinn á 80 höggum, eða átta höggum yfir pari og var á meðal neðstu kvenna. Að hún hafi náð að komast í gegnum niðurskurðinn og vinna sig svo hátt upp töfluna er hreint ótrúlegur árangur. Ólafía fékk þrjá fugla og tvo skolla á lokahringnum í nótt en spilaði rest á pari.
Golf Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira