Gal um dans hennar og Ólafíu: Eigum miklu fleiri myndbönd og þau eru öll frekar fyndin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2018 10:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Sandra Gal og Jón Ragnar Jónsson. Instagram/olafiakri Sérstakt samband tveggja kylfinga á bandarísku mótaröðinni var til umfjöllunnar í hlaðvarpsþætti LPGA-deildarinnar en önnur þeirra er Íþróttamaður ársins 2017, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Hin þýska Sandra Gal er mjög góð vinkona Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur og þær tóku meðal annars báðar þátt í góðgerðarmóti hvorrar annarrar á síðasta ári. Það sem hefur einnig vakið athygli á samfélagsmiðlunum þegar þær eru að dansa saman og skemmta um leið sér og öðrum. Sandra Gal var gestur í hlaðvarpsþættinum „On the Tee“ á heimasíðu LPGA-mótaraðarinnar. Hún var spurð út í danspartý hennar og Íþróttamanns ársins.The latest “On the Tee” pod is now online! @TheSandraGal joins us to talk the upcoming season, how her back is feeling and her dance parties with @olafiakri: https://t.co/8vwQXQFAO1 — Amy Rogers (@TheAmyRogers) February 7, 2018 Ólafía Þórunn og Sandra Gal voru þar að dansa saman í Víetnam. Þáttarstjórnandinn Amy Rogers hafði mjög gaman af myndböndunum eins og fleiri. „Fólk elskaði þetta og við fengum mjög mikla umferð á síðunni okkar. Þið voruð svo fyndnar,“ sagði Amy Rogers. „Guð minn góður. Við eigum svo mikið meira af myndböndum af okkur saman og erum bara búnar að birta tvö. Þau eru öll frekar fyndin og við höfðum svo gaman af þessu,“ sagði Sandra Gal. „Við þurfum að fá smá frí eftir að hafa verið að spila stanslaust í þrjár eða fjórar vikur. Við ákváðum því að skella okkur til Víetnam,“ sagði Sandra Gal. „Við erum báðar með þessa klikkuðu skapandi hlið á okkur og við fórum bara að dansa við tónlist,“ sagði Sandra Gal en viðtalið við hana er hér fyrir neðan og umfjöllun hennar um Ólafíu hefst eftir rúmar 35 mínútur af þættinum. Hér fyrir neðan má síðan sjá þessi frábæru myndbönd af samfélagsmiðlum Ólafíu og Söndru Gal. Channeling our inner badass @thesandragal #danceyourheartout A post shared by Ólafía Kristinsdóttir (@olafiakri) on Nov 2, 2017 at 7:56am PDT There are short-cuts to happiness and dancing is one of them. This will be a thing @olafiakri @taylorswift #danceyourheartout #friends #noshame A post shared by Sandra Gal (@thesandragal) on Nov 2, 2017 at 7:19am PDT Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Sérstakt samband tveggja kylfinga á bandarísku mótaröðinni var til umfjöllunnar í hlaðvarpsþætti LPGA-deildarinnar en önnur þeirra er Íþróttamaður ársins 2017, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Hin þýska Sandra Gal er mjög góð vinkona Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur og þær tóku meðal annars báðar þátt í góðgerðarmóti hvorrar annarrar á síðasta ári. Það sem hefur einnig vakið athygli á samfélagsmiðlunum þegar þær eru að dansa saman og skemmta um leið sér og öðrum. Sandra Gal var gestur í hlaðvarpsþættinum „On the Tee“ á heimasíðu LPGA-mótaraðarinnar. Hún var spurð út í danspartý hennar og Íþróttamanns ársins.The latest “On the Tee” pod is now online! @TheSandraGal joins us to talk the upcoming season, how her back is feeling and her dance parties with @olafiakri: https://t.co/8vwQXQFAO1 — Amy Rogers (@TheAmyRogers) February 7, 2018 Ólafía Þórunn og Sandra Gal voru þar að dansa saman í Víetnam. Þáttarstjórnandinn Amy Rogers hafði mjög gaman af myndböndunum eins og fleiri. „Fólk elskaði þetta og við fengum mjög mikla umferð á síðunni okkar. Þið voruð svo fyndnar,“ sagði Amy Rogers. „Guð minn góður. Við eigum svo mikið meira af myndböndum af okkur saman og erum bara búnar að birta tvö. Þau eru öll frekar fyndin og við höfðum svo gaman af þessu,“ sagði Sandra Gal. „Við þurfum að fá smá frí eftir að hafa verið að spila stanslaust í þrjár eða fjórar vikur. Við ákváðum því að skella okkur til Víetnam,“ sagði Sandra Gal. „Við erum báðar með þessa klikkuðu skapandi hlið á okkur og við fórum bara að dansa við tónlist,“ sagði Sandra Gal en viðtalið við hana er hér fyrir neðan og umfjöllun hennar um Ólafíu hefst eftir rúmar 35 mínútur af þættinum. Hér fyrir neðan má síðan sjá þessi frábæru myndbönd af samfélagsmiðlum Ólafíu og Söndru Gal. Channeling our inner badass @thesandragal #danceyourheartout A post shared by Ólafía Kristinsdóttir (@olafiakri) on Nov 2, 2017 at 7:56am PDT There are short-cuts to happiness and dancing is one of them. This will be a thing @olafiakri @taylorswift #danceyourheartout #friends #noshame A post shared by Sandra Gal (@thesandragal) on Nov 2, 2017 at 7:19am PDT
Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira