Þar má sjá að frammistaða íslenskra grunnskólabarna er lélegri en jafnaldra þeirra á öllum hinum Norðurlöndunum. Þá er hún jafnframt fyrir neðan meðaltal barna í löndum sem eiga aðild að Efnahags- og framfarastofnuninni, OECD-ríkjunum svokölluðu.
Samandregið eru niðurstöðurnar skýrar að mati Runólfs: Algjör falleinkunn á nánast öllum sviðum.
„Börnin okkar geta minna í stærðfræði en börn á hinum Norðurlöndunum og eru lélegri í lestri. Á báðum sviðum er um afturför í getu að ræða,“ útskýrir Runólfur á Facebook.
Ástæðan ekki fjármögnun
Hann bætir við að brottfall ungmenna hér á landi sé það „það langhæsta sem þekkist og sinnuleysi menntakerfisins í málefnum innflytjenda er algjört.“Því sé eitthvað mikið að, að mati Runólfs. „Svo virðist skv. tölfræði OECD að ástæðan sé ekki léleg fjármögnun skólakerfisins miðað við fjárveitingar pr. nemanda í grunnskólum. Þar kostum við t.d. meira til en bæði Finnar og Svíar,“ skrifar Runólfur í færslunni sem nálgast má hér að neðan.
Skýrslurnar sem vísað er í má nálgast með því að smella hér og hér.