Stálu aðeins humri en létu þorskhnakka vera Benedikt Bóas skrifar 9. febrúar 2018 08:00 Á þessu skjáskoti úr öryggismyndavél má sjá, óljóst, einn þjófanna. Humarsalan varar við því að humar, sem stolið var frá fyrirtækinu um helgina, kunni að vera til sölu. Búast má við því að meðhöndlun á humrinum hafi ekki verið góð þar sem fæstir hafa frystipláss fyrir jafnmikið magn sem var tekið. „Þetta voru nokkur hundruð kíló sem voru tekin. Það eru ekki margir sem geta geymt svona magn og því þarf að koma þessum humri í verð og það fljótt. Kannski voru þjófarnir búnir að gera ráðstafanir,“ segir Guðjón Sigurðsson hjá Humarsölunni. Humarsalan er með fínt myndavélakerfi en myndirnar voru óskýrar og ekki sést greinlega framan í viðkomandi. „Við sjáum þó hvernig þeir bera sig að. Fyrst koma þeir að gámnum á laugardagsmorgninum og opna hann. Næla sér að því er virðist í smá sýnishorn og koma aftur um nóttina með bíl og ná í humarinn.“Humar er mikið hnossgæti en nú eru nokkur hundruð kíló af stolnum humri í umferð og er fólk beðið um að vera á varðbergi.Lögreglan hefur fengið myndefnið úr eftirlitskerfinu og er að fara yfir það. „Ég hef fulla trú á að þjófarnir náist en það er full ástæða til að vara við að stolinn humar er í umferð og það eru ekki margir aðrir en við sem eru að dreifa humri á innanlandsmarkaði. Ef menn eru að fá boð um humar þá bið ég viðkomandi að snúa sér til lögreglunnar, því þetta er auðvitað risarán.“ Guðjón segir að hafi humarinn þiðnað og verið frystur aftur sé hann ekki jafn bragðgóður. „Þjófarnir vissu greinilega alveg hvað þeir voru að gera og humar er lúxusvara og ekki ódýr. Humarinn sem þeir tóku kostar um 6.000 krónur kílóið og vonandi er enginn búinn að kaupa stolinn humar því hann mun trúlega þurfa að skila honum þegar þessi kauðar verða handteknir.“Guðjón Vilhelm boxariHumarsalan er einnig með ferska þorskhnakka, steinbít, hörpudisk og risarækju en þjófarnir fúlsuðu við því góðgæti og einblíndu bara á humarinn. „Ég er viss um að þessir menn liggja algjörlega „game over“. Þeir sem eru í þessum bransa að stela og ganga svona um eru yfirleitt algjörir aumingjar og hafa aldrei unnið handtak á ævi sinni. Þarna lenda þeir í því að þurfa að bera einhverja tugi kassa og þá liggja þeir væntanlega alveg búnir á því.“ Þó Guðjón hugsi ekki mjög hlýtt til þjófanna segir hann að það sé vel hægt að nota þá í vinnu ef þeir vilja breyta um lífsstíl. Þeir voru nefnilega þokkalega röskir með kassana. „Ég skal gefa þeim það að þeir voru djöfulli snöggir miðað við myndbandið. Það kom mér á óvart og það væri vel hægt að nota þá einhvers staðar ef þeir myndu nenna því.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Sjá meira
Humarsalan varar við því að humar, sem stolið var frá fyrirtækinu um helgina, kunni að vera til sölu. Búast má við því að meðhöndlun á humrinum hafi ekki verið góð þar sem fæstir hafa frystipláss fyrir jafnmikið magn sem var tekið. „Þetta voru nokkur hundruð kíló sem voru tekin. Það eru ekki margir sem geta geymt svona magn og því þarf að koma þessum humri í verð og það fljótt. Kannski voru þjófarnir búnir að gera ráðstafanir,“ segir Guðjón Sigurðsson hjá Humarsölunni. Humarsalan er með fínt myndavélakerfi en myndirnar voru óskýrar og ekki sést greinlega framan í viðkomandi. „Við sjáum þó hvernig þeir bera sig að. Fyrst koma þeir að gámnum á laugardagsmorgninum og opna hann. Næla sér að því er virðist í smá sýnishorn og koma aftur um nóttina með bíl og ná í humarinn.“Humar er mikið hnossgæti en nú eru nokkur hundruð kíló af stolnum humri í umferð og er fólk beðið um að vera á varðbergi.Lögreglan hefur fengið myndefnið úr eftirlitskerfinu og er að fara yfir það. „Ég hef fulla trú á að þjófarnir náist en það er full ástæða til að vara við að stolinn humar er í umferð og það eru ekki margir aðrir en við sem eru að dreifa humri á innanlandsmarkaði. Ef menn eru að fá boð um humar þá bið ég viðkomandi að snúa sér til lögreglunnar, því þetta er auðvitað risarán.“ Guðjón segir að hafi humarinn þiðnað og verið frystur aftur sé hann ekki jafn bragðgóður. „Þjófarnir vissu greinilega alveg hvað þeir voru að gera og humar er lúxusvara og ekki ódýr. Humarinn sem þeir tóku kostar um 6.000 krónur kílóið og vonandi er enginn búinn að kaupa stolinn humar því hann mun trúlega þurfa að skila honum þegar þessi kauðar verða handteknir.“Guðjón Vilhelm boxariHumarsalan er einnig með ferska þorskhnakka, steinbít, hörpudisk og risarækju en þjófarnir fúlsuðu við því góðgæti og einblíndu bara á humarinn. „Ég er viss um að þessir menn liggja algjörlega „game over“. Þeir sem eru í þessum bransa að stela og ganga svona um eru yfirleitt algjörir aumingjar og hafa aldrei unnið handtak á ævi sinni. Þarna lenda þeir í því að þurfa að bera einhverja tugi kassa og þá liggja þeir væntanlega alveg búnir á því.“ Þó Guðjón hugsi ekki mjög hlýtt til þjófanna segir hann að það sé vel hægt að nota þá í vinnu ef þeir vilja breyta um lífsstíl. Þeir voru nefnilega þokkalega röskir með kassana. „Ég skal gefa þeim það að þeir voru djöfulli snöggir miðað við myndbandið. Það kom mér á óvart og það væri vel hægt að nota þá einhvers staðar ef þeir myndu nenna því.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Sjá meira