Vegagerðin lokar ekki vegum að ástæðulausu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. febrúar 2018 19:00 Ferðaþjónustuaðilar hafa gagnrýnt tíðar lokanir Vegagerðarinnar á helstu vegum út fyrir höfuðborgarsvæðisins síðustu daga og vikur. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að verklag stofnunarinnar hafa margsannað sig þegar veður eru válynd. Íbúar í Hveragerði og Selfossi og ferðaþjónustuaðilar kvörtuðu í gær undan tíðum lokunum Vegagerðarinnar á vegunum um Hellisheiði og Þrengsli undanfarna daga og vikur vegna veðurs. Síðast í dag var veginum um Öxnadalsheiði, Holtavörðuheiði og Bröttubrekku lokað. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hefur Hellisheiði verið lokað 10 sinnum það sem af er ári samanborið við 4 skipti á síðasta ári. Árið 2016 var Hellisheiði lokað 8 sinnum en árið 2015 lokaðist heiðin 21 sinni. Veginum um Þrengslin hefur verið lokað 9 sinnum það sem af er ári á móti 4 lokunum á síðasta ári. Árið 2016 var veginum lokað 5 sinnum á meðan lokanir voru þrisvar sinnum fleiri árið 2015. Veginum um Mosfellsheiði hefur verið lokað 11 sinnum það sem af er ári samanborið við 7 skipti á síðasta ári. árið 2016 var veginum lokað 13 sinnum og 15 sinnum árið 2015. Þess ber að geta að lokanir hverju sinni voru mislangar en annars vegar er um að ræða fyrirbyggjandi aðgerðir þegar veðurspá var slæm og hins vegar þegar komið var í óefni vegna veðurs. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir lokanirnar ekki að ástæðulausu en tekur þó fram að þær hafi verið óvenju tíðar að undanförnu. Hann segir vefmyndavélar stundum blekkja augað því ófærð geti verið á öðrum stöðum. „Það getur verið að eitthvað annað sé að gerast á leiðinni. Snjóruðningstæki eru kannski að hreinsa veginn, þannig að það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að lokunin sé í gildi,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Ákvarðanir um lokun vega hafa verið með svipuðu móti frá árinu 2014 þegar Vegagerðin tók upp nýtt verklag meðal annars í ljósi fjölgunar ferðamanna sem ekki hafa þekkingu á aðstæðum sem hér geti skapast. „Ég held þetta hafi sýnt sig og sannað mjög vel því að um daginn þá lentum við í því að fullt af fólki fór framhjá lokunum og það þýddi að þeir festu sig bara upp á Sandskeiði og voru ekki einu sinni komnir upp á Hellisheiði og það leiddi til þess að það tók miklu lengri tíma að opna aftur,“ segir Pétur. Pétur á von á miklu annríki hjá starfsmönnum Vegagerðarinnar um helgina. „Það er viðbúið að það verði fullt að gera,“ segir Pétur. Tengdar fréttir Víðtækar samgöngutruflanir á landinu á morgun Óhætt er að fullyrða að vonskuveður sé í kortunum. 9. febrúar 2018 06:32 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Ferðaþjónustuaðilar hafa gagnrýnt tíðar lokanir Vegagerðarinnar á helstu vegum út fyrir höfuðborgarsvæðisins síðustu daga og vikur. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að verklag stofnunarinnar hafa margsannað sig þegar veður eru válynd. Íbúar í Hveragerði og Selfossi og ferðaþjónustuaðilar kvörtuðu í gær undan tíðum lokunum Vegagerðarinnar á vegunum um Hellisheiði og Þrengsli undanfarna daga og vikur vegna veðurs. Síðast í dag var veginum um Öxnadalsheiði, Holtavörðuheiði og Bröttubrekku lokað. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hefur Hellisheiði verið lokað 10 sinnum það sem af er ári samanborið við 4 skipti á síðasta ári. Árið 2016 var Hellisheiði lokað 8 sinnum en árið 2015 lokaðist heiðin 21 sinni. Veginum um Þrengslin hefur verið lokað 9 sinnum það sem af er ári á móti 4 lokunum á síðasta ári. Árið 2016 var veginum lokað 5 sinnum á meðan lokanir voru þrisvar sinnum fleiri árið 2015. Veginum um Mosfellsheiði hefur verið lokað 11 sinnum það sem af er ári samanborið við 7 skipti á síðasta ári. árið 2016 var veginum lokað 13 sinnum og 15 sinnum árið 2015. Þess ber að geta að lokanir hverju sinni voru mislangar en annars vegar er um að ræða fyrirbyggjandi aðgerðir þegar veðurspá var slæm og hins vegar þegar komið var í óefni vegna veðurs. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir lokanirnar ekki að ástæðulausu en tekur þó fram að þær hafi verið óvenju tíðar að undanförnu. Hann segir vefmyndavélar stundum blekkja augað því ófærð geti verið á öðrum stöðum. „Það getur verið að eitthvað annað sé að gerast á leiðinni. Snjóruðningstæki eru kannski að hreinsa veginn, þannig að það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að lokunin sé í gildi,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Ákvarðanir um lokun vega hafa verið með svipuðu móti frá árinu 2014 þegar Vegagerðin tók upp nýtt verklag meðal annars í ljósi fjölgunar ferðamanna sem ekki hafa þekkingu á aðstæðum sem hér geti skapast. „Ég held þetta hafi sýnt sig og sannað mjög vel því að um daginn þá lentum við í því að fullt af fólki fór framhjá lokunum og það þýddi að þeir festu sig bara upp á Sandskeiði og voru ekki einu sinni komnir upp á Hellisheiði og það leiddi til þess að það tók miklu lengri tíma að opna aftur,“ segir Pétur. Pétur á von á miklu annríki hjá starfsmönnum Vegagerðarinnar um helgina. „Það er viðbúið að það verði fullt að gera,“ segir Pétur.
Tengdar fréttir Víðtækar samgöngutruflanir á landinu á morgun Óhætt er að fullyrða að vonskuveður sé í kortunum. 9. febrúar 2018 06:32 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Víðtækar samgöngutruflanir á landinu á morgun Óhætt er að fullyrða að vonskuveður sé í kortunum. 9. febrúar 2018 06:32