Þjóðverjar efast um ágæti nýrrar ríkisstjórnar í landinu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. febrúar 2018 06:00 Á myndinni eru Horst Seehofer, CSU, Angela Merkel, CDU, og Martin Schulz, SPD. Vísir/AFP Allnokkrir þýskir fjölmiðlar eru ekki bjartsýnir á að áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Kristilegra demókrata (CDU/CSU) og Jafnaðarmannaflokksins (SPD) lifi út kjörtímabilið. Tilkynnt var um að samkomulag hefði náðst á miðvikudag eftir langvarandi stjórnarkreppu í landinu. Enn eiga flokksmenn þó eftir að greiða atkvæði um samstarfið og því er ekkert í höfn þótt líklegt teljist að samstarf flokkanna í ríkisstjórn verði samþykkt. Kurt Kister, ritstjóri dagblaðsins Süddeutsche Zeitung, sagði í leiðara sínum í gær að ríkisstjórnin ætti ekki eftir að endast lengi. Þýska blaðið Bild lýsti einnig áhyggjum sínum og á forsíðunni stóð „Kanslari sama hvað“. Vildi miðillinn meina að Merkel hefði selt sig Jafnaðarmannaflokknum og lagt stefnumál sín til hliðar til að ná að mynda stjórn. „Merkel gefur SPD stjórntaumana,“ sagði enn fremur í Bild.Sjá einnig: Enn teygist á valdatíð Angelu Merkel Reuters greinir frá því að Merkel þurfi nú að verja samkomulag sem sé flokki hennar óhagstætt. Flokkurinn missi meðal annars hið mikilvæga fjármála- og efnahagsráðuneyti í skiptum fyrir áframhaldandi veru Merkel í kanslarastólnum. Þá segi andstæðingar samkomulagsins að þrátt fyrir það hafi jafnaðarmönnum mistekist að draga CDU til vinstri. Áfram stefni í aðhald í ríkisrekstri. Jafnaðarmannaflokkurinn er í mikilli lægð og sagði Martin Schulz, leiðtogi flokksins, á kosninganótt að flokkurinn yrði í stjórnarandstöðu á kjörtímabilinu vegna lélegs gengis í kosningunum. Fékk flokkurinn rétt rúm 20 prósent atkvæða og hafði ekki fengið minna frá því fyrir seinna stríð. Nú mælist flokkurinn hins vegar með enn minna fylgi, 18 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira
Allnokkrir þýskir fjölmiðlar eru ekki bjartsýnir á að áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Kristilegra demókrata (CDU/CSU) og Jafnaðarmannaflokksins (SPD) lifi út kjörtímabilið. Tilkynnt var um að samkomulag hefði náðst á miðvikudag eftir langvarandi stjórnarkreppu í landinu. Enn eiga flokksmenn þó eftir að greiða atkvæði um samstarfið og því er ekkert í höfn þótt líklegt teljist að samstarf flokkanna í ríkisstjórn verði samþykkt. Kurt Kister, ritstjóri dagblaðsins Süddeutsche Zeitung, sagði í leiðara sínum í gær að ríkisstjórnin ætti ekki eftir að endast lengi. Þýska blaðið Bild lýsti einnig áhyggjum sínum og á forsíðunni stóð „Kanslari sama hvað“. Vildi miðillinn meina að Merkel hefði selt sig Jafnaðarmannaflokknum og lagt stefnumál sín til hliðar til að ná að mynda stjórn. „Merkel gefur SPD stjórntaumana,“ sagði enn fremur í Bild.Sjá einnig: Enn teygist á valdatíð Angelu Merkel Reuters greinir frá því að Merkel þurfi nú að verja samkomulag sem sé flokki hennar óhagstætt. Flokkurinn missi meðal annars hið mikilvæga fjármála- og efnahagsráðuneyti í skiptum fyrir áframhaldandi veru Merkel í kanslarastólnum. Þá segi andstæðingar samkomulagsins að þrátt fyrir það hafi jafnaðarmönnum mistekist að draga CDU til vinstri. Áfram stefni í aðhald í ríkisrekstri. Jafnaðarmannaflokkurinn er í mikilli lægð og sagði Martin Schulz, leiðtogi flokksins, á kosninganótt að flokkurinn yrði í stjórnarandstöðu á kjörtímabilinu vegna lélegs gengis í kosningunum. Fékk flokkurinn rétt rúm 20 prósent atkvæða og hafði ekki fengið minna frá því fyrir seinna stríð. Nú mælist flokkurinn hins vegar með enn minna fylgi, 18 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira