Þjóðverjar efast um ágæti nýrrar ríkisstjórnar í landinu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. febrúar 2018 06:00 Á myndinni eru Horst Seehofer, CSU, Angela Merkel, CDU, og Martin Schulz, SPD. Vísir/AFP Allnokkrir þýskir fjölmiðlar eru ekki bjartsýnir á að áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Kristilegra demókrata (CDU/CSU) og Jafnaðarmannaflokksins (SPD) lifi út kjörtímabilið. Tilkynnt var um að samkomulag hefði náðst á miðvikudag eftir langvarandi stjórnarkreppu í landinu. Enn eiga flokksmenn þó eftir að greiða atkvæði um samstarfið og því er ekkert í höfn þótt líklegt teljist að samstarf flokkanna í ríkisstjórn verði samþykkt. Kurt Kister, ritstjóri dagblaðsins Süddeutsche Zeitung, sagði í leiðara sínum í gær að ríkisstjórnin ætti ekki eftir að endast lengi. Þýska blaðið Bild lýsti einnig áhyggjum sínum og á forsíðunni stóð „Kanslari sama hvað“. Vildi miðillinn meina að Merkel hefði selt sig Jafnaðarmannaflokknum og lagt stefnumál sín til hliðar til að ná að mynda stjórn. „Merkel gefur SPD stjórntaumana,“ sagði enn fremur í Bild.Sjá einnig: Enn teygist á valdatíð Angelu Merkel Reuters greinir frá því að Merkel þurfi nú að verja samkomulag sem sé flokki hennar óhagstætt. Flokkurinn missi meðal annars hið mikilvæga fjármála- og efnahagsráðuneyti í skiptum fyrir áframhaldandi veru Merkel í kanslarastólnum. Þá segi andstæðingar samkomulagsins að þrátt fyrir það hafi jafnaðarmönnum mistekist að draga CDU til vinstri. Áfram stefni í aðhald í ríkisrekstri. Jafnaðarmannaflokkurinn er í mikilli lægð og sagði Martin Schulz, leiðtogi flokksins, á kosninganótt að flokkurinn yrði í stjórnarandstöðu á kjörtímabilinu vegna lélegs gengis í kosningunum. Fékk flokkurinn rétt rúm 20 prósent atkvæða og hafði ekki fengið minna frá því fyrir seinna stríð. Nú mælist flokkurinn hins vegar með enn minna fylgi, 18 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Allnokkrir þýskir fjölmiðlar eru ekki bjartsýnir á að áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Kristilegra demókrata (CDU/CSU) og Jafnaðarmannaflokksins (SPD) lifi út kjörtímabilið. Tilkynnt var um að samkomulag hefði náðst á miðvikudag eftir langvarandi stjórnarkreppu í landinu. Enn eiga flokksmenn þó eftir að greiða atkvæði um samstarfið og því er ekkert í höfn þótt líklegt teljist að samstarf flokkanna í ríkisstjórn verði samþykkt. Kurt Kister, ritstjóri dagblaðsins Süddeutsche Zeitung, sagði í leiðara sínum í gær að ríkisstjórnin ætti ekki eftir að endast lengi. Þýska blaðið Bild lýsti einnig áhyggjum sínum og á forsíðunni stóð „Kanslari sama hvað“. Vildi miðillinn meina að Merkel hefði selt sig Jafnaðarmannaflokknum og lagt stefnumál sín til hliðar til að ná að mynda stjórn. „Merkel gefur SPD stjórntaumana,“ sagði enn fremur í Bild.Sjá einnig: Enn teygist á valdatíð Angelu Merkel Reuters greinir frá því að Merkel þurfi nú að verja samkomulag sem sé flokki hennar óhagstætt. Flokkurinn missi meðal annars hið mikilvæga fjármála- og efnahagsráðuneyti í skiptum fyrir áframhaldandi veru Merkel í kanslarastólnum. Þá segi andstæðingar samkomulagsins að þrátt fyrir það hafi jafnaðarmönnum mistekist að draga CDU til vinstri. Áfram stefni í aðhald í ríkisrekstri. Jafnaðarmannaflokkurinn er í mikilli lægð og sagði Martin Schulz, leiðtogi flokksins, á kosninganótt að flokkurinn yrði í stjórnarandstöðu á kjörtímabilinu vegna lélegs gengis í kosningunum. Fékk flokkurinn rétt rúm 20 prósent atkvæða og hafði ekki fengið minna frá því fyrir seinna stríð. Nú mælist flokkurinn hins vegar með enn minna fylgi, 18 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira